Leikarinn landskunni, Gunnar Eyjólfsson, kennir Qi gong aðferðina í Lágafellslaug í dag kl. 18 og er það liður í Kærleiksviku í Mosfellsbæ.
Leikarinn landskunni, Gunnar Eyjólfsson, kennir Qi gong aðferðina, sem er spennandi, kínversk leikfimi og hugleiðsla, íLágafellslaug í dag kl. 18 og er það liður í Kærleiksviku í Mosfellsbæ.
Skipuleggjendur Kærleiksvikunnar hvetja Mosfellinga alla til að kynna sér hugsunina á bak við Qi gong og taka þátt í skemmtilegri stund með frábærum fyrirlesara og mannvini. Qi gong aðferðin hefur verið iðkuð í Kína í meira en 5000 ár. Æfingarnar miða að öguðum líkamsburði, öndun og einbeitingu.