Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
26. febrúar 2010

    VarmárskóliMos­fells­bær skar­aði framúr í Lífs­hlaup­inu sem ÍSÍ hef­ur stað­ið fyr­ir um allt land und­an­farn­ar vik­ur. Varmár­skóli vann stór­sig­ur í sín­um flokki skóla og hafn­aði Lága­fells­skóli í þriðja sæti sem verð­ur að teljast frá­bær ár­ang­ur. Enn­frem­ur sigr­uðu bæj­ar­skrif­stof­ur Mos­fells­bæj­ar í sín­um flokki vinnu­staða og er því ljóst að Mos­fell­ing­ar eru í far­ar­broddi í hreyf­ingu á landsvísu enda er Mos­fells­bær mik­ill íþrótta- og heilsu­efl­ing­ar­bær.

    VarmárskóliMos­fells­bær skar­aði framúr í Lífs­hlaup­inu sem ÍSÍ hef­ur stað­ið fyr­ir um allt land und­an­farn­ar vik­ur. Varmár­skóli vann stór­sig­ur í flokki skóla með fleiri en 400 nem­end­ur og hafn­aði Lága­fells­skóli í þriðja sæti í þeim flokki, sem verð­ur að teljast frá­bær ár­ang­ur. Enn­frem­ur sigr­uðu bæj­ar­skrif­stof­ur Mos­fells­bæj­ar í flokki vinnu­staða með 30-69 starfs­menn og er því ljóst að Mos­fell­ing­ar eru í far­ar­broddi í hreyf­ingu á landsvísu enda er Mos­fells­bær mik­ill íþrótta- og heilsu­efl­ing­ar­bær.

    Lífs­hlaup­ið er fræðslu- og hvatn­ing­ar­verk­efni ÍSÍ sem höfð­ar til allra ald­urs­flokka og allra lands­manna. Keppt er í tveim­ur flokk­um, ann­ars veg­ar flokki skóla og hins veg­ar vinnu­staða.

    Lands­menn eru hvatt­ir til þess að huga að sinni dag­legri hreyf­ingu og auka hana eins og kost­ur er þ.e. í frí­tíma, heim­il­is­verk­um, vinnu, skóla og við val á ferða­máta. Kepp­end­ur skrá nið­ur hreyf­ingu sína og það lið sem hreyf­ir sig sem mest, vinn­ur.

    Fjöldi vinnu­staða í Mos­fells­bæ auk bæj­ar­skrif­stofa tók þátt og stóð sig mjög vel.

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán., þri., fim. 8:00-16:00
    mið. 8:00-18:00
    fös. 8:00-14:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán., þri., fim. 8:00-16:00
    mið. 8:00-18:00
    fös. 8:00-14:00