Mosfellsbær skaraði framúr í Lífshlaupinu sem ÍSÍ hefur staðið fyrir um allt land undanfarnar vikur. Varmárskóli vann stórsigur í sínum flokki skóla og hafnaði Lágafellsskóli í þriðja sæti sem verður að teljast frábær árangur. Ennfremur sigruðu bæjarskrifstofur Mosfellsbæjar í sínum flokki vinnustaða og er því ljóst að Mosfellingar eru í fararbroddi í hreyfingu á landsvísu enda er Mosfellsbær mikill íþrótta- og heilsueflingarbær.
Mosfellsbær skaraði framúr í Lífshlaupinu sem ÍSÍ hefur staðið fyrir um allt land undanfarnar vikur. Varmárskóli vann stórsigur í flokki skóla með fleiri en 400 nemendur og hafnaði Lágafellsskóli í þriðja sæti í þeim flokki, sem verður að teljast frábær árangur. Ennfremur sigruðu bæjarskrifstofur Mosfellsbæjar í flokki vinnustaða með 30-69 starfsmenn og er því ljóst að Mosfellingar eru í fararbroddi í hreyfingu á landsvísu enda er Mosfellsbær mikill íþrótta- og heilsueflingarbær.
Lífshlaupið er fræðslu- og hvatningarverkefni ÍSÍ sem höfðar til allra aldursflokka og allra landsmanna. Keppt er í tveimur flokkum, annars vegar flokki skóla og hins vegar vinnustaða.
Landsmenn eru hvattir til þess að huga að sinni daglegri hreyfingu og auka hana eins og kostur er þ.e. í frítíma, heimilisverkum, vinnu, skóla og við val á ferðamáta. Keppendur skrá niður hreyfingu sína og það lið sem hreyfir sig sem mest, vinnur.
Fjöldi vinnustaða í Mosfellsbæ auk bæjarskrifstofa tók þátt og stóð sig mjög vel.