Dagskrá Kærleiksviku í dag samanstendur af kærleiksþjálfun ogfyrirlestri um samskiptaleikni, sem hvorttveggja fer fram í Hraunhúsumog prjónasamveru í safnaðarheimili Lágafellssóknar.
Dagskrá Kærleiksviku í dag samanstendur af kærleiksþjálfun og fyrirlestri um samskiptaleikni, sem hvorttveggja fer fram í Hraunhúsum og prjónasamveru í safnaðarheimili Lágafellssóknar.
Frá klukkan þrjú til sjö býður markþjálfinn Guðrún Fríður fólki frían prufutíma í kærleiksþjálfun þar sem hún kennir fólki að leita að nýjum leiðum til að þroskast. Kennslan fer fram í Hraunhúsum, Völuteig 6. Á sama stað verður fyrirlestur um samskiptaleikni kl. 20 í kvöld. Hann fjallar um það að vera frjáls,tjá langanir sínar og þarfir, sleppa tökunum af áhyggjum, stjórnastekki af ótta og meðtaka það að vera jafningi annarra.
Þeir sem vilja frekar finna fyrir kærleik og gefa af sér kærleik með því að prjóna geta gert það í prjónasamveru í Safnaðarheimili Lágafellssóknar, Þverholti 3, 3. hæð, kl. 20-22.