Merki Krikaskóla hefur verið tilnefnt til Íslensku auglýsingaverðlaunanna, Lúðurinn 2009.
Merkið hannaði Stefán Einarsson, grafískur hönnuður hjá auglýsingastofunni Hvíta húsinu.
Lúðurinn, íslensku auglýsingaverðlaunin, er opinn öllum sem stunda gerð eða dreifingu auglýsinga á Íslandi. Tilgangur keppninnar er að vekja athygli á vel gerðum auglýsingum og auglýsingaefni og veita aðstandendum þess verðskuldaða athygli. Verðlaun eru veitt í 14 flokkum og eru fimm tilnefningar í hverjum flokki. Merki Krikaskóla er tilnefnt í flokknum Vöru- og firmamerki.
Krikaskóli er samþættur leik- og grunnskóli fyrir börn á aldrinum 1 árs til 9 ára. Börnin tvö í merki Krikaskóla sem standa samtvinnuð tákna sameiningu þessara tveggja skólastiga. Hringirnir níu sem mynda höfuð barnanna og lauf trésins tákna skólaárin níu sem skólinn spannar. Um leið eru hringirnir tilvísun í hringlaga form sem er endurtekið stef í byggingu Krikaskóla. Tré, sem er þekkt tákn fyrir þroska og vöxt er einnig grunnhugmyndin að baki byggingu Krikaskóla. Stofn trésins og börnin í merkinu mynda stafinn K. Litirnir í merkinu eru grunnlitir innandyra.
Til hamingju með tilnefninguna, Krikaskóli.
Merki Krikaskóla.
Tengt efni
Stærðfræðidagur Krikaskóla
Viktoría Unnur er nýr skólastjóri Krikaskóla
Bæjarráð hefur samþykkti að ráða Viktoríu Unni Viktorsdóttur í starf skólastjóri við Krikaskóla frá og með 1. júní 2023.
Staða skólastjóra við Krikaskóla í Mosfellsbæ
Krikaskóli er samþættur leik- og grunnskóli ásamt frístundastarfi. Starfsemin tekur mið af menntastefnu Mosfellsbæjar, Heimurinn er okkar.