Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
2. mars 2010

Merki Krika­skóla hef­ur ver­ið til­nefnt til Ís­lensku aug­lýs­inga­verð­laun­anna, Lúð­ur­inn 2009.

Merk­ið hann­aði Stefán Ein­ars­son, graf­ísk­ur hönn­uð­ur hjá aug­lýs­inga­stof­unni Hvíta hús­inu.

Lúð­ur­inn, ís­lensku aug­lýs­inga­verð­laun­in, er op­inn öll­um sem stunda gerð eða dreif­ingu aug­lýs­inga á Ís­landi. Til­gang­ur keppn­inn­ar er að vekja at­hygli á vel gerð­um aug­lýs­ing­um og aug­lýs­inga­efni og veita að­stand­end­um þess verð­skuld­aða at­hygli. Verð­laun eru veitt í 14 flokk­um og eru fimm til­nefn­ing­ar í hverj­um flokki. Merki Krika­skóla er til­nefnt í flokkn­um Vöru- og fir­ma­merki.

Krika­skóli er sam­þætt­ur leik- og grunn­skóli fyr­ir börn á aldr­in­um 1 árs til 9 ára. Börn­in tvö í merki Krika­skóla sem standa sam­tvinn­uð tákna sam­ein­ingu þess­ara tveggja skóla­stiga.  Hring­irn­ir níu sem mynda höf­uð barn­anna og lauf trés­ins tákna skóla­árin níu sem skól­inn spann­ar. Um leið eru hring­irn­ir til­vís­un í hring­laga form sem er end­ur­tek­ið stef í bygg­ingu Krika­skóla. Tré, sem er þekkt tákn fyr­ir þroska og vöxt er einn­ig grunn­hug­mynd­in að baki bygg­ingu Krika­skóla. Stofn trés­ins og börn­in í merk­inu mynda staf­inn K. Lit­irn­ir í merk­inu eru grunn­lit­ir inn­an­dyra.

Til ham­ingju með til­nefn­ing­una, Krika­skóli.

Merki Krika­skóla.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00