Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
19. febrúar 2010

    LágafellskirkjaBisk­up Ís­lands og Fé­lag hér­að­skjala­varða á Ís­landi standa fyr­irsam­eig­in­legu átaki í söfn­un og varð­veislu skjala­safna sókn­ar­nefnda íland­inu.

    LágafellskirkjaBisk­up Ís­lands og Fé­lag hér­að­skjala­varða á Ís­landi standa fyr­ir sam­eig­in­legu átaki í söfn­un og varð­veislu skjala­safna sókn­ar­nefnda í land­inu.

    Sókn­ar­nefnd­ir hafa haft mik­il áhrif á menn­ing­ar- og trú­ar­líf lands­manna í gegn­um tíð­ina. Í gögn­um sókn­ar­nefnda leyn­ast því mörg merki­leg sögu­leg gögn sem er mik­il­vægt að varð­veita fyr­ir kom­andi kyn­slóð­ir. Mis­jafnt get­ur ver­ið hvers kon­ar gögn ein­stak­ar sókn­ar­nefnd­ir varð­veita. All­ar hafa nefnd­irn­ar þó hald­ið funda­gerða­bæk­ur og gert árs­reikn­inga. Þá gætu ver­ið í fór­um nefnd­anna marg­vís­leg gögn sem tengjast kirkju­bygg­ing­um, kirkju­kór­um og kirkju­görð­um, svo dæmi séu nefnd.

    Hér­að­skjala­söfn­in munu sjá um að skrá og ganga frá skjöl­um sókn­ar­nefnd­anna þeim að kostn­að­ar­lausu. Þeir ein­stak­ling­ar sem hafa í fór­um sín­um skjöl sem varða starf­semi sókn­ar­nefnda eru einn­ig hvatt­ir til að skila þeim til síns hér­aðs­skjala­safns. Best er að fá skjölin í sem upp­runa­leg­asta ástandi, þ.e. óflokk­uð.

    Hér­að­skjala­söfn lands­ins eru alls 20 tals­ins og varð­veita þau skjöl stofn­ana og fyr­ir­tækja þeirra sveit­ar­fé­laga sem und­ir þau heyra. Þau hafa einn­ig eft­ir­lit með skjala­stjórn af­hend­ing­ar­skylda að­ila og veita þeim ráð­gjöf. Hér­að­skjala­söfn­in taka einn­ig til varð­veislu skjöl ein­stak­linga, fé­laga og fyr­ir­tækja á safn­svæð­inu en þau skjöl veita okk­ur ómet­an­lega mynd af sögu og mann­lífi við­kom­andi byggð­ar­lags. Nán­ar má fræð­ast um starf­semi og starf­svæði hér­aðs­skjala­safna á Ís­landi á heima­síð­unni www.herads­skjala­safn.is

    Hér­aðs­skjala­söfn efna nú til átaks með Bisk­upi Ís­lands í því skyni að hvetja sókn­ar­nefnd­ir til að varð­veita sögu sína með því að koma skjöl­un­um á næsta hér­að­skjala­safn í því skyni að skjölin varð­veit­ist á ör­ugg­um stað. For­svars­menn sókn­ar­nefnda, og þeir sem hafa und­ir hönd­um skjöl sókn­ar­nefnda, eru því hvatt­ir til að hafa sam­band við næsta hér­að­skjala­safn varð­andi nán­ari upp­lýs­ing­ar eða koma skjöl­un­um til þeirra til varð­veislu.

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00