Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
8. febrúar 2010

    HjólreiðamaðurMos­fells­bær boð­ar til íbúa­þings um sjálf­bæra þró­un og von­ast eft­ir þátt­töku íbúa í end­ur­skoð­un Stað­ar­dag­skrár 21 og setn­ingu mark­miða Mos­fells­bæj­ar um sjálf­bæra þró­un.

    HjólreiðamaðurMos­fells­bær býð­ur ykk­ur til íbúa­þings um sjálf­bæra þró­un í Mos­fells­bæ. Íbúa­þing­ið verð­ur hald­ið í að­alsal Lága­fells­skóla, þriðju­dag­inn 9. fe­brú­ar kl. 20:00-22:00.
    Þing­ið er hald­ið í tengsl­um við vinnu bæj­ar­yf­ir­valda við end­ur­skoð­un Stað­ar­dagskrá 21 í Mos­fells­bæ og þeirri gerð að­gerðaráætl­un­ar sem nú stend­ur yfir og bæj­ar­yf­ir­völd munu horfa til næstu árin.

    Til­gang­ur­inn er að leita eft­ir skoð­un­um og hug­mynd­um íbúa varð­andi sjálf­bæra þró­un sveit­ar­fé­lags­ins, og hafa þær til hlið­sjón­ar við end­ur­skoð­un­ina.

    All­ir íbú­ar bæj­ar­ins, þar á með­al full­trú­ar fé­laga­sam­taka, stofn­ana og fyr­ir­tækja, eru hvatt­ir til að mæta og stuðla að lif­andi um­ræðu um sjálf­bæra þró­un í Mos­fells­bæ. Nán­ari upp­lýs­ing­ar veit­ir Tóm­as Gíslason um­hverf­is­stjóri í s. 525 6700 eða tom­as[hja]mos.is

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán., þri., fim. 8:00-16:00
    mið. 8:00-18:00
    fös. 8:00-14:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán., þri., fim. 8:00-16:00
    mið. 8:00-18:00
    fös. 8:00-14:00