Mosfellsbær boðar til íbúaþings um sjálfbæra þróun og vonast eftir þátttöku íbúa í endurskoðun Staðardagskrár 21 og setningu markmiða Mosfellsbæjar um sjálfbæra þróun.
Mosfellsbær býður ykkur til íbúaþings um sjálfbæra þróun í Mosfellsbæ. Íbúaþingið verður haldið í aðalsal Lágafellsskóla, þriðjudaginn 9. febrúar kl. 20:00-22:00.
Þingið er haldið í tengslum við vinnu bæjaryfirvalda við endurskoðun Staðardagskrá 21 í Mosfellsbæ og þeirri gerð aðgerðaráætlunar sem nú stendur yfir og bæjaryfirvöld munu horfa til næstu árin.
Tilgangurinn er að leita eftir skoðunum og hugmyndum íbúa varðandi sjálfbæra þróun sveitarfélagsins, og hafa þær til hliðsjónar við endurskoðunina.
Allir íbúar bæjarins, þar á meðal fulltrúar félagasamtaka, stofnana og fyrirtækja, eru hvattir til að mæta og stuðla að lifandi umræðu um sjálfbæra þróun í Mosfellsbæ. Nánari upplýsingar veitir Tómas Gíslason umhverfisstjóri í s. 525 6700 eða tomas[hja]mos.is