Hætt við gjaldtöku fyrir garðúrgang
Á stjórnarfundi SORPU í gær var ákveðið að fresta áður ákveðinni gjaldtöku á garðaúrgangi. Einnig var ákveðið að leita leiða til lækkunar kostnaðar við rekstur endurvinnslustöðvanna og að íbúum höfuðborgarsvæðisins kynntar aðferðir til að draga úr umfangi garðaúrgangs.
Breyttur afgreiðslutími um páskana
Lokað verður á Bókasafni og í Listasal Mosfellsbæjar laugardaginn 3. apríl.
Framsækin nýjung í skólastarfi á Íslandi
Fyrsti skólinn fyrir eins árs til níu ára börn – starfar allan daginn allt árið um kring. Mosfellsbær tekur í dag í notkun nýjan skóla, Krikaskóla, sem verður skóli fyrir eins árs til níu ára börn.
Tímamót í skólastarfi á Íslandi
Í dag verða tímamót í sögu skólamála í Mosfellsbæ og á landinu öllu með opnun Krikaskóli sem er skóli fyrir börn á aldrinum eins árs til níu ára. Skólinn verður starfræktur allan daginn, allan ársins hring. Mosfellingum og öðrum áhugasömum er boðið á opnunarhátíð Krikaskólaí dag kl. 15-17 í nýju húsnæði skólans við Sunnukrika í Mosfellsbæ.
26.3.2010: Varmaland 2, Mosfellsdal - tillaga að deiliskipulagi
Tillaga að tveimur byggingarreitum á lóðinni, annar fyrir íbúðarhús, bílskúr og vinnustofu, hinn fyrir gripahús. Athugasemdafrestur til 7. maí 2010
Bergþór Morthens sýnir í Listasal - Opnun 27. mars kl. 14.00
Laugardaginn 27. mars kl. 14 – 16 er opnun sýningar Bergþórs Morthens, Jón Sigurðsson, í Listasal Mosfellsbæjar. Sýningin stendur til 24. apríl. Verk Bergþórs eru tjáningarrík (e. expressive) portrett sem skírskota til atburða, persóna og aðstæðna í samtíma okkar, eins og nútímasamskipta, þjóðerniskenndar, sjálfstæðis og hetjudýrkunar.
Opið hús - Stuðningur í námi
Auðveldara að segja „fjall“ en að klífa það. Miðvikudaginn 24. mars verður opið hús hjá Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar og að þessu sinni verður fjallað um unglinga í námsvanda, hvernig sá vandi birtist og hvernig nemandinn getur unnið á honum.
Velheppnað úrslitakvöld Stóru upplestrarkeppninnar 2010
Stóra upplestrarkeppnin var haldin í gær fimmtudag og tókst að allra mati afar vel.
Kórar í Mosfellsbæ - tónleikar á sunnudaginn
Kórar í Mosfellsbæ halda tónleika í Kjarnanum sunnudaginn 21. mars kl. 16:00. Fjöldi kóra koma fram með fjölbreytta dagskrá. Miðasala við innganginn.
Framkvæmdaleyfi fyrir tvöföldun Vesturlandsvegar
17. mars 2010 gaf Mosfellsbær út framkvæmdaleyfi til handa Vegagerðinni fyrir tvöföldun Vesturlandsvegar milli Hafravatnsvegar og Þingvallavegar og tengdum framkvæmdum.
Styrkir til efnilegra ungmenna 2010
Íþrótta- og tómstundanefnd auglýsir eftir umsóknum vegna úthlutunar styrkja til efnilegra ungmenna sem leggja stund á íþróttir, tómstundir eða listir.
Fjörutíu tillögur bárust í hönnunarsamkeppni um nýjan framhaldsskóla
Alls bárust 40 tillögur í hönnunarsamkeppni um nýjan framhaldsskóla sem reisa á í miðbæ Mosfellsbæjar. Um er að ræða u.þ.b. 4000 m² byggingu sem staðsett verður við Háholt.
Kristinn Sigmundsson og Stefnir
70 ára afmælis- og vortónleikar Karlakórsins Stefnis standa yfir þrjá daga í röð og voru fyrstu tónleikarnir haldnir í Guðríðarkirkju í Grafarholti í gærkvöldi.
Leirvogstunga - Breytingar á deiliskipulagi við Vogatungu
Mosfellsbær auglýsir hér með skv. 1. mgr. 26. gr. laga nr. 73/1997 tillögu að breytingum á gildandi deiliskipulagi Leirvogstungu, síðast breyttu 24. júní 2009.
Verulegur viðsnúningur í rekstri Strætó bs.
Strætó bs. hagnaðist á síðasta ári um 296 milljónir króna eftir fjármagnsliði en hagnaður af reglulegri starfsemi nam rúmum 400 milljónum.
Fjölmennur kynningarfundur um stofnun heilsuklasa
Vel heppnaður kynningarfundur um stofnun heilsuklasa í Mosfellsbæ varhaldinn í gær. Alls mættu um 60 á fundinn og á fimmta tug rituðu undirviljayfirýsingu um að taka þátt í stofnun heilsuklasans. Mikil samstaðavar meðal fundargesta og augljós áhugi um að halda verkefninu áfram.
Upplýsingar um þjóðaratkvæðagreiðslu
Kjörstaður vegna þjóðaratkvæðagreiðslu um gildi laga nr. 1/2010 sem fram fer laugardaginn 6. mars er í Lágafellsskóla við Lækjarhlíð og stendur kjörfundur frá kl. 9-22.
Dagur Listaskólans 6. mars 2010
Listaskóli Mosfellsbæjar stendur fyrir Degi Listaskólans laugardaginn 6. mars.
Kynningarfundur um stofnun heilsuklasa á fimmtudag
Kynningarfundur um stofnun heilsuklasa í Mosfellsbæ verður haldinnfimmtudaginn 4. mars í Listasal Mosfellsbæjar kl. 20. Hugmyndin að stofnun heilsuklasa í Mosfellsbæ er að hagsmunaaðilar íMosfellsbæ ásamt tengdum aðilum, taki sig saman um að móta klasa sembyggir á þeirri þekkingu og reynslu sem samfélagið í Mosfellsbæ býryfir á sviði endurhæfingar og heilsueflingar.
Líf og fjör í Opinni viku hjá Listaskólanum