Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Stóra upp­lestr­ar­keppn­in var hald­in í gær fimmtu­dag og tókst að allra mati afar vel.

Fimm dreng­ir og fimm stúlk­ur tóku þátt í keppn­inni en auk þeirra komu fram Skóla­kór Varmár­skóla sem söng nokk­ur lög und­ir stjórn Guð­mund­ar Óm­ars Ósk­ars­son­ar og Ág­ústa Dóm­hild­ur Karls­dótt­ir sem lék á fiðlu. Gunn­hild­ur Sæ­munds­dótt­ir skóla­full­trúi setti há­tíð­ina og Har­ald­ur Sverris­son bæj­ar­stjóri flutti ávarp. Kynn­ir var m.a. Fjóla Rakel Ólafs­dótt­ir sig­ur­veg­ari keppn­inn­ar í fyrra.

Kepp­end­ur lásu upp fyr­ir­fram ákveð­inn texta eft­ir rit­höf­und­inn Ár­mann Kr. Ein­ars­son og ljóð eft­ir Þor­steinn frá Hamri. Einn­ig lásu þau ljóð að eig­in vali.

Sig­ur­veg­ar­ar Stóru upp­lestr­ar­keppn­inn­ar 2010 urðu:

1. sæti Bryn­hild­ur Sig­urð­ar­dótt­ir Varmár­skóla
2. sæti Birta Karen Gunn­laugs­dótt­ir Varmár­skóla
3. sæti Ari Páll Karls­son Lága­fells­skóla

All­ir þátt­tak­end­ur fengu að gjöf geisladisk­inn Og fjöllin urðu kyr, Inn­ansveit­ar­króniku eft­ir Halldór Lax­ness frá Mos­fells­bæ og ljóða­bók frá For­laginu. Vinn­ings­haf­ar í þrem­ur efstu sæt­un­um fengu að auki pen­inga­verð­laun frá Spari­sjóðn­um Byr.

Mos­fells­bak­arí og Krón­an styrktu keppn­ina hér heima í hér­aði.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00