Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
5. mars 2010

Lista­skóli Mos­fells­bæj­ar stend­ur fyr­ir Degi Lista­skól­ans laug­ar­dag­inn 6. mars.

Er þá opið hús í öll­um deild­um skól­ans kl. 11:00 – 13:00 og geta bæj­ar­bú­ar kom­ið og kynnt sér hvað í boði er hjá skól­an­um í formi list­náms.

Tón­list­ar­deild­in er í Há­holti 14, Skóla­hljóm­sveit Mos­fells­bæj­ar í kjall­ara Varmár­skóla, Leik­fé­lag Mos­fells­sveit­ar í Bæj­ar­leik­hús­inu og Mynd­list­ar­skóli Mos­fells­bæj­ar í Ála­fosskvos.

Þá eru tvær sýn­ing­ar á völd­um köfl­um úr söng­leikn­um Hár­inu í Bæj­ar­leik­hús­inu kl. 14:00 og 16:00.

All­ir eru hjart­an­lega vel­komn­ir og að­gang­ur ókeyp­is.

Þessa viku hafa nem­end­ur tón­list­ar­deild­ar­inn­ar ver­ið á ferð­inni um all­an bæ og halda um 30 tón­leika í grunn­skól­um, leik­skól­um, stofn­un­um og fyr­ir­tækj­um bæj­ar­ins. Er þetta fimmta árið í röð sem slíkt er gert og teng­ist það Degi tón­list­ar­skól­anna, sem ávallt er síð­asti laug­ar­dag­ur í fe­brú­ar.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00