Listaskóli Mosfellsbæjar stendur fyrir Degi Listaskólans laugardaginn 6. mars.
Er þá opið hús í öllum deildum skólans kl. 11:00 – 13:00 og geta bæjarbúar komið og kynnt sér hvað í boði er hjá skólanum í formi listnáms.
Tónlistardeildin er í Háholti 14, Skólahljómsveit Mosfellsbæjar í kjallara Varmárskóla, Leikfélag Mosfellssveitar í Bæjarleikhúsinu og Myndlistarskóli Mosfellsbæjar í Álafosskvos.
Þá eru tvær sýningar á völdum köflum úr söngleiknum Hárinu í Bæjarleikhúsinu kl. 14:00 og 16:00.
Allir eru hjartanlega velkomnir og aðgangur ókeypis.
Þessa viku hafa nemendur tónlistardeildarinnar verið á ferðinni um allan bæ og halda um 30 tónleika í grunnskólum, leikskólum, stofnunum og fyrirtækjum bæjarins. Er þetta fimmta árið í röð sem slíkt er gert og tengist það Degi tónlistarskólanna, sem ávallt er síðasti laugardagur í febrúar.
Tengt efni
Skólahljómsveit Mosfellsbæjar og Stundin okkar
Skólahljómsveit Mosfellsbæjar er að taka þátt í skemmtilegu verkefni með RÚV.
Dagur Listaskólans 5. mars 2022
Opið hús kl. 11:00-13:00 í Listaskólanum Háholti 14, 3. hæð.
Framlag tónlistardeildar Listaskóla Mosfellsbæjar í NETnótunni
Framlag tónlistardeildar Listaskóla Mosfellsbæjar var flutt í fyrsta þætti NETnótunnar sem sýndur var á N4 þann 13. júní sl.