Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
15. mars 2010

    Nýtt miðbæjarskipulagAlls bár­ust 40 til­lög­ur í hönn­un­ar­sam­keppni um nýj­an fram­halds­skóla sem reisa á í mið­bæ Mos­fells­bæj­ar. Um er að ræða u.þ.b. 4000 m² bygg­ingu sem stað­sett verð­ur við Há­holt.

    Nýtt miðbæjarskipulagFram­kvæmda­sýsla rík­is­ins fyr­ir hönd mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyt­is­ins og Mos­fells­bæj­ar bauð til op­inn­ar hönn­un­ar­sam­keppni (fram­kvæmda­sam­keppni) um Fram­halds­skól­ann í Mos­fells­bæ. Um er að ræða u.þ.b. 4000 m² bygg­ingu sem stað­sett verð­ur í mið­bæ Mos­fells­bæj­ar nán­ar til­tek­ið við Há­holt.

    Fram­halds­skól­inn í Mos­fells­bæ er fram­halds­skóli sem kenn­ir sig við auð­lind­ir og um­hverfi í víð­um skiln­ingi og verða þær áhersl­ur sam­flétt­að­ar við skóla­starf­ið. Þar er átt jafnt við auð­lind­ir í nátt­úr­unni sem og mannauð með áherslu á lýð­heilsu og menn­ing­ar­leg­ar auð­lind­ir. Enn­frem­ur er stefnt að því að gera um­hverfi skól­ans að lif­andi þætti í skóla­starf­inu þar sem hug­að verð­ur m.a. að nátt­úru­fræði um­hverf­is­ins, virð­ingu fyr­ir um­hverf­inu og hvern­ig njóta má um­hverf­is­ins og nýta á skyn­sam­leg­an hátt.

    Skól­inn er fram­halds­skóli með áfangasniði og lögð er áhersla á að bjóða nem­end­um metn­að­ar­fullt nám við hæfi hvers og eins, á stúd­ents­braut­um, stutt­um starfs­náms­braut­um og al­menn­um braut­um. Það end­ur­speglast í náms­fram­boði skól­ans á þann hátt að þó að skól­inn sé að stærst­um hluta bók­náms­skóli, mun hann bjóða fram nám í verk­náms- og hand­verks­grein­um og list­grein­um til að auka fjöl­breytni náms­ins.

    Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá dóm­nefnd er gert ráð fyr­ir að dóm­nefnd­ar­störf­um ljúki fyr­ir miðj­an apríl og verði þá til­kynnt um úr­slit.

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00