Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
5. mars 2010

  HeilsuklasiVel heppn­að­ur kynn­ing­ar­fund­ur um stofn­un heilsuklasa í Mos­fells­bæ var­hald­inn í gær. Alls mættu um 60 á fund­inn og á fimmta tug rit­uðu und­irvilja­yf­irýs­ingu um að taka þátt í stofn­un heilsuklas­ans. Mik­il sam­staða­var með­al fund­ar­gesta og aug­ljós áhugi um að halda verk­efn­inu áfram.

  HeilsuklasiVel heppn­að­ur kynn­ing­ar­fund­ur um stofn­un heilsuklasa í Mos­fells­bæ var hald­inn í gær. Alls mættu um 60 á fund­inn og á fimmta tug rit­uðu und­ir vilja­yf­ir­lýs­ingu um að taka þátt í stofn­un heilsuklas­ans. Mik­il sam­staða var með­al fund­ar­gesta og aug­ljós áhugi um að halda verk­efn­inu áfram.

  Har­ald­ur Sverris­son bæj­ar­stjóri setti fund­inn, Sæv­ar Krist­ins­son ráð­gjafi flutti er­indi um klasa og þýð­ingu þeirra, Sig­ríð­ur Dögg Auð­uns­dótt­ir for­stöðu­mað­ur kynn­ing­ar­mála hjá Mos­fells­bæ ræddi um sér­stöðu Mos­fells­bæj­ar á þessu sviði, Jón Páls­son ráð­gjafi fjall­aði um hugs­an­leg­an heilsuklasa í Mos­fells­bæ og Gunn­ar Ár­mann­son, fram­kvæmda­stjóri PrimaCare, einka­sjúkra­húss sem stefnt er að að rísi í Mos­fells­bæ, skýrði frá verk­efn­inu.

  Ár­ang­urs­rík­ir kla­s­ar skapa traust og tengsl

  Í er­indi Sæv­ars kom fram að kla­s­ar væru sam­komulag milli tveggja eða fleiri að­ila um nýt­ingu ákveð­inna auð­linda hvers ann­ars til að skapa auk­ið virði. Í klös­um fæl­ust skuld­bind­ing­ar á ákveðn­um svið­um til að ná fram til­tek­inni fram­tíð­ar­sýn og  mark­mið­um. Ár­ang­urs­rík­ir kla­s­ar skapa traust og tengsl milli fyr­ir­tækja. Þeir draga fram sér­hæfni og getu þátt­tak­enda, byggja upp mögu­leika á hag­kvæmni stærð­ar, auka við­skipta­vild og sam­keppn­is­hæfni. Þeir laða jafn­framt að við­skipta­vini og fjár­festa. Auk þess skapa þeir já­kvætt um­hverfi til ný­sköp­un­ar og byggja upp nýja þekk­ingu og hæfni inn­an klas­ans. Sæv­ar sagði frá fjöl­mörg­um dæm­um um vel­heppn­aða klasa, jafnt hér á landi sem er­lend­is. Einn þeirra er Í ríki Vatna­jök­uls, sem hann kom að stofn­un á. Sæv­ar kom jafn­framt inn á að for­senda ár­ang­urs er að klas­inn hafi skýra fram­tíð­ar­sýn, aug­ljós markmið, skipu­lag og fast­mót­að­an sam­starfs­vett­vang þeirra sem að hon­um standa.

  Mos­fells­bær verði mið­stöð heilsu­efl­ing­ar og end­ur­hæf­ing­ar

  Sig­ríð­ur Dögg fór yfir styrk­leika Mos­fells­bæj­ar, græn gildi, um­hverf­ið og heilsu­menn­ing­una. Jafn­framt skýrði hún frá stefnu Mos­fells­bæj­ar á þessu sviði og mik­il­vægi henn­ar í sam­hengi við stofn­un heilsuklasa í Mos­fells­bæ. Hún sagði frá því að heilsu- og end­ur­hæf­ing­ar­tengd starf­semi í Mos­fells­bæ væri ein meg­in­stoð at­vinnu­lífs í sveit­ar­fé­lag­inu með um 450 störf, sem er fjórð­ung­ur allra starfa í sveit­ar­fé­lag­inu. Reykjalund­ur, öfl­ug­asta fyr­ir­tæk­ið á sviði end­ur­hæf­ing­ar og heilsu­efl­ing­ar á Ís­landi, er stærsti vinnu­veit­andi sveit­ar­fé­lags­ins að Mos­fells­bæ sjálf­um und­an­skild­um en þar eru ríf­lega 230  störf. Hin 220 eru á víð og dreif um bæ­inn í hinum ýmsu grein­um í þess­um geira og eru nátt­úru­lækn­ing­ar áber­andi þar á með­al.

  Í stefnu Mos­fells­bæj­ar í þró­un­ar- og ferða­mál­um kem­ur m.a. fram hvað varð­ar heilsu­bæ­inn Mos­fells­bæ: Mos­fells­bær verði mið­stöð heilsu­efl­ing­ar og heilsu­tengdr­ar ferða­þjón­ustu með fjöl­breytta starf­semi á sviði lýð­heilsu, heilsu­efl­ing­ar og end­ur­hæf­ing­ar. Stefnt er að því að efla heilsu­þjón­ustu og heilsu­tengt at­vinnu­líf í Mos­fells­bæ, að Mos­fells­bær verði mark­aðs­sett­ur sem bær end­ur­hæf­ing­ar og heilsu­efl­ing­ar, og að Mos­fells­bær nýti sér sér­stöðu sína í þágu heilsu­tengdr­ar ferða­þjón­ustu og at­vinnu­líf­ið verði hvatt til fram­leiðslu heilsu­tengdra vara. Sig­ríð­ur sagði einn­ig frá stefnu sveit­ar­fé­lags­ins um sjálf­bært sam­fé­lag.

  Ætl­um að tvö­falda fjölda starfa á hverj­um fimm árum

  Jón Páls­son sagði frá því að markmið heilsuklas­ans væri með­al ann­ars að tvö­falda fjölda starfa í heilsu­tengdri þjón­ustu í Mos­fells­bæ á hverju 5 ára tíma­bili. Þann­ig get­um við árið 2020 státað af tvö þús­und störf­um í þess­um geira í bæj­ar­fé­lag­inu. Efl­ing á þess­um geira væri jafn­framt grunnstoð fyr­ir aðra starf­semi, svo sem veit­ing­a­rekst­ur, mar­væla­fram­leiðslu, ferða­þjón­ustu og fleira. Með­al þeirra tæki­færa sem Jón nefndi að skap­ast við stofn­un heilsuklasa eru að efla Reykjalund og byggja upp starf­semi tengda hon­um og í sam­starfi við for­svars­menn hans. Einn­ig mætti bjóða heil­brigð­is­ráðu­neyti og sam­fé­lag­inu hag­kvæm­ari lausn­ir í tengsl­um við bráða­sjúkra­hús und­ir­bún­ing, umönn­un, end­ur­hæf­ingu og/eða fram­hald­send­ur­hæf­ingu. Þá mætti kanna mögu­leika á að þróa og byggja upp heilsu­væna bú­setu­kosti og heilsu­tengda ferða­þjón­ustu.

  Von­ast til að fyrsta að­gerð­in verði gerð 12.12. 2012

  Gunn­ar Ár­manns­son fór yfir stöðu verk­efn­is­ins um bygg­ingu einka­sjúkra­húss í Mos­fells­bæ sem sér­hæf­ir sig í hnjá­liða- og mjaðma­skipta­að­gerð­um fyr­ir út­lend­inga. Hann sagði að fram­vinda verk­efn­is­ins væri stöðug og já­kvæð þótt enn væri tölu­vert í land enda hafa fjár­mun­ir ekki ver­ið tryggð­ir. Ef áætlan­ir gengju eft­ir væri von­ast til þess að hægt væri að gera fyrstu að­gerð­ina á nýju sjúkra­húsi 12.12. 2012. Hann skýrði jafn­framt frá því að horf­ið hafi ver­ið frá fyr­ir­ætl­un­um um að stað­setja sjúkra­hús­ið á Tungu­mel­um. Þess í stað hefði ver­ið ákveð­ið að sjúkra­hús­ið yrði reist í landi Sól­valla, við Akra, í urð­inni fyr­ir ofan Hafra­vatns­veg.

  Mik­il ánægja og já­kvæð við­brögð

  Tals­verð­ar um­ræð­ur voru á fund­in­um og lýstu fjöl­marg­ir yfir ánægju sinni með fram­tak­ið um stofn­un heilsuklasa í Mos­fells­bæ. Birg­ir Gunn­ars­son, fram­kvæmda­stjóri Reykjalund­ar, skýrði frá starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins, og lýsti yfir vilja til þátt­töku í heilsuklasa.

  Boð­að verð­ur til form­legs stofn­fund­ar inn­an skamms þar sem næstu skref verk­efn­is­ins verða ákveð­in.

  Nálg­ast má glærukynn­ing­ar fyr­ir­les­ara hér að neð­an.
  Glærukynn­ing­Har­ald­ar
  Glærukynn­ing Sæv­ars
  Glærukynn­ing Sig­ríð­ar Dagg­ar
  Glærukynn­ing Jóns

  Netspjall

  Opið virka daga
  mán., þri., fim. 8:00-16:00
  mið. 8:00-18:00
  fös. 8:00-14:00

  Þjónustuver 525-6700

  Opið virka daga
  mán., þri., fim. 8:00-16:00
  mið. 8:00-18:00
  fös. 8:00-14:00