Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
30. mars 2010

    Á stjórn­ar­fundi SORPU í gær var ákveð­ið að fresta áður ákveð­inni gjald­töku á garða­úr­gangi. Einn­ig var ákveð­ið að leita leiða til lækk­un­ar kostn­að­ar við rekst­ur end­ur­vinnslu­stöðv­anna og að íbú­um höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins kynnt­ar að­ferð­ir til að draga úr um­fangi garða­úr­gangs.

    Á stjórn­ar­fundi SORPU í gær var ákveð­ið að fresta áður ákveð­inni gjald­töku á garða­úr­gangi. Einn­ig var ákveð­ið að leita leiða til lækk­un­ar kostn­að­ar við rekst­ur end­ur­vinnslu­stöðv­anna og að íbú­um höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins verði kynnt­ar að­ferð­ir til að draga úr um­fangi garða­úr­gangs. Þá seg­ir að SORPU sé annt um að veita íbú­um höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins sem besta þjón­ustu og því verð­ur leitað ann­arra leiða til að lækka kostn­að við rekst­ur end­ur­vinnslu­stöðv­anna, en áætl­að­ar tekj­ur þeirra vegna mót­töku garða­úr­gangs var áætluð um 28 millj­ón­ir króna fyr­ir árið 2010.
    Í til­kynn­ing­unni kem­ur líka fram að SORPA bið­ur garða­eig­end­ur um að­stoð við að draga sem mest úr um­fangi garða­úr­gangs en það má gera með ýms­um leið­um, s.s. rúm­málsminnka grein­ar með því að búnta þær sam­an eða kurla, koma sér upp heimajarð­gerð og fram­leiða á þann hátt sína eig­in moltu. Á þenn­an hátt geta íbú­ar og stjórn SORPU sam­ein­ast um að draga úr rekstr­ar­kostn­aði stöðv­anna.
    Sjá nán­ar á: www.sorpa.is

    End­ur­vinnslu­stöðv­ar SORPU taka við garða­úr­gangi frá ein­stak­ling­um höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins þeim að kostn­að­ar­lausu, há­marks stærð farms 2m3. Stærri förm­um er beint í mót­töku­stöð­ina í Gufu­nesi þar sem greitt er sam­kvæmt gjaldskrá.  

     

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00