Á stjórnarfundi SORPU í gær var ákveðið að fresta áður ákveðinni gjaldtöku á garðaúrgangi. Einnig var ákveðið að leita leiða til lækkunar kostnaðar við rekstur endurvinnslustöðvanna og að íbúum höfuðborgarsvæðisins kynntar aðferðir til að draga úr umfangi garðaúrgangs.
Á stjórnarfundi SORPU í gær var ákveðið að fresta áður ákveðinni gjaldtöku á garðaúrgangi. Einnig var ákveðið að leita leiða til lækkunar kostnaðar við rekstur endurvinnslustöðvanna og að íbúum höfuðborgarsvæðisins verði kynntar aðferðir til að draga úr umfangi garðaúrgangs. Þá segir að SORPU sé annt um að veita íbúum höfuðborgarsvæðisins sem besta þjónustu og því verður leitað annarra leiða til að lækka kostnað við rekstur endurvinnslustöðvanna, en áætlaðar tekjur þeirra vegna móttöku garðaúrgangs var áætluð um 28 milljónir króna fyrir árið 2010.
Í tilkynningunni kemur líka fram að SORPA biður garðaeigendur um aðstoð við að draga sem mest úr umfangi garðaúrgangs en það má gera með ýmsum leiðum, s.s. rúmmálsminnka greinar með því að búnta þær saman eða kurla, koma sér upp heimajarðgerð og framleiða á þann hátt sína eigin moltu. Á þennan hátt geta íbúar og stjórn SORPU sameinast um að draga úr rekstrarkostnaði stöðvanna.
Sjá nánar á: www.sorpa.is
Endurvinnslustöðvar SORPU taka við garðaúrgangi frá einstaklingum höfuðborgarsvæðisins þeim að kostnaðarlausu, hámarks stærð farms 2m3. Stærri förmum er beint í móttökustöðina í Gufunesi þar sem greitt er samkvæmt gjaldskrá.