Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
18. mars 2010

Íþrótta- og tóm­stunda­nefnd aug­lýs­ir eft­ir um­sókn­um vegna út­hlut­un­ar styrkja til efni­legra ung­menna sem leggja stund á íþrótt­ir, tóm­stund­ir eða list­ir.

Öll ung­menni á aldr­in­um 14 til 20 ára, með lög­heim­ili í Mos­fells­bæ, sem skara fram úr og hafa sýnt sér­staka hæfi­leika á sínu sviði geta sótt um styrk­inn.

Markmið Mos­fells­bæj­ar með styrkn­um er að koma til móts við þau ung­menni sem geta ekki með sama hætti og jafn­aldr­ar þeirra unn­ið sum­ar­vinnu hjá Mos­fells­bæ vegna mik­ils álags, skipu­lags eða ann­arra sann­ar­legra þátta sem teng­ist íþrótt þeirra, tóm­stund­um eða list­um. Þann­ig er það vilji bæj­ar­ins að þau geti sam­hliða not­ið sum­ar­launa líkt og jafn­aldr­ar þeirra.

Styrkn­um er ekki ætlað að mæta út­gjöld­um né er um að ræða verð­launafé fyr­ir unn­in eða óunn­in af­rek. Styrk­hafa er heim­ilt að vera í laun­aðri vinnu nefnd­an tíma, en þá skerð­ist styrk­ur­inn í hlut­falli við starfs­hlut­fall.

Íþrótta- og tóm­stunda­nefnd hef­ur eft­ir­far­andi við­mið þeg­ar styrkj­um er út­hlutað:

  • Með­mæli þjálf­ara, kenn­ara eða ann­ars leið­bein­anda um­sækj­anda sem fylgja skulu með um­sókn­inni. Þar skulu koma fram upp­lýs­ing­ar um ástund­un, hæfi­leika, virkni og fram­komu um­sækj­and­ans.
  • Fram skulu koma upp­lýs­ing­ar frá um­sækj­anda hygg­ist hann þiggja laun­aða vinnu á styrktím­an­um. Sé um slíkt að ræða þarf að til­greina  starfs­hlut­fall og hvort óskað er hlutastarfs hjá vinnu­skóla bæj­ar­ins og eða Mos­fells­bæ.
  • Gæta skal  jafn­ræð­is við val á styrk­þeg­um bæði hvað varð­ar kyn­ferði sem og milli list­greina og íþrótta- og tóm­stunda­greina. Þessa jafn­ræð­is skal gætt inn­byrð­is við hverja út­hlut­un sem og á milli ára.
  • Ár­lega veit­ir Íþrótta- og tóm­stunda­nefnd styrki til 3-5 ein­stak­linga, breyti­legt milli ára þar sem kostn­að­ur fer eft­ir aldri styrk­þega og hvort um hlut­falls­greiðsl­ur sé að ræða.

Styrk­ur­inn er greidd­ur sem laun frá Vinnu­skóla Mos­fells­bæj­ar. Fyr­ir ung­linga í þeim ár­göng­um sem starfa í Vinnu­skól­an­um er greitt í sam­ræmi við sam­þykkt­an taxta hverju sinni og í jafn lang­an tíma og sam­svar­ar aldri hvers og eins.  Ung­menni sem eldri eru fá greidd laun í sam­ræmi við gild­andi kjara­samn­inga, í jafn lang­an tíma og Mos­fells­bær veit­ir öðr­um ung­menn­um sum­ar­vinnu.

Styrk­þegi skal út­fylla sér­staka skilagrein og skila henni til Íþrótta- og tóm­stunda­nefnd­ar fyr­ir 20. ág­úst. Hann skal þar gera grein fyr­ir nýt­ingu tím­ans sem var­ið er í það verk­efni sem styrkt er.

Um­sókn­ar­frest­ur er til 12. apríl 2010. 

Nán­ari upp­lýs­ing­ar veit­ir Þjón­ust­ur­ver Mos­fells­bæj­ar í síma 525-6700 milli kl. 8:00 og 16:00.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00