Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
26. mars 2010

    Krikaskóli logoFyrsti skól­inn fyr­ir eins árs til níu ára börn – starf­ar all­an dag­inn allt árið um kring. Mos­fells­bær tek­ur í dag í notk­un nýj­an skóla, Krika­skóla, sem verð­ur skóli fyr­ir eins árs til níu ára börn.

    Krikaskóli logoFram­sækin nýj­ung í skólastarfi á Ís­landi
    Fyrsti skól­inn fyr­ir eins árs til níu ára börn – starf­ar all­an dag­inn allt árið um kring

    Mos­fells­bær tek­ur í dag í notk­un nýj­an skóla, Krika­skóla, sem verð­ur skóli fyr­ir eins árs til níu ára börn. Þetta er í fyrsta sinn sem slík­ur skóli starf­ar hér á landi. Í hon­um er sam­fella milli leik- og grunn­skóla og starf­ar hann frá 8-17 alla daga vik­unn­ar, allt árið um kring. Ekki er því um hefð­bund­in jóla-, páska- og sum­ar­frí líkt og tíðkast í grunn­skól­um, held­ur taka börn­in ein­ung­is 4-6 vikna sum­ar­frí á ári. Skól­inn er því snið­inn að þörf­um nú­tíma­fjöl­skyldna og til marks um ein­læg­an vilja bæj­ar­stjórn­ar Mos­fells­bæj­ar til að leita bestu leiða í þjón­ustu við börn og barna­fjöl­skyld­ur.

    Hús­ið er hann­að og smíð­að utan um börn­in og starfs­fólk­ið út frá þeirri skóla­stefnu sem Krika­skóli starf­ar eft­ir. Hið nýja hús ger­ir það til að mynda að verk­um að hægt er að stunda úti­kennslu í anda stefn­unn­ar all­an árs­ins hring í því óút­reikn­an­lega veð­ur­fari sem er óumflýj­an­legt hér á þessu landi.

    Þrúð­ur Hjelm skóla­stjóri Krika­skóla seg­ir: “Það er stór stund að geta tek­ið í notk­un hús­næði sem er hann­að í kring um þá skóla­stefnu sem unn­ið er eft­ir hér í Krika­skóla. Það er sér­snið­ið að þeim þörf­um sem skóla­stefn­an býr til og styð­ur við fag­lega starf­ið í skól­an­um. Það er al­veg ein­stakt að hafa feng­ið að taka þátt í hönn­un húss

    Sér­staða Krika­skóla felst í sam­þætt­ingu, úti­starf­inu, hinum heild­stæða skóla all­an árs­ins hring og að börn fái not­ið bernsku sinn­ar. Sam­þætt­ing­in er af tvenn­um toga, ann­ars veg­ar sam­þætt­ingu ár­ganga, en hins veg­ar leik­skóla og grunn­skóla. Hér verð­ur mik­il áhersla lögð á úti­starf enda erum við með sér­hann­að­ar úti­kennslu­stof­ur sem skýla munu börn­un­um fyr­ir veðri og vind­um vet­ur sem sum­ar. Krika­skóli legg­ir mikla áherslu á leik­inn í sínu starfi að börn fái not­ið bernsku sinn­ar og fái frelsi til þess að fá út­rás fyr­ir þann leik sem þeim er tam­ast.”

    Har­ald­ur Sverris­son bæj­ar­stjóri Mos­fells­bæj­ar seg­ir: “Í mín­um huga ein­kenn­ist þessi bygg­ing af um­hyggju fyr­ir börn­un­um sem í hon­um munu starfa, sem og fyr­ir starfs­fólk­inu. Við hönn­un og bygg­ingu skól­ans voru börn­in ávallt í for­grunni og reynt var að upp­fylla þarf­ir þeirra og ósk­ir um vinnustað þar sem þeim mun fyrst og fremst líða vel. Hér hef­ur svo sann­ar­lega tek­ist að búa til stað þar sem börn­in okk­ar munu vaxa og dafna og geta feng­ið út­rás fyr­ir sína óend­an­legu sköp­un­ar­gleði og for­vitni.”

    Hald­in var sam­keppni um þró­un skóla­stefnu Krika­skóla fyrr á ár­inu og vinn­ingstil­lag­an, sem unn­in var af hópi sem kall­ar sig Bræð­ing­ur, geng­ur út á grunn­hug­mynd skól­ans um lýð­ræð­is­leg vinnu­brögð, ein­stak­lings­mið­að nám og að efla reynslu og virkni barns­ins með því að bjóða því upp á raun­veru­leg verk­efni og við­fangs­efni. Í Bræð­ingi eru með­al ann­arra Andri Snær Magna­son rit­höf­und­ur, Helgi Gríms­son skóla­stjóri, auk arki­tekta, verk­fræð­inga, lands­lags­arki­tekts og fleiri.

    Í vinn­ingstil­lögu Bræð­ings­hóps­ins seg­ir: “Krika­skóli er frá­bært tæki­færi til ný­sköp­un­ar í ís­lensku skólastarfi. Í Krika­skóla er ekki að­eins tæki­færi til að tengja raf­magn­ið og gít­ar­inn sam­an held­ur hugs­an­lega að bæta fiðlu­bog­an­um við. Skóli sem er hann­að­ur frá grunni til að mæta þörf­um barna frá eins árs aldri til níu ára krefst nýrr­ar hugs­un­ar og skör­un­ar á mörg­um svið­um, allt frá hönn­un skóla­bygg­inga til skipu­lags og stjórn­un­ar í skólastarfi. Þarna mæt­ast tvær hefð­ir, grunn­skóla­hefð­in og leik­skóla­hefð­in í einu og sama rým­inu, Sér­þekk­ing á báð­um svið­um blandast þar í ein­um skóla und­ir einni stjórn, þekk­ing­in smit­ast eðli­lega á milli en ekki að­eins á form­leg­um fund­um eða heim­sókn­um. Þekk­ing­in og menn­ing úr báð­um heim­um mun renna sam­an í dag­leg­um leik og starfi og jafn­vel sam­fellu í námi. Við sem sækj­um um þetta verk­efni telj­um að í þessu ferli muni skap­ast marg­vís­leg­ar nýj­ung­ar, hug­mynd­ir munu kvikna og þekk­ing verða til sem mun gagn­ast öllu skólastarfi á Ís­landi. “

    Til­vitn­an­ir frá 5-8 ára nem­end­um í Krika­skóla þeg­ar þau litu nýja skóla sinn fyrst aug­um:
    “Hver fatt­aði upp á þessu???!!!”
    “Hver bað um þenn­an skóla?!!!”
    “Svona á skóli að vera!!!”

    Nán­ari upp­lýs­ing­ar veit­ir Sig­ríð­ur Dögg Auð­uns­dótt­ir, for­stöðu­mað­ur kynn­ing­ar­mála hjá Mos­fells­bæ s. 894 9050.
    Þrúð­ur Hjelm skóla­stjóri Krika­skóla er til við­tals í s. 694 1859
    Har­ald­ur Sverris­son bæj­ar­stjóri Mos­fells­bæj­ar er til við­tals í s. 862 0012

    Hvern­ig varð þessi skóli til?
    Þessi dag­ur á sér nokk­urn að­drag­anda sem hófst á byrj­un tí­unda ára­t­ug síð­ustu ald­ar hér í Mos­fells­bæ með um­ræðu um tengsl­um milli skóla­stiga. Verk­efn­ið “Brú­um bil­ið” hér í Mos­fells­bæ, sem þá fór af stað, sner­ist með­al ann­ars um að auka sam­vinnu milli tveggja fyrstu skóla­stig­anna, leik­skóla og grunn­skóla. Rætt var um að auð­velda þyrfti börn­um þau miklu um­skipti sem þá urðu í um­hverfi barn­anna þeg­ar þau fóru úr leik­skól­um í grunn­skóla.

    Í fram­haldi af þess­ari um­ræðu fór fræðslu­nefnd­in að skoða ýms­ar hug­mynd­ir um skólast­arf á mörk­um leik- og grunn­skóla. Í kjöl­far­ið ákváðu bæj­ar­yf­ir­völd í Mos­fells­bæ að bjóða upp á nám fyr­ir fimm ára börn við grunn­skól­ana. 

    Þess má geta að mik­il breyt­ing hafði orð­ið á skóla­göngu barna á leik­skóla­aldri á til­tölu­lega stutt­um tíma. Um miðj­an tí­unda ára­tug­inn var ein­göngu um helm­ing­ur barna í leik­skóla og ein­ung­is elstu börn­in í vist­un all­an dag­inn. Nú eru nánast öll börn í heils­dags­vist­un frá tveggja ára aldri. Þau eru því búin að ganga í skóla í fjög­ur ár þeg­ar þau koma upp í grunn­skóla. Því þótti ástæða til að skoða hvort ekki væri þörf á að bregð­ast við þess­um breyt­ing­um og búa svo um hnút­ana að meira sam­hengi yrði milli tveggja fyrstu skóla­stig­anna.

    Árið 2002 hófst und­ir­bún­ing­ur að því að bjóða upp á fimm ára deild­ir við grunn­skóla Mos­fells­bæj­ar með þetta fyr­ir aug­um.  Fyrsta leik­skóla­deild­in tók starfa í Varmár­skóla 2004 og tveim­ur árum síð­ar við Lága­fells­skóla.

    Þetta olli breyt­ingu á þess­um skil­um en í fram­hald­inu spannst um­ræða um að ver­ið væri að taka æsk­una burt frá grunn­skóla­börn­um og setja þau of snemma í grunn­skóla. Kom þá upp hug­mynd að setja upp leik­skóla með grunn­skóla­deild­um. Fyrst var um­ræða um að sam­þætta fyrstu tvo bekk­ina í grunn­skóla við leik­skóla en eft­ir nán­ari um­ræð­ur og skoð­un var nið­ur­stað­an að fyrstu fjór­ir bekk­ir grunn­skól­ans ættu vel heima með leik­skóla.

    Ástæð­an fyr­ir því er tví­þætt, ann­ars veg­ar sú að yngsta stig grunn­skól­ans er skil­greint sér­stak­lega sem fjór­ir bekk­ir sem lýk­ur til að mynda með sam­ræmd­um próf sem skól­inn geti því notað sem einn af mæli­kvörð­un sín­um um ár­ang­ur. Hins veg­ar þótti henta að bjóða upp á nám fyrstu fjóra bekki grunn­skól­ans því börn á þeim aldri þurfa heils­dags­um­mönn­un og sækja frí­stunda­sel sem teng­ist hug­mynd­um um heils­dags­skóla sem Mos­fells­bær starf­ar eft­ir. Einn­ig þótti það henta vel því sam­fé­lagi sem við höf­um skap­að, að bjóða upp á nám all­an árs­ins hring fyr­ir börn á þess­um aldri.

    Það má segja að þetta fyr­ir­komulag sé í raun við­brögð við breyttu sam­fé­lagi og aukin þjón­usta við börn og for­eldra í Mos­fells­bæ.

    Það er því með miklu stolti sem við tök­um í notk­un þenn­an fram­sækna og fal­lega skóla hér í dag. Hann er vitn­is­burð­ur um þá miklu áherslu sem bæj­ar­yf­ir­völd í Mos­fells­bæ setja á skóla­mál og þá miklu gerj­un sem á sér stað á því sviði hér í bæ. Ég óska okk­ur öll­um til ham­ingju með hinn nýja Krika­skóla.

    Um gjöf bæj­ar­stjórn­ar Mos­fells­bæj­ar til nem­enda Krika­skóla í til­efni vígslunn­ar:
    Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar fær­ir nem­end­um Krika­skóla hér tákn­ræna en jafn­framt hag­nýta gjöf í anda þess starfs sem hér verð­ur unn­ið.

    Við fær­um ykk­ur hér með níu trjá­teg­und­ir, eina teg­und fyr­ir hvern ár­g­ang sem verð­ur í skól­an­um. Börn­un­um er fal­ið að planta trján­um og hugsa um þau. Hver ár­gang­ur fær í sína um­sjón eitt tré.

    Trénu fylg­ir bók með upp­lýs­ing­um um hina til­teknu trjá­teg­und og ósk­ar bæj­ar­stjórn eft­ir því að í bók­ina verði skráð saga trés­ins í ár­anna rás. Lagt er til að vöxt­ur trés­ins verði mæld­ur ár­lega og tekn­ar af því ljós­mynd­ir við hver árs­tíða­skipti. Þar má líka skrá hvað­eina það sem börn­un­um þyk­ir áhuga­vert varð­andi tréð.

    Hugs­un­in er sú að hver ár­gang­ur í senn eigi ákveðna trjá­teg­und. Eins árs börn eigi birki, tveggja ára, lerki, þriggja ára, furu og þar fram eft­ir göt­un­um. Þann­ig muni nem­andi í Krika­skóla kynn­ast náið og fylgjast með níu trjá­teg­und­um á skóla­göngu sinni og gera at­hug­an­ir á þeim.

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán., þri., fim. 8:00-16:00
    mið. 8:00-18:00
    fös. 8:00-14:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán., þri., fim. 8:00-16:00
    mið. 8:00-18:00
    fös. 8:00-14:00