Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
9. mars 2010

Strætó bs. hagn­að­ist á síð­asta ári um 296 millj­ón­ir króna eft­ir fjár­magnsliði en hagn­að­ur af reglu­legri starf­semi nam rúm­um 400 millj­ón­um.

Veru­leg­ur við­snún­ing­ur hef­ur orð­ið á nei­kvæðri stöðu eig­in fjár og  er eig­ið fé nei­kvætt í árslok um 150 millj­ón­ir króna, en var nei­kvætt um 638 millj­ón­ir í lok árs 2008. Þetta kom fram á síð­asta stjórn­ar­fundi en þá var árs­reikn­ing­ur byggða­sam­lags­ins fyr­ir árið 2009 tek­inn fyr­ir og sam­þykkt­ur.

Reyn­ir Jóns­son, fram­kvæmda­stjóri Strætó bs., seg­ir að al­gjör við­snún­ing­ur hafi orð­ið í rekstri og eig­in­fjár­stöðu byggða­sam­lags­ins á liðnu ári. „Nú er mik­il­vægt að sveit­ar­fé­lög­in standi vörð um þá já­kvæðu þró­un sem orð­ið hef­ur í rekstri sam­lags­ins að und­an­förnu og að stefnt verði að því að staða eig­in fjár verði orð­in við­un­andi á allra næstu miss­er­um,“ seg­ir Reyn­ir.

Hann seg­ir að þessi góða af­koma síð­asta árs geri að verk­um að hægt sé að halda uppi óbreyttu þjón­ustu­stigi þrátt fyr­ir kostn­að­ar­verðs­hækk­arn­ir sem m.a. skýrast af áfram­hald­andi mik­illi verð­bólgu, veiku gengi krón­unn­ar og erfiðri fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­lag­anna sem munu ekki þurfa að auka fram­lög sín til byggða­sam­lags­ins. „Áætlan­ir árs­ins 2010 eru byggð­ar upp með þetta í huga – og þann­ig má segja að góð af­koma árs­ins 2009 fjár­magni að hluta rekst­ur árs­ins 2010. Þeg­ar áföllin verða höf­um við ör­lít­ið svigrúm til að bregð­ast við,“ seg­ir Reyn­ir.

Það sem hins veg­ar ógn­ar rekstr­in­um á þessu ári eru ný­af­staðn­ar skatt­kerf­is­breyt­ing­ar, sem voru ekki fyr­ir­séð­ar þeg­ar fjár­hags­áætlun fyr­ir árið 2010 var sam­þykkt – en áætlað er að áhrif breyt­ing­anna nemi um 50 millj­ón­um króna á ár­inu. Þar veg­ur þyngst hækk­un trygg­inga­gjalds og upp­taka kol­efn­is­gjalds – og þar á eft­ir hækk­un virð­is­auka­skatts, ol­íu­gjalds og bif­reiða­gjalda. Aukin verð­bólga og hækk­un gasolíu­verðs á heims­mark­aði set­ur einn­ig stórt strik í reikn­ing­inn. Verð­bólgu­hraði og vaxt­ast­ig eru sömu­leið­is áhyggju­efni, að ógleymdri fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­lags­ins Álfta­ness. Fram­an­greind­ar breyt­ing­ar leiða til ákveð­inn­ar óvissu í fjár­hags­áætlun Strætó bs. fyr­ir árið 2010 og er gert ráð fyr­ir að heild­aráhrif þeirra nemi ekki minna en 75 – 80 millj­ón­um króna á ár­inu. Því er ljóst að rekst­ur fé­lags­ins verð­ur áfram nokk­uð þung­ur.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00