Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
11. mars 2010

70 ára af­mæl­is- og vor­tón­leik­ar Karla­kórs­ins Stefn­is standa yfir þrjá daga í röð og voru fyrstu tón­leik­arn­ir haldn­ir í Guðríð­ar­kirkju í Grafar­holti í gær­kvöldi.

Efn­is­skrá tón­leik­anna rek­ur sögu kórs­ins og voru flutt lög sem Stefn­ir hef­ur haft á söngskrá sinni í gegn­um tíð­ina.

Krist­inn Sig­munds­son óperu­söngv­ari var ein­söngv­ari með kórn­um og hreif með sér gesti kvölds­ins, flutti m.a. ann­ars Old man ri­ver með því­lík­um glæsi­brag að seint gleym­ist, ekki síst fyr­ir frá­bær­an bakstuðn­ing kórs­ins.

Und­ir styrkri stjórn Gunn­ars Ben og við flott­an und­ir­leik Judith Þor­bergs­son sýndi kór­inn mik­il til­þrif, sveifl­að­ist í gegn­um dag­skrána frá þétt­um hefð­bundn­um karla­kórs­lög­um eins og Brenn­ið þið vit­ar yfir í mild­an flutn­ing á rökk­ur- og kvöld­ljóð­um. Stefn­ir hef­ur sjald­an sýnt á sér flott­ari hlið­ar.

Þór­unn Lár­us­dótt­ir kom einn­ig við sögu, dótt­ir Lárus­ar heit­ins Sveins­son­ar, sem var stjórn­andi Stefn­is í fjölda ára. Hún söng ljúf­lega og brá fyr­ir sig trom­pet­inu sínu af mik­illi snilld. Kór­inn end­aði á að frum­flytja tvö verk eft­ir Hildigunni Rún­ars­dótt­ur sem samin voru sér­stak­lega fyr­ir Stefni í til­efni þess­ara tíma­móta.

Tón­leik­arn­ir í heild sinni voru sér­stak­lega ánægju­leg­ir og í allt voru flutt 4 auka­lög. Mos­fells­bær get­ur ver­ið stolt­ur af því að Karla­kór­inn Stefn­ir skuli eiga sögu og vera hluti af menn­ingu bæj­ar­fé­lags­ins og óhætt að hvetja bæj­ar­búa til að mæta í kvöld og á morg­un kl. 20:00. Miða er hægt að kaupa við inn­gang­inn.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00