Auðveldara að segja „fjall“ en að klífa það. Miðvikudaginn 24. mars verður opið hús hjá Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar og að þessu sinni verður fjallað um unglinga í námsvanda, hvernig sá vandi birtist og hvernig nemandinn getur unnið á honum.
Auðveldara að segja „fjall“ en að klífa það.
Miðvikudaginn 24. mars verður opið hús hjá Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar og að þessu sinni verður fjallað um unglinga í námsvanda, hvernig sá vandi birtist og hvernig nemandinn getur unnið á honum.
Opna húsið verður í umsjón kennara námsvers eldri deildar Varmárskóla; Hönnu Bjartmars, Sigríðar Hafstað og Þórunnar Svavarsdóttur.
Opið hús verður haldið í Listasal Mosfellsbæjar kl 20.00 (gengið inn austan megin).
Aðgangur ókeypis og allir velkomnir. Heitt á könnunni.
Sjá auglýsingu…
Skólaskrifstofa Mosfellsbæjar