Verkefnislýsing: Aðalskipulagsbreyting á Langahrygg.
Kynnt er Verkefnislýsing vegna fyrirhugaðrar breytingar á aðalskipulagi fyrir reit skammt austan Leirtjarnar. Breytingin er vegna áforma um uppbyggingu víkingaþorps.
Tillögur að breytingum á deiliskipulagi: 2. áfangi Helgafellshverfis og frístundabyggð Hamrabrekkum
Tillaga um breytingar á húsgerðum við Ástu-Sólliljugötu og Bergrúnargötu, og tillaga að breyttum skilmálum fyrir frístundahús í Hamrabrekkum. Athugasemdafrestur er til 24. maí 2016.
Deiliskipulagstillögur: Alifuglabú að Suður-Reykjum og endurvinnslustöð Sorpu við Skólabraut
Mosfellsbær auglýsir hér með skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eftirtaldar tvær tillögur að deiliskipulagi.
Tillögur að breytingum á deiliskipulagi: Uglugata 9-13 og Laxatunga 126-134
Mosfellsbær auglýsir hér með skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eftirtaldar tvær tillögur að breytingum á deiliskipulagi.
Tvær deiliskipulagsbreytingar: Desjamýri 5 og Gerplustræti 31-37
Breytingar á skilmálum og byggingarreit í Desjarmýri 5, fjölgun íbúða o.fl. á lóðinni Gerplustræti 31-37. Athugasemdafrestur til 4. apríl 2016.
Kynningarfundur: Deiliskipulag alifuglabús að Suður-Reykjum
Kynningarfundur um skipulagstillögu verður haldinn í Listasal Bókasafns Mosfellsbæjar í Kjarna, Þverholti 2, þriðjudaginn 2. febrúar n.k. og hefst hann kl. 17:00. Kynnt verður tillaga að deiliskipulagi á landi Reykjabúsins ehf. sem afmarkast af Reykjavegi, Bjargsvegi og Varmá. Tillagan felur m.a. í sér auknar byggingar til að bæta aðstöðu búsins, nýja aðkomu frá Reykjavegi og færslu Varmár á kafla vegna stofnlagnar fráveitu.
Verkefnislýsing, aðalskipulagsbreyting og deiliskipulag vegna orlofshúsa
Lögð er fram til kynningar verkefnislýsing skv. 30. og 40. gr. skipulagslaga fyrir fyrirhugaða skipulagsvinnu vegna orlofshúsa sunnan Hafravatns til þjónustu fyrir ferðamenn.
Hesthúsa- og hestaíþróttasvæði á Varmárbökkum
Vakin er athygli á því að frestur til að gera athugasemdir við tillögu að endurskoðuðu deiliskipulagi hesthúsa- og hestaíþróttasvæðis á Varmárbökkum rennur út þriðjudaginn 24. nóvember n.k.
Stækkun Leirvogstungu, framlengdur frestur
Frestur til að gera athugasemdir við tillögu að breytingu á deiliskipulagi Leirvogstungu, stækkun hverfisins til austurs, hefur verið framlengdur til 20. nóvember.
Kynning á skipulagstillögum 26. október kl. 17:00 - 18:00
Opið hús, kynning á skipulagstillögum verður í fundarsalnum Helgafelli á 2. hæð í Kjarna, Þverholti 2, mánudaginn 26. október kl. 17:00 – 18:00.
Leirvogstunga - Kynningarfundur um tillögu að breytingum á deiliskipulagi
Þrjár skipulagstillögur: Hestaíþróttasvæði, Reykjavegur 62 og Gerplustræti 7-11
Mosfellsbær auglýsir hér með skv. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eftirtaldar tvær tillögur að breytingum/endurskoðun á deiliskipulagi.
2 breytingartillögur: Golfvöllur, aðkoma og golfskáli og ný gata í Leirvogstunguhverfi
Á golfvelli er fyrirhugaður golfskáli færður vestar og bílastæði skilgreind. Fyrir Leirvogstunguhverfi er lagt til að ný gata komi austan Kvíslartungu og hverfið með því stækkað til austurs. Athugasemdafrestur er til 30. október.
Helgafellshverfi, 2 breytingartillögur, Uglugata og Ástu-Sólliljugata
Mosfellsbær auglýsir hér með skv. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaganr. 123/2010 eftirtaldar tillögur að breytingum á deiliskipulagi í 2. og 3. áfanga Helgafellshverfis.
Miðhverfi Helgafellshverfis, 3 breytingartillögur
Breytingar varða lóðirnar nr. 1-5 og 2-4 við Gerplustræti, og nr. 8-14 og 16-22 við Vefarastræti. Í öllum tilvikum er um að ræða fjölgun íbúða og tilslökun á bílastæðakröfum auk annarra smærri breytinga. Athugasemdafrestur er til og með 17. ágúst.
Verkefnislýsing: Deiliskipulag við Æðarhöfða
Markmið deiliskipulagsins er annars vegar að skilgreina lóð fyrir nýjan skóla fyrir elstu árganga leikskólastigs og yngstuárganga grunnskóla, og hinsvegar að festa í skipulagi aðkomu og bílastæði fyrir golfvöllinn Hlíðarvöll.
Miðhverfi Helgafellshverfis, 2 tillögur að breytingum á deiliskipulagi
Tillögurnar varða lóðirnar Vefarastræti 1-5, 32-38 og 40-46, og felast aðallega í breytingum á ákvæðum um bílastæði. Athugasemdafrestur er t.o.m. 11. maí.
Tillögur að breytingum á deiliskipulagi Miðbæjar og við Æðarhöfða
Stækkun byggingarreits og hækkun nýtingarhlutfalls á lóð fyrir færanlegar kennslustofur við Æðarhöfða, og breytingar á fjölbýlislóðum við Þverholt, m.a. vegna leiguíbúða. Athugasemdafrestur til 24. apríl 2015.
Tvær verkefnislýsingar: Deiliskipulag Þingvallavegar og aðalskipulagsbreyting Selholti v. víkingabæjar
Auglýstar eru til kynningar verkefnislýsingar skv. 30. og 40. gr. skipulagslaga fyrir ofangreind verkefni. Ábendingar eða athugasemdir berist þjónustuveri eða skipulagsfulltrúa fyrir lok janúar.
Laugabakki Mosfellsdal, tillaga að breytingu á deiliskipulagi
Breytingar skv. tillögunni felast í því að landi Laugabakka, sem nú er óskipt, er skipt upp í þrjá hluta með nokkuð öðrum hætti en gildandi skipulag gerir ráð fyrir. Athugasemdafrestur er til 3. febrúar 2015.