Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
22. desember 2014

Breyt­ing­ar skv. til­lög­unni felast í því að landi Lauga­bakka, sem nú er óskipt, er skipt upp í þrjá hluta með nokk­uð öðr­um hætti en gild­andi skipu­lag ger­ir ráð fyr­ir. At­huga­semda­frest­ur er til 3. fe­brú­ar 2015.

Mos­fells­bær aug­lýs­ir hér með sam­kvæmt 1. mgr. 43.gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010 til­lögu að breyt­ing­um á deili­skipu­lagi Lauga­bólslands, upp­haf­lega sam­þykktu 18.8.1999 og síð­ast breyttu 23.10.2013. Breyt­ing­arn­ar felast í því að landi Lauga­bakka, sem nú er óskipt, er skipt upp í þrjá hluta með nokk­uð öðr­um hætti en gild­andi skipu­lag ger­ir ráð fyr­ir, þann­ig að lóð­in Lauga­bakki 2 minnk­ar en Lauga­bakki 3 stækk­ar að sama skapi.

Til­lag­an verð­ur til sýn­is í þjón­ustu­veri Mos­fells­bæj­ar Þver­holti 2, frá 23. des­em­ber 2014 til og með 3. fe­brú­ar 2015, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér hana og gert við hana at­huga­semd­ir.

At­huga­semd­ir skulu vera skrif­leg­ar og skal senda þær til skipu­lags­nefnd­ar Mos­fells­bæj­ar, Þver­holti 2, 270 Mos­fells­bæ, eigi síð­ar en 3. fe­brú­ar 2015.

19. des­em­ber 2014,
Skipu­lags­full­trúi Mos­fells­bæj­ar

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00