Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
18. september 2015

Á golf­velli er fyr­ir­hug­að­ur golf­skáli færð­ur vest­ar og bíla­stæði skil­greind. Fyr­ir Leir­vogstungu­hverfi er lagt til að ný gata komi aust­an Kvísl­artungu og hverf­ið með því stækkað til aust­urs. At­huga­semda­frest­ur er til 30. októ­ber.

Mos­fells­bær aug­lýs­ir hér með skv. 1. mgr. 43.gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010 eft­ir­tald­ar tvær til­lög­ur að breyt­ing­um á deili­skipu­lagi:

Leir­vogstunga, stækk­un til aust­urs
Til­lag­an er um nýja götu aust­an við Kvísl­artungu þar sem verði 2-ja hæða fjór­býl­is- og par­hús og tvö einn­ar hæð­ar ein­býl­is­hús aust­an göt­unn­ar, en einn­ar hæð­ar rað- og par­hús vest­an henn­ar, næst lóð­um við Kvísl­artungu. Alls 38 íbúð­ir.

Golf­völl­ur Blikastaðanesi, færsla golf­skála, bíla­stæði og bráða­birgða­að­koma
Lagt er til að lóð og bygg­ing­ar­reit­ur golf­skála færist til vest­urs mið­að við gild­andi skipu­lag. Þá er skipu­lags­svæð­ið stækkað til suð­urs vest­an lóða við Þrast­ar­höfða og þar sýnd um 130 bíla­stæði fyr­ir golf­völl­inn og bráða­birgða­að­koma að þeim um land, sem er fram­tíð­ar íbúð­ar­svæði.

Of­an­greind­ar til­lög­ur verða til sýn­is í þjón­ustu­veri Mos­fells­bæj­ar Þver­holti 2, frá 18. sept­em­ber 2015 til og með 30. októ­ber 2015, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér þær og gert við þær at­huga­semd­ir.

At­huga­semd­ir skulu vera skrif­leg­ar og skal senda þær til skipu­lags­nefnd­ar Mos­fells­bæj­ar, Þver­holti 2, 270 Mos­fells­bæ, eigi síð­ar en 30. októ­ber 2015.

15. sept­em­ber 2015,
Skipu­lags­full­trúi Mos­fells­bæj­ar

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00