Mosfellsbær auglýsir hér með skv. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaganr. 123/2010 eftirtaldar tillögur að breytingum á deiliskipulagi í 2. og 3. áfanga Helgafellshverfis.
Ástu-Sólliljugata 30-32, í 2. áfanga
Tillagan er um að breyta lóðinni úr parhúsalóð íþrjár raðhúsalóðir, með þremur íbúðum. Byggingarreitur stækki um 1 m tilvesturs. Önnur ákvæði um form hússins verði óbreytt.
Uglugata 2-22, í 3. áfanga
Tillagan er um að í stað „klasa“ með 11 íbúðumkomi samstæða með 8 tveggja hæða raðhúsum og einu tveggja hæða fjölbýlishúsimeð 6-7 íbúðum. Íbúðum fjölgar þannig um allt að 4. Aðkomuleið innansamstæðunnar og leik- og útivistarsvæði verði á sameiginlegri lóð í sameignallra, en fjölbýlishúsið og einstök raðhús verði á sérlóðum.
Ofangreindar tillögur verða til sýnis í þjónustuveriMosfellsbæjar Þverholti 2, frá 22. júlí 2015 til og með 2. september 2015, svoað þeir sem þess óska geti kynnt sér þær og gert við þær athugasemdir.
Athugasemdir skulu vera skriflegar og skalsenda þær til skipulagsnefndar Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ,eigi síðar en 2. september 2015.
16. júlí 2015
Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar
Tengt efni
Breyting á deiliskipulagi Helgafellshverfis: Ný grenndarstöð við Vefarastræti
Grenndarkynning á umsókn um byggingaleyfi – Hjarðarland 1
Á afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa Mosfellsbæjar þann 28. júlí sl. var samþykkt að grenndarkynna í samræmi við 1. og 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, umsókn eigenda Hjarðarlands 1, Mosfellsbæ.
Grenndarkynning vegna tillögu að breytingu á deiliskipulagi Leirvogstungu – Laxatunga 43
Á fundi Skipulagsnefndar Mosfellsbæjar þann 11. maí sl. var samþykkt að grenndarkynna í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Laxatungu 43.