Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
16. júlí 2015

Mos­fells­bær aug­lýs­ir hér með skv. 1. mgr. 43.gr. skipu­lagslag­anr. 123/2010 eftir­taldar til­lög­ur að breyt­ing­um á deili­skipulagi í 2. og 3. áfanga Helgafells­hverfis.

Ástu-Sóllilju­gata 30-32, í 2. áfanga

Til­lag­an er um að breyta lóð­inni úr par­húsa­lóð íþrjár rað­húsa­lóð­ir, með þrem­ur íbúð­um. Bygg­ing­ar­reit­ur stækki um 1 m til­vest­urs. Önn­ur ákvæði um form húss­ins verði óbreytt.

Uglu­gata 2-22, í 3. áfanga

Til­lag­an er um að í stað „klasa“ með 11 íbúð­um­komi sam­stæða með 8 tveggja hæða rað­hús­um og einu tveggja hæða fjöl­býl­is­húsi­með 6-7 íbúð­um. Íbúð­um fjölg­ar þannig um allt að 4. Að­komu­leið inn­an­sam­stæð­unn­ar og leik- og úti­vist­ar­svæði verði á sam­eig­in­legri lóð í sam­eignallra, en fjöl­býl­is­hús­ið og ein­stök rað­hús verði á sér­lóð­um.

Of­an­greind­ar til­lög­ur verða til sýn­is í þjón­ustu­veriMos­fells­bæj­ar Þver­holti 2, frá 22. júlí 2015 til og með 2. sept­em­ber 2015, svo­að þeir sem þess óska geti kynnt sér þær og gert við þær at­huga­semd­ir.

At­huga­semd­ir skulu vera skrif­leg­ar og skalsenda þær til skipu­lags­nefnd­ar Mos­fells­bæjar, Þver­holti 2, 270 Mos­fells­bæ,eigi síð­ar en 2. sept­em­ber 2015.

16. júlí 2015
Skipu­lags­full­trúi Mos­fells­bæj­ar

Tengt efni