Kynningarfundur um skipulagstillögu verður haldinn í Listasal Bókasafns Mosfellsbæjar í Kjarna, Þverholti 2, þriðjudaginn 2. febrúar n.k. og hefst hann kl. 17:00. Kynnt verður tillaga að deiliskipulagi á landi Reykjabúsins ehf. sem afmarkast af Reykjavegi, Bjargsvegi og Varmá. Tillagan felur m.a. í sér auknar byggingar til að bæta aðstöðu búsins, nýja aðkomu frá Reykjavegi og færslu Varmár á kafla vegna stofnlagnar fráveitu.
Kynningarfundur um skipulagstillögu verður haldinn í Listasal Bókasafns Mosfellsbæjar í Kjarna, Þverholti 2, þriðjudaginn 2. febrúar n.k. og hefst hann kl. 17:00. Kynnt verður tillaga að deiliskipulagi á landi Reykjabúsins ehf. sem afmarkast af Reykjavegi, Bjargsvegi og Varmá. Tillagan felur m.a. í sér auknar byggingar til að bæta aðstöðu búsins, nýja aðkomu frá Reykjavegi og færslu Varmár á kafla vegna stofnlagnar fráveitu.
Um er að ræða kynningu skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga þarsem segir m.a.: „Áður en tillaga að deiliskipulagi er tekin til afgreiðslu ísveitarstjórn, skal tillagan … kynnt íbúum sveitarfélagsins og öðrumhagsmunaaðilum á almennum fundi …“
Íbúar og aðrir hagsmunaaðilar eru hvattir til að mæta á fundinn og kynna sér tillöguna.
Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar