Mosfellsbær auglýsir hér með skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eftirtaldar tvær tillögur að breytingum á deiliskipulagi.
3. áfangi Helgafellshverfis, Uglugata 9-13
Um er að ræða þrjár lóðir fyrir tveggja hæða einbýlishús skv. gildandi skipulagi, og gerir tillagan ráð fyrir að þær breytist í parhúsalóðir. Byggingarreitir og ákvæði um húshæðir breytast ekki og nýtingarhlutfall verði óbreytt (0,45).
Í Leirvogstungu, Laxatunga 126-134
Tillagan er um að í stað tveggja hæða raðhúss með 5 íbúðum komi einnar hæðar raðhús með 5 íbúðum og innbyggðum bílskúrum. Meginbyggingarreitur stækki en byggingarreitir fyrir útbyggingar falli út. Húsgerð verði R-IH (ný) í stað R-IID og hámarksnýtingarhlutfall samstæðunnar 0,37.
Ofangreindar tillögur verða til sýnis í þjónustuveri Mosfellsbæjar Þverholti 2, frá 15. mars 2016 til og með 26. apríl 2016, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér þær og gert við þær athugasemdir.
Athugasemdir skulu vera skriflegar og skal senda þær til skipulagsnefndar Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ, eigi síðar en 26. apríl 2016.
Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar
Tengt efni
Grenndarkynning – Leirutangi 13A
Á fundi skipulagsnefndar Mosfellsbæjar þann 10. júní sl. var samþykkt að grenndarkynna byggingaráform í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, fyrir viðbyggingu sólskála að Leirutanga 13A.
Grenndarkynning á þegar byggðum viðbyggingum við Arnartanga 44
Tillaga að deiliskipulagi – Frístundabyggð í Miðdalslandi, Mosfellsbæ
Mosfellsbær auglýsir hér með tillögu að nýju deiliskipulagi skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr 123/2010: