Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
1. júlí 2015

Breyt­ing­ar varða lóð­irn­ar nr. 1-5 og 2-4 við Gerplustræti, og nr. 8-14 og 16-22 við Vefara­stræti. Í öll­um til­vik­um er um að ræða fjölg­un íbúða og til­slök­un á bíla­stæða­kröf­um auk ann­arra smærri breyt­inga. At­huga­semda­frest­ur er til og með 17. ág­úst.

Mos­fells­bær aug­lýs­ir hér með skv. 1. mgr. 43.gr. skipu­lagslag­anr. 123/2010 eftir­taldar þrjár tillögur að breytingum á deili­skipulagi 1.áfanga (miðhverfis) Helgafells­hverfis:

Vefarastræti 8-14 og 16-22

Tillagan er um fjölgun íbúða úr 32 í 39 á hvorrilóð eða um samtals 14 íbúðir,  tilslökuná kröfum um bílastæði þannig að fyrir hverja íbúð 70 m2 og minni(var 60 m2) skuli vera 1,5 stæði innan lóðar sem megi öll vera ofan­jarðar.Sýndir eru byggingarreitir fyrir bílakjallara og gerð grein fyrir fjölgunbílastæða ofanjarðar innan lóða.

Gerplustræti 2-4.

Tillagan er um fjölgun íbúða úr 26 í 31, fækkunstigahúsa í nyrðra húsi úr tveimur í eitt, tilslökun á kröfum um bílastæðiþannig að fyrir hverja íbúð 70 m2 og minni (var 60 m2)skuli vera 1,5 stæði innan lóðar sem megi öll vera ofan­jarðar. Sýndir eru byggingarreitirfyrir bílakjallara og lóðin stækk­uð um 47 m2 vegna þriggjaviðbótarbílastæða ofanjarðar á lóð.

Gerplustræti 1-5.

Tillagan er um fjölgun íbúða úr 26 í 31, fækkunstigahúsa í nyrðra húsi úr tveimur í eitt, sem megi ganga út fyrirbyggingarreit, tilslökun á kröfum um bílastæði þannig að fyrir hverja íbúð 70 m2og minni (var 60 m2) skuli vera 1,5 stæði innan lóðar sem megi öllvera ofan­jarðar. Sýndur er byggingarreitur fyrir bílakjallara og gerð greinfyrir fjölgun bílastæða ofanjarðar á lóð.

Ofangreindar tillögur verða til sýnis í þjónustuveriMosfellsbæjar Þver­holti 2, frá 6. júlí 2015 til og með 17. ágúst 2015, svo aðþeir sem þess óska geti kynnt sér þær og gert við þær athugasemdir.

Athugasemdir skulu vera skriflegar og skalsenda þær til skipulagsnefndar Mos­fells­bæjar, Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ,eigi síðar en 17. ágúst 2015.

30. júní 2015,
Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00