Kynnt er Verkefnislýsing vegna fyrirhugaðrar breytingar á aðalskipulagi fyrir reit skammt austan Leirtjarnar. Breytingin er vegna áforma um uppbyggingu víkingaþorps.
Mosfellsbær auglýsir hér með til kynningar verkefnislýsingu skv. 30. gr. skipulagslaga fyrir breytingu á aðalskipulagi á Langahrygg austan Leirtjarnar í ofanverðum Mosfellsdal.
Breytingin felst í því að 10 ha reitur, sem nú er skilgreindur sem landbúnaðarsvæði, breytist í afþreyingar- og ferðamannasvæði. Fyrir liggur viljayfirlýsing Mosfellsbæjar og félagsins Stórsögu um leigu á landi í því skyni að byggður verði þar upp víkingabær með fornu lagi, sem veiti ferðamönnum innsýn í aðstæður og lifnaðarhætti landsmanna á þjóðveldisöld. Samhliða aðalskipulagsbreytingunni verður gerð tillaga að deiliskipulagi reitsins.
Í verkefnislýsingu kemur lögum samkvæmt fram hvaða áherslur sveitarstjórn hefur við skipulagsgerðina og upplýsingar um forsendur og fyrirliggjandi stefnu og fyrirhugað skipulagsferli, s.s. um kynningu og samráð gagnvart íbúum og öðrum hagsmunaaðilum.
Athugasemdum og ábendingum varðandi lýsinguna má skila til þjónustuversins eða undirritaðs og er æskilegt að þær berist fyrir 15. maí 2016.
2. maí 2016,
Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar
Tengt efni
Grenndarkynning á umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við atvinnuhúsnæði að Flugumýri 6
Á afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 3. maí 2023 sl. var samþykkt að grenndarkynna í samræmi við 1. og 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, byggingarleyfisumsókn eigenda atvinnuhúsnæðis að Flugumýri 6, 0104.
Nýjar deiliskipulagsáætlanir - Frístundalóðir milli Selvatns og Nesjavallavegar
Mosfellsbær auglýsir nú skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, eftirfarandi tillögur að deiliskipulagsáætlunum:
Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Mosfellsbæjar vegna aukinna byggingaheimilda í íbúðarbyggð 330-Íb, Háeyri
Skipulagsstofnun staðfesti 28. mars 2023 óverulega breytingu á Aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030, sem samþykkt var í bæjarstjórn Mosfellsbæjar þann 1. mars 2023.