Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Skipu­lagsaug­lýs­ing­ar

Mos­fells­bær kynn­ir og aug­lýs­ir skipu­lagstil­lög­ur, breyt­ing­ar og grennd­arkynn­ing­ar í sam­ræmi við skipu­lagslög nr. 123/2012. Til­lög­ur eru ým­ist kynnt­ar á vef, í Mos­fell­ingi, Lög­birt­inga­blaði eða með út­send­um bréf­um.

Gögn eru að­gengi­leg á vef sveit­ar­fé­lags­ins og í Skipu­lags­gátt. At­huga­semd­um og um­sögn­um skal skilað með ra­f­ræn­um hætti.


Svæð­is­skipu­lag höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins

Gild­andi svæð­is­skipu­lag höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins, Höf­uð­borg­ar­svæð­ið 2040, var sam­þykkt í júní 2015 og er sam­eig­in­leg stefna sveit­ar­fé­lag­anna Garða­bæj­ar, Hafn­ar­fjarð­ar­kaupstað­ar, Kjós­ar­hrepps, Kópa­vogs­bæj­ar, Mos­fells­bæj­ar, Reykja­vík­ur­borg­ar og Seltjarn­ar­nes­bæj­ar um náið sam­st­arf, skipu­lags­mál og hag­kvæm­an vöxt svæð­is­ins næstu 25 árin, enda er höf­uð­borg­ar­svæð­ið eitt bú­setu­svæði, einn at­vinnu- og hús­næð­is­mark­að­ur með sam­eig­in­leg grunn­kerfi, úti­vist­ar­svæði, auð­lind­ir og nátt­úru. Hryggj­ar­stykk­ið í stefn­unni er, nýtt há­gæða al­menn­ings­sam­göngu­kerfi sem teng­ir kjarna sveit­ar­fé­lag­anna og flyt­ur far­þega með skjót­um og ör­ugg­um hætti um höf­uð­borg­ar­svæð­ið.


Að­al­skipu­lag

Að­al­skipu­lag er skipu­lags­áætlun sem nær til alls lands sveit­ar­fé­lags. Í að­al­skipu­lagi er sett fram stefna og ákvarð­an­ir sveit­ar­stjórn­ar um fram­tíð­ar­notk­un lands og fyr­ir­komulag byggð­ar.


Deili­skipu­lag

Deili­skipu­lag tek­ur til heilla hverfa, hverf­is­hluta eða ein­stakra reita og er nán­ari út­færsla á að­al­skipu­lagi. Þar eru sett nán­ari ákvæði um notk­un og nýt­ingu svæða og ein­stakra lóða, gerð og út­lit byggð­ar og um­hverf­is, áfanga­skipt­ingu, vernd­un o.fl.


Skipu­lags­nefnd

Skipu­lags­nefnd fer með mála­flokk­inn. Er­indi til nefnd­ar­inn­ar skal senda í gegn­um Mín­ar síð­ur Mos­fells­bæj­ar.

Skipu­lags­nefnd fund­ar á föstu­dags­morgn­um, að jafn­aði á tveggja vikna fresti. Skipu­lags­full­trúi og formað­ur skipu­lags­nefnd­ar ákveða fund­ar­dags­skrá og yf­ir­fara er­indi og fyr­ir­spurn­ir. Lagt er upp með að til­bú­in mál séu tekin fyr­ir á næsta fasta fundi nefnd­ar­inn­ar. Er­indi og öll gögn þurfa að hafa borist viku fyr­ir næsta boð­aða fund.

nóvember - 2024

Tegund funda
SunMánÞriMiðFimFösLau
Sunnudagur, 27. október
27
Mánudagur, 28. október
28
Þriðjudagur, 29. október
29
Miðvikudagur, 30. október
30
Fræðslunefnd
Fimmtudagur, 31. október
31
Íþrótta- og tómstundanefndBæjarráð
Föstudagur, 1. nóvember
1
Skipulagsnefnd
Laugardagur, 2. nóvember
2
Sunnudagur, 3. nóvember
3
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd
Mánudagur, 4. nóvember
4
Þriðjudagur, 5. nóvember
5
Menningar- og lýðræðisnefnd
Miðvikudagur, 6. nóvember
6
Bæjarstjórn
Fimmtudagur, 7. nóvember
7
Bæjarráð
Föstudagur, 8. nóvember
8
Laugardagur, 9. nóvember
9
Sunnudagur, 10. nóvember
10
Mánudagur, 11. nóvember
11
Þriðjudagur, 12. nóvember
12
Umhverfisnefnd
Miðvikudagur, 13. nóvember
13
Fimmtudagur, 14. nóvember
14
Bæjarráð
Föstudagur, 15. nóvember
15
Skipulagsnefnd
Laugardagur, 16. nóvember
16
Sunnudagur, 17. nóvember
17
Mánudagur, 18. nóvember
18
Þriðjudagur, 19. nóvember
19
Velferðarnefnd
Miðvikudagur, 20. nóvember
20
Bæjarstjórn
Fimmtudagur, 21. nóvember
21
Bæjarráð
Föstudagur, 22. nóvember
22
Laugardagur, 23. nóvember
23
Sunnudagur, 24. nóvember
24
Mánudagur, 25. nóvember
25
Þriðjudagur, 26. nóvember
26
Miðvikudagur, 27. nóvember
27
Fimmtudagur, 28. nóvember
28
Íþrótta- og tómstundanefndBæjarráð
Föstudagur, 29. nóvember
29
Skipulagsnefnd
Laugardagur, 30. nóvember
30

Skipu­lags­nefnd inn­heimt­ir af­greiðslu- og fyr­ir­spurn­ar­gjald, kr. 15.800 kr., vegna fyr­ir­töku nýrra mála og end­urupp­töku eldri mála.

Hvern­ig á að senda er­indi til skipu­lags­nefnd­ar?

  1. Skrá­ir þig inn á Mín­ar síð­ur með ra­f­ræn­um skil­ríkj­um
  2. Smell­ir á flokk­inn „Um­sókn­ir“
  3. Smell­ir á hlekk­inn „Fram­kvæmd og skipu­lag“
  4. Smell­ir á hlekk­inn „Er­indi til skipu­lags­nefnd­ar og skipu­lags­full­trúa“
  5. Fyll­ir út formið og smell­ir á „Senda um­sókn“

Fram­kvæmda­leyfi

Sam­kvæmt 13. gr. skipu­lagslaga skal afla fram­kvæmda­leyf­is vegna meiri hátt­ar fram­kvæmda sem hafa áhrif á um­hverf­ið og breyta ásýnd þess, svo sem breyt­ing­ar á lands­lagi með að­flutt­um jarð­vegi eða efnis­töku, sem og vegna ann­arra fram­kvæmda sem falla und­ir lög um mat á um­hverf­isáhrif­um. Þó þarf ekki að afla slíks leyf­is vegna fram­kvæmda sem háð­ar eru bygg­ing­ar­leyfi sam­kvæmt lög­um um mann­virki.

Um­sókn um fram­kvæmda­leyf­is­skylda fram­kvæmd skal vera í sam­ræmi við reglu­gerð um fram­kvæmda­leyfi nr. 772/2012.

Fram­kvæmda­leyfi er að­eins gef­ið út ef það er í sam­ræmi við skipu­lag. Unnt er að veita fram­kvæmda­leyfi á grund­velli að­al­skipu­lags án deili­skipu­lags­gerð­ar eða grennd­arkynn­ing­ar, ef gerð er grein fyr­ir fram­kvæmd­inni og fjallað ít­ar­lega um hana í að­al­skipu­lagi sveit­ar­fé­lags­ins. Að öðr­um kosti kall­ar veit­ing fram­kvæmda­leyf­is á að jafn­framt liggi fyr­ir deili­skipu­lag af við­kom­andi svæði. Í þeim til­vik­um sem veit­ing fram­kvæmda­leyf­is kall­ar á gerð deili­skipu­lags get­ur sveit­ar­stjórn þó veitt fram­kvæmda­leyfi án deili­skipu­lags­gerð­ar að und­an­geng­inni grennd­arkynn­ingu sé fram­kvæmd­in í sam­ræmi við að­al­skipu­lag hvað varð­ar land­notk­un, byggða­mynst­ur og þétt­leika byggð­ar.

Fram­kvæmda­að­ili eða um­sækj­andi greið­ir gjald fyr­ir fram­kvæmda­leyfi í sam­ræmi við sam­þykkta gjaldskrá sveit­ar­fé­lags­ins hverju sinni.

Með um­sókn skal fylgja lýs­ing á fram­kvæmd, gild­andi skipu­lags­áætlun og stað­hátt­um fram­kvæmd­ar auk til­grein­ing­ar á fram­kvæmda­tíma. Við­hengi og hönn­un­ar­gögn fram­kvæmd­ar í sam­ræmi við 7. gr. reglu­gerð­ar um fram­kvæmda­leyfi.


Stofn­un lóða og skrán­ing­ar landa

Stofn­un lóða get­ur ver­ið flók­ið og tíma­frekt ferli. Máls­með­ferð er ólík eft­ir að­stæð­um og í hverju máli fyr­ir sig þar sem gæði gagna og fyr­ir­liggj­andi upp­lýs­ing­ar geta haft áhrif. Land­eig­andi sæk­ir um lóða­stofn­un hjá skipu­lags­full­trúa, sem trygg­ir rétta máls­með­ferð í gegn­um stjórn­sýsl­una.

Stað­fest hef­ur ver­ið reglu­gerð um merki fast­eigna sem sett er á grund­velli laga nr. 74/2022 um breyt­ingu á lög­um um skrán­ingu, merki og mat fast­eigna nr. 6/2001. Skyld­ar hún eig­enda fast­eigna til þess að láta gera merki um fast­eign­ir sín­ar. Í því felst að liggi ekki fyr­ir þing­lýst og glögg merki eða skýr af­mörk­un í sam­ræmi við gild­andi lög er af­mörk­un fór fram þá beri eig­end­um að gera merkjalýs­ingu um fast­eign­ir sín­ar.

Lóða­stofn­un er alltaf sjálf­stætt ferli – og oft­ast fram­kvæmt í kjöl­far deili­skipu­lags. Lönd­um og lóð­um er að­eins skipt upp í sam­ræmi við sam­þykkt­ar skipu­lags­áætlan­ir í sam­ræmi við 48. gr. skipu­lagslaga nr. 132/2012.


End­ur­nýj­un lóða­leigu­samn­inga

Eig­end­ur fast­eigna og hand­haf­ar leigu­lóða í Mos­fells­bæ geta sótt um end­ur­nýj­un lóða­leigu­samn­inga á þeim svæð­um þar sem samn­ing­ar eru út­runn­ir.


Af­notareit­ir í Leir­vogstungu­hverfi

Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar stað­festi skipu­lags­breyt­ingu Leir­vogstungu­hverf­is þann 29. apríl 2022 þar sem sam­þykkt­ar voru heim­ild­ir flestra lóð­ar­hafa til af­nota aðliggj­andi bæj­ar­lands í sam­ræmi við upp­drætti og ákvæði af­nota­svæða.


Um­ferð­ar­mál

Í um­ferðarör­ygg­is­áætl­un­um er mörk­uð stefna sveit­ar­fé­lags­ins til næstu ára. Með stefnu og mark­mið­um verð­ur vinn­an við um­ferðarör­yggi mark­viss­ari, að­stoða við ákvörð­un­ar­töku og for­gangs­röðun.

Markmið um­ferðarör­ygg­is­áætl­un­ar­inn­ar er að:

  • Greina stöðu um­ferðarör­ygg­is og hvaða vanda­mál bær­inn stend­ur frammi fyr­ir
  • Skoða or­sak­ir og um­fang slysa og skapa grunn að að­gerða­áætlun
  • Setja fram að­gerða­áætlun sem er lið­ur í því að fækka slys­um og auka lífs­gæði bæj­ar­búa sem og ann­arra sem ferð­ast um bæ­inn
  • Móta heild­ar­sýn fyr­ir Mos­fells­bæ varð­andi um­ferðarör­ygg­is­mál

Gjald­skrár


Fyr­ir­spurn til skipu­lag­steym­is

Fyr­ir al­menn­ar fyr­ir­spurn­ir og/eða upp­lýs­ing­ar um mál í vinnslu.

Skipu­lags­full­trúi Mos­fells­bæj­ar er Krist­inn Páls­son.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00