Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Und­ir skipu­lags­mál falla all­ar breyt­ing­ar og þró­un í skipu­lags­mál­um. Þar er stefn­an mót­uð um land­notk­un til fram­tíð­ar. Hluti af skipu­lags­mál­um eru svæð­is­skipu­lag, að­al­skipu­lag og deili­skipu­lag.

Panta sím­tal eða við­tal hjá skipu­lags­full­trúa

Fyr­ir al­menn­ar fyr­ir­spurn­ir og/eða upp­lýs­ing­ar um mál í vinnslu.

Skipu­lags­full­trúi Mos­fells­bæj­ar er Krist­inn Páls­son.


Skipu­lags­nefnd

Skipu­lags­nefnd fer með mála­flokk­inn. Er­indi til nefnd­ar­inn­ar skal senda í gegn­um þjón­ustugátt Mos­fells­bæj­ar.

Skipu­lags­nefnd inn­heimt­ir af­greiðslu- og fyr­ir­spurn­ar­gjald, kr. 14.500 kr., vegna fyr­ir­töku nýrra mála og end­urupp­töku eldri mála.

Hvernig á að senda er­indi til skipu­lags­nefnd­ar?

  1. Skrá­ir þig inn á þjón­ustugátt­ina með ra­f­ræn­um skil­ríkj­um
  2. Smell­ir á flokk­inn „Um­sókn­ir“
  3. Smell­ir á hlekk­inn „08 Fram­kvæmd og skipu­lag“
  4. Smell­ir á hlekk­inn „Er­indi til skipu­lags­nefnd­ar og skipu­lags­full­trúa“
  5. Fyll­ir út formið og smell­ir á „Senda um­sókn“

Skipu­lagsaug­lýs­ing­ar


Skipu­lags­áætlan­ir

Sveit­ar­fé­lag­ið ann­ast gerð skipu­lags­áætl­ana og sinn­ir skipu­lags­full­trúi þeim verk­efn­um. Bæj­ar­stjórn fer með ákvörð­un­ar­töku og sam­þykkt­ir skipu­lags á öllu landi inn­an marka Mos­fells­bæj­ar. Heim­ilt að fela öðr­um þeim sem upp­fylla sömu hæfis­skil­yrði og skipu­lags­full­trúi gerð skipu­lags­áætl­ana séu þeir á lista Skipu­lags­stofn­un­ar, sbr. 9. mgr. 45. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010. Mos­fells­bær legg­ur áherslu á að áætlan­ir séu vand­að­ar og að þær séu unn­ar af fag­fólki.


Að­al­skipu­lag

Að­al­skipu­lag Mos­fells­bæj­ar 2011-2030 var stað­fest af Skipu­lags­stofn­un þann 19. sept­em­ber 2013 og tók gildi með birt­ingu aug­lýs­ing­ar í Stjórn­ar­tíð­ind­um 3. októ­ber sama ár. Lauk þar með end­ur­skoð­un að­al­skipu­lags­ins sem unn­ið hafði ver­ið að allt frá ár­inu 2008.

Sam­kvæmt grunn­spá skipu­lags­ins munu íbú­ar bæj­ar­ins, sem voru tæp 9.000 í lok árs 2012, verða tæp 14.000 árið 2024 og tæp 17.000 árið 2030.

Stað­fest skipu­lags­gögn að­al­skipu­lags Mos­fells­bæj­ar 2011-2030 eru ann­ar­s­veg­ar tveir upp­drætt­ir; þétt­býl­is­upp­drátt­ur og sveit­ar­fé­lags­upp­drátt­ur; og hins­veg­ar grein­ar­gerð sem inni­held­ur stefnu og skipu­lags­ákvæði að­al­skipu­lags­ins og um­hverf­is­skýrslu.


End­ur­skoð­un að­al­skipu­lags Mos­fells­bæj­ar

Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar sam­þykkti á fundi sín­um þann 3. októ­ber 2018 að end­ur­skoða gild­andi að­al­skipu­lag Mos­fells­bæj­ar 2011-2030. Til­lag­an var upp­haf­lega af­greidd af skipu­lags­nefnd Mos­fells­bæj­ar þann 21. sept­em­ber 2018. Ákvörð­un um end­ur­skoð­un er í sam­ræmi við 35. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010 og ákvæði 4.8.1. gr. skipu­lags­reglu­gerð­ar nr. 90/2013.

End­ur­skoð­un að­al­skipu­lags Mos­fells­bæj­ar verð­ur unn­ið skv. skipu­lagslög­um nr. 123/2010. Þar er að­al­skipu­lag skil­greint þannig: „Skipu­lags­áætl­un fyr­ir til­tek­ið sveit­ar­fé­lag þar sem fram kem­ur stefna sveit­ar­stjórn­ar um land­notk­un, byggða­þró­un, byggða­mynst­ur, sam­göngu- og þjón­ustu­kerfi og um­hverf­is­mál í sveit­ar­fé­lag­inu.“

Mos­fells­bær hef­ur sam­ið við ARKÍS arki­tekta um skipu­lags­ráð­gjöf við end­ur­skoð­un að­al­skipu­lags­ins. ARKÍS arki­tekt­ar munu vinna end­ur­skoð­un­ina í sam­vinnu við skipu­lags­full­trúa, starfs­fólk um­hverf­is­sviðs og Skipu­lags­nefnd Mos­fells­bæj­ar. Gert er ráð fyr­ir að nýtt skipu­lag verði sam­þykkt vor­ið 2022.

Ábend­ing­ar og er­indi skulu ber­ast á skipu­lag[hja]mos.is eða skrif­lega á bæj­ar­skrif­stof­ur Mos­fells­bæj­ar, Þver­holt 2, 270 Mos­fells­bær.


Deili­skipu­lag

Deili­skipu­lag tek­ur til heilla hverfa, hverf­is­hluta eða ein­stakra reita og er nán­ari út­færsla á að­al­skipu­lagi. Þar eru sett nán­ari ákvæði um notk­un og nýt­ingu svæða og ein­stakra lóða, gerð og út­lit byggð­ar og um­hverf­is, áfanga­skipt­ingu, vernd­un o.fl. Deili­skipu­lag er laga­leg­ur grund­völl­ur fyr­ir út­gáfu bygg­inga- og fram­kvæmda­leyfa og er ætl­að að tryggja réttarör­yggi og gæði mann­gerðs um­hverf­is í þétt­býli og dreif­býli.

Ákvarð­an­ir í deili­skipu­lagi skulu tekn­ar með lýð­ræð­is­leg­um hætti í sam­ráði við al­menn­ing og aðra hags­muna­að­ila. Sveit­ar­stjórn ber ábyrgð á og ann­ast gerð deili­skipu­lags. Í Skipu­lagslög­um er mælt fyr­ir um kynn­ingu og sam­ráð við al­menn­ing og hags­muna­að­ila við gerð deili­skipu­lagstil­lagna.


Svæð­is­skipu­lag höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins

Svæð­is­skipu­lag höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins nefn­ist Höf­uð­borg­ar­svæð­ið 2040 og er sam­eig­in­leg stefna sveit­ar­fé­lag­anna Garða­bæj­ar, Hafn­ar­fjarð­ar­kaupstað­ar, Kjós­ar­hrepps, Kópa­vogs­bæj­ar, Mos­fells­bæj­ar, Reykja­vík­ur­borg­ar og Seltjarn­ar­nes­bæj­ar um náið sam­starf, skipu­lags­mál og hag­kvæm­an vöxt svæð­is­ins næstu 25 árin, enda er höf­uð­borg­ar­svæð­ið eitt bú­setu­svæði, einn at­vinnu- og hús­næð­is­mark­að­ur með sam­eig­in­leg grunn­kerfi, úti­vist­ar­svæði, auð­lind­ir og nátt­úru


Um­ferð­ar­mál