Undir skipulagsmál falla allar breytingar og þróun í skipulagsmálum. Þar er stefnan mótuð um landnotkun til framtíðar. Hluti af skipulagsmálum eru svæðisskipulag, aðalskipulag og deiliskipulag.
Panta símtal eða viðtal hjá skipulagsfulltrúa
Fyrir almennar fyrirspurnir og/eða upplýsingar um mál í vinnslu.
Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar er Kristinn Pálsson.
Skipulagsnefnd
Skipulagsnefnd fer með málaflokkinn. Erindi til nefndarinnar skal senda í gegnum þjónustugátt Mosfellsbæjar.
Skipulagsnefnd innheimtir afgreiðslu- og fyrirspurnargjald, kr. 14.500 kr., vegna fyrirtöku nýrra mála og endurupptöku eldri mála.
Hvernig á að senda erindi til skipulagsnefndar?
- Skráir þig inn á þjónustugáttina með rafrænum skilríkjum
- Smellir á flokkinn „Umsóknir“
- Smellir á hlekkinn „08 Framkvæmd og skipulag“
- Smellir á hlekkinn „Erindi til skipulagsnefndar og skipulagsfulltrúa“
- Fyllir út formið og smellir á „Senda umsókn“
Skipulagsauglýsingar
Skipulagsáætlanir
Sveitarfélagið annast gerð skipulagsáætlana og sinnir skipulagsfulltrúi þeim verkefnum. Bæjarstjórn fer með ákvörðunartöku og samþykktir skipulags á öllu landi innan marka Mosfellsbæjar. Heimilt að fela öðrum þeim sem uppfylla sömu hæfisskilyrði og skipulagsfulltrúi gerð skipulagsáætlana séu þeir á lista Skipulagsstofnunar, sbr. 9. mgr. 45. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Mosfellsbær leggur áherslu á að áætlanir séu vandaðar og að þær séu unnar af fagfólki.
Aðalskipulag
Aðalskipulag Mosfellsbæjar 2011-2030 var staðfest af Skipulagsstofnun þann 19. september 2013 og tók gildi með birtingu auglýsingar í Stjórnartíðindum 3. október sama ár. Lauk þar með endurskoðun aðalskipulagsins sem unnið hafði verið að allt frá árinu 2008.
Samkvæmt grunnspá skipulagsins munu íbúar bæjarins, sem voru tæp 9.000 í lok árs 2012, verða tæp 14.000 árið 2024 og tæp 17.000 árið 2030.
Staðfest skipulagsgögn aðalskipulags Mosfellsbæjar 2011-2030 eru annarsvegar tveir uppdrættir; þéttbýlisuppdráttur og sveitarfélagsuppdráttur; og hinsvegar greinargerð sem inniheldur stefnu og skipulagsákvæði aðalskipulagsins og umhverfisskýrslu.
Staðfest skipulagsgögn
Endurskoðun aðalskipulags Mosfellsbæjar
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar samþykkti á fundi sínum þann 3. október 2018 að endurskoða gildandi aðalskipulag Mosfellsbæjar 2011-2030. Tillagan var upphaflega afgreidd af skipulagsnefnd Mosfellsbæjar þann 21. september 2018. Ákvörðun um endurskoðun er í samræmi við 35. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og ákvæði 4.8.1. gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013.
Endurskoðun aðalskipulags Mosfellsbæjar verður unnið skv. skipulagslögum nr. 123/2010. Þar er aðalskipulag skilgreint þannig: „Skipulagsáætlun fyrir tiltekið sveitarfélag þar sem fram kemur stefna sveitarstjórnar um landnotkun, byggðaþróun, byggðamynstur, samgöngu- og þjónustukerfi og umhverfismál í sveitarfélaginu.“
Mosfellsbær hefur samið við ARKÍS arkitekta um skipulagsráðgjöf við endurskoðun aðalskipulagsins. ARKÍS arkitektar munu vinna endurskoðunina í samvinnu við skipulagsfulltrúa, starfsfólk umhverfissviðs og Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar. Gert er ráð fyrir að nýtt skipulag verði samþykkt vorið 2022.
Ábendingar og erindi skulu berast á skipulag[hja]mos.is eða skriflega á bæjarskrifstofur Mosfellsbæjar, Þverholt 2, 270 Mosfellsbær.
Fréttir
Deiliskipulag
Deiliskipulag tekur til heilla hverfa, hverfishluta eða einstakra reita og er nánari útfærsla á aðalskipulagi. Þar eru sett nánari ákvæði um notkun og nýtingu svæða og einstakra lóða, gerð og útlit byggðar og umhverfis, áfangaskiptingu, verndun o.fl. Deiliskipulag er lagalegur grundvöllur fyrir útgáfu bygginga- og framkvæmdaleyfa og er ætlað að tryggja réttaröryggi og gæði manngerðs umhverfis í þéttbýli og dreifbýli.
Ákvarðanir í deiliskipulagi skulu teknar með lýðræðislegum hætti í samráði við almenning og aðra hagsmunaaðila. Sveitarstjórn ber ábyrgð á og annast gerð deiliskipulags. Í Skipulagslögum er mælt fyrir um kynningu og samráð við almenning og hagsmunaaðila við gerð deiliskipulagstillagna.
Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins
Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins nefnist Höfuðborgarsvæðið 2040 og er sameiginleg stefna sveitarfélaganna Garðabæjar, Hafnarfjarðarkaupstaðar, Kjósarhrepps, Kópavogsbæjar, Mosfellsbæjar, Reykjavíkurborgar og Seltjarnarnesbæjar um náið samstarf, skipulagsmál og hagkvæman vöxt svæðisins næstu 25 árin, enda er höfuðborgarsvæðið eitt búsetusvæði, einn atvinnu- og húsnæðismarkaður með sameiginleg grunnkerfi, útivistarsvæði, auðlindir og náttúru