Opið hús, kynning á skipulagstillögum verður í fundarsalnum Helgafelli á 2. hæð í Kjarna, Þverholti 2, mánudaginn 26. október kl. 17:00 – 18:00.
Opið hús, kynning á skipulagstillögum verður í fundarsalnum Helgafelli á 2. hæð í Kjarna, Þverholti 2, mánudaginn 26. október kl. 17:00 – 18:00. Kynntar verða tillögur að breytingu á aðalskipulagi, og deiliskipulagi víkingaveraldar við Leirtjörn, ásamt umhverfisskýrslu, þar sem m.a. er fjallað um skilgreiningu vatnsverndar á svæðinu.
Um er að ræða forkynningu skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga, þar sem segir m.a. að „áður en tillaga að (breytingu á) aðalskipulagi er tekin til afgreiðslu í sveitarstjórn, skal tillagan kynnt íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum á almennum fundi eða á annan fullnægjandi hátt.“
Íbúar og aðrir hagsmunaaðilar eru hvattir til að koma á opið hús og kynna sér tillögurnar.
Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar