Mosfellsbær auglýsir hér með skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eftirtaldar tvær tillögur að deiliskipulagi.
Alifuglabú að Suður-Reykjum
Deiliskipulag reits 320-L á aðalskipulagi, sem afmarkast af Reykjavegi og Bjargsvegi og nær rétt austur fyrir Varmá, samtals um 2 ha. Reiturinn er ætlaður fyrir„landbúnaðarstarfsemi, alifuglarækt“ og er nú rekið þar stofnræktarbú með um 9 þús. fuglum. Syðst á reitnum er lóð íbúðarhúss. Tillaga að deiliskipulagi skilgreinir byggingarreiti fyrir frekari byggingar búsins og nýja aðkomu frá Reykjavegi. Í greinargerð er fjallað um umhverfisáhrif af starfseminni og kemur þar fram að markmiðið sé að bæta aðstöðu og aðbúnað en fjölgun fugla verði óveruleg.
Endurvinnslustöð Sorpu við Skólabraut (verður: Harðarbraut)
Tillaga að deiliskipulagi reits 108-I á aðalskipulagi þar sem þegar er rekin móttökustöð fyrir endurvinnslu með aðkomu frá Skólabraut. Markmið tillögunnar er að bæta svigrúm og aðstöðu til móttöku og flokkunar. Samkvæmt tillögunni stækkar lóð móttökustöðvarinnar til austurs og norðurs þannig að núverandi útakstursleið verður innan lóðar en austast verður aukið rými til móttöku garðaúrgangs.
Ofangreindar tillögur verða til sýnis í þjónustuveri Mosfellsbæjar Þverholti 2, frá 23. mars 2016 til og með 4. maí 2016, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér þær og gert við þær athugasemdir.
Athugasemdir skulu vera skriflegar og skal senda þær til skipulagsnefndar Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ, eigi síðar en 4. maí 2016.
21. mars 2016,
Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar