Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
13. október 2015

Mos­fells­bær aug­lýs­ir hér með skv. 1. mgr. 43.gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010 eft­ir­tald­ar tvær til­lög­ur að breyt­ing­um/end­ur­skoð­un á deili­skipulagi.

Hestaí­þrótta­svæð­iá Varmár­bökk­um

Um er að ræða til­lögu að end­ur­skoðun­deili­skipu­lags á svæð­inu, sem er frá ýms­um tím­um á ára­bil­inu 1981-2000.Deili­skipu­lag­ið er sett fram sem ein heild en með nokkr­um við­bót­um, upp­færslu­mog breyt­ing­um á skil­mál­um, s.s. varð­andi við­bygg­ing­ar við hest­hús,stækk­un­ar­mögu­leika reið­hall­ar og fé­lags­heim­il­is, nýj­ar reið­leið­ir aust­an og­vest­an hest­húsa og stækk­un bíla­stæða og kerru­stæð­is sunn­an reið­hall­ar. Ekki erum að ræða fjölg­un hest­húsa.

Gerplustræti 7-11, mið­hverfi Helga­fells­hverf­is

Til­lag­an er um fjölg­un íbúða úr 22 í 25, og til­slök­uná kröf­um um bíla­stæði þann­ig að fyr­ir hverja íbúð 70 m2 og minni(var 60 m2) skuli vera 1,5 stæði inn­an lóð­ar sem megi öll vera ofan­jarðar.Sýndir eru byggingarreitir fyrir bílakjallara og gerð grein fyrir fjölgun bílastæðaofanjarðar innan lóðar.

Einnig er auglýst skv. 40. gr. skipulagslaga tillaga að nýju deiliskipulagi:

Lóð við Reykjaveg fyrir raðhús

Tillaga um að óbyggður skiki með landnúmeri 123781 úr landi Sólvalla vestan/sunnan Reykjavegar verði að þrískiptri lóð fyrir þriggja íbúða, einnar hæðar raðhús sem verði nr. 62A-C við Reykjaveg. Gerður er byggingarreitur 10 m frá lóðarmörkum að götu, hámarksstærð íbúða sett 170 m2 og hámarks mænishæð sett 5,5 m.

Ofangreindar tillögur verða til sýnis í þjónustuveri Mosfellsbæjar Þverholti 2, frá 13. október 2015 til og með 24. nóvember 2015, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér þær og gert við þær athugasemdir.

Athugasemdir skulu vera skriflegar og skal sendaþær til skipulagsnefndar Mosfells­bæjar, Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ, eigi síðar en 24. nóvember 2015.

8. október 2015
Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00