Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
22. febrúar 2016

Breyt­ing­ar á skil­mál­um og bygg­ing­ar­reit í Desjarmýri 5, fjölg­un íbúða o.fl. á lóð­inni Gerplustræti 31-37. At­huga­semda­frest­ur til 4. apríl 2016.

Mos­fells­bær aug­lýs­ir hér með skv. 1. mgr. 43.gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010 eft­ir­tald­ar tvær til­lög­ur að breyt­ing­um á deili­skipu­lagi:

Gerplustræti 31-37, mið­hverfi Helga­fells­hverf­is
Helstu breyt­ing­ar sam­kvæmt til­lög­unni eru fjölg­un íbúða úr 32 í 40, fækk­un stiga­húsa úr fjór­um í tvö, til­slök­un á kröf­um um bíla­stæði og að vest­asti hluti húss megi vera fjór­ar íbúð­ar­hæð­ir Sýnd­ur eru bygg­ing­ar­reit­ur fyr­ir bíla­kjall­ara og gerð grein fyr­ir fjölg­un bíla­stæða of­anjarð­ar inn­an lóð­ar.

At­hafna­svæði Desja­mýri
Breyt­ing­arn­ar varða lóð­ina Desja­mýri 5 og eru til þess gerð­ar að nýta megi lóð­ina al­far­ið und­ir geymslu­hús­næði á einni hæð í litl­um ein­ing­um. Um er að ræða fram­hald upp­bygg­ing­ar sem stend­ur yfir á lóð nr. 7. Í til­lög­unni er bygg­ing­ar­reit og skipu­lags­skil­mál­um fyr­ir lóð­ina breytt í þessu skyni og leyfi­legt bygg­ing­armagn auk­ið lít­il­lega, þ.e. að há­marks­nýt­ing­ar­hlut­fall verði 0,42.

Of­an­greind­ar til­lög­ur verða til sýn­is í þjón­ustu­veri Mos­fells­bæj­ar Þver­holti 2, frá 22. fe­brú­ar 2016 til og með 4. apríl 2016, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér þær og gert við þær at­huga­semd­ir.

At­huga­semd­ir skulu vera skrif­leg­ar og skal senda þær til skipu­lags­nefnd­ar Mos­fells-bæj­ar, Þver­holti 2, 270 Mos­fells­bæ, eigi síð­ar en 4. apríl 2016.

17. fe­brú­ar 2016,
Skipu­lags­full­trúi Mos­fells­bæj­ar

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00