Frestur til að gera athugasemdir við tillögu að breytingu á deiliskipulagi Leirvogstungu, stækkun hverfisins til austurs, hefur verið framlengdur til 20. nóvember.
Mosfellsbærauglýsir hér með framlengdan athugasemdafrest til 20. nóvember 2015 vegna tillöguað breytingum á deiliskipulagi, sem auglýst var 18. september meðathugasemdafresti til 30. október.
Tillagan erum stækkun Leirvogstunguhverfis til austurs, með nýrri götu austan viðKvíslartungu þar sem verði 2-ja hæða fjórbýlis- og parhús og tvö einnar hæðareinbýlishús austan götunnar, en einnar hæðar rað- og parhús vestan hennar, næstlóðum við Kvíslartungu. Alls 38 íbúðir við nýju götuna.
Tillagan verðurtil sýnis í þjónustuveri Mosfellsbæjar Þverholti 2, fram til 20. nóvember 2015,svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér hana og gert við hana athugasemdir.
Athugasemdirskulu vera skriflegar og skal senda þær til skipulagsnefndar Mosfellsbæjar,Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ, eigi síðar en 20. nóvember 2015.
2. nóvember 2015,
Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar