Mál númer 202306162
- 11. september 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #856
Staða verkefnisins lögð fyrir til kynningar og umræðu. Máli vísað frá velferðarnefnd.
Afgreiðsla 38. fundar öldungaráðs lögð fram til kynningar á 856. fundi bæjarstjórnar.
- 28. ágúst 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #855
Staða verkefnisins lögð fyrir til kynningar og umræðu.
Afgreiðsla 21. fundar velferðarnefndar samþykkt á 855. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 27. ágúst 2024
Öldungaráð Mosfellsbæjar #38
Staða verkefnisins lögð fyrir til kynningar og umræðu. Máli vísað frá velferðarnefnd.
Guðleif tengiráðgjafi kynnti stöðu verkefnisins. Öldungaráð þakkar henni fyrir góða kynningu og þau jákvæðu umskipti sem hafa orðið á dagdvöl Mosfellsbæjar á stuttum tíma.
- 20. ágúst 2024
Velferðarnefnd Mosfellsbæjar #21
Staða verkefnisins lögð fyrir til kynningar og umræðu.
Velferðarnefnd þakkar fyrir góða kynningu á verkefninu og lýsir ánægju með það góða starf sem þegar hefur verið unnið.
Velferðarnefnd vísar málinu til öldungaráðs til kynningar.
- 8. maí 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #850
Staða verkefnis Gott að eldast lögð fyrir öldungaráð til kynningar.
Afgreiðsla 37. fundar öldungaráðs lögð fram til kynningar á 850. fundi bæjarstjórnar.
- 30. apríl 2024
Öldungaráð Mosfellsbæjar #37
Staða verkefnis Gott að eldast lögð fyrir öldungaráð til kynningar.
Öldungaráð lýsir yfir ánægju með að fyrstu skref verkefnisins Gott að eldast hafi verið stigin og hefur miklar væntingar til þess að vinnan muni skila góðum árangri.
- 24. apríl 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #849
Staða tilraunaverkefnis Gott að eldast lögð fyrir til kynningar og umræðu.
Afgreiðsla 19. fundar velferðarnefndar samþykkt á 849. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 16. apríl 2024
Velferðarnefnd Mosfellsbæjar #19
Staða tilraunaverkefnis Gott að eldast lögð fyrir til kynningar og umræðu.
Velferðarnefnd fagnar þeirri vinnu sem farin er af stað við verkefnið Gott að eldast.
- 24. janúar 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #843
Staða verkefnisins kynnt og rædd ásamt núverandi stöðu á fyrirhugaðri stækkun dagdvalarinnar.
Afgreiðsla 16. fundar velferðarnefndar samþykkt á 843. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 10. janúar 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #842
Staða verkefnisins kynnt og rædd ásamt núverandi stöðu á fyrirhugaðri stækkun dagdvalarinnar.
Afgreiðsla 15. fundar velferðarnefndar samþykkt á 842. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 19. desember 2023
Velferðarnefnd Mosfellsbæjar #15
Bjarni Ingimarsson mætti á fund.Staða verkefnisins kynnt og rædd ásamt núverandi stöðu á fyrirhugaðri stækkun dagdvalarinnar.
Sviðsstjóri velferðarsviðs fór yfir stöðu verkefnisins þar sem kom m.a. fram að undirbúningur með hlutaðeigandi aðilum er í fullum gangi og gert ráð fyrir að það hefjist á fyrri hluta næsta árs. Einnig upplýsti hún um að verið sé að skoða fyrirhugaða stækkun dagdvalar í tengslum við mögulega breytingu á húsnæði fyrir félagsstarfið.
- 22. nóvember 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #839
Staða tilraunaverkefnisins Förum alla leið - samþætt þjónusta í heimahúsum rædd.
Afgreiðsla 35. fundar öldungaráðs lögð fram til kynningar á 839. fundi bæjarstjórnar.
- 16. nóvember 2023
Öldungaráð Mosfellsbæjar #35
Staða tilraunaverkefnisins Förum alla leið - samþætt þjónusta í heimahúsum rædd.
Öldungaráð fagnar þátttöku sveitarfélagsins í verkefninu Förum alla leið.
- 25. október 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #837
Svar við umsókn um þátttöku í tilraunaverkefninu Förum alla leið - samþætt þjónusta í heimahúsi - lagt fyrir til kynningar.
Afgreiðsla 1597. fundar bæjarráðs samþykkt á 837. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 12. október 2023
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1597
Svar við umsókn um þátttöku í tilraunaverkefninu Förum alla leið - samþætt þjónusta í heimahúsi - lagt fyrir til kynningar.
Lagt fram. Bæjarráð lýsir eindreginni ánægju með að Mosfellsbær hafi orðið fyrir valinu í verkefninu Gott að eldast sem vonir standi til að bæti gæði þjónustu við íbúa bæjarins.
- 11. október 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #836
Máli vísað til kynningar og umræðu frá velferðarnefnd.
Fundargerð 34. fundar öldungaráðs lögð fram til kynningar á 836. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.
- 4. október 2023
Öldungaráð Mosfellsbæjar #34
Máli vísað til kynningar og umræðu frá velferðarnefnd.
Öldungaráð fagnar því að sótt hafi verið um í verkefni um samþætta þjónustu í heimahúsum - Förum alla leið. Er það von ráðsins að Mosfellsbær fái þátttöku í tilraunaverkefnið. Ráðinu þykir mikilvægt að hugsa þó um aðrar leiðir að samþættingu í þjónustu fari svo að ekki fáist þátttaka í tilraunaverkefninu.
- 30. ágúst 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #833
Umsókn Mosfellsbæjar um tilraunaverkefnið Förum alla leið - samþætt þjónusta í heimahúsum lagt fyrir nefndina til kynningar.
Afgreiðsla 11. fundar velferðarnefndar samþykkt á 833. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 22. ágúst 2023
Velferðarnefnd Mosfellsbæjar #11
Umsókn Mosfellsbæjar um tilraunaverkefnið Förum alla leið - samþætt þjónusta í heimahúsum lagt fyrir nefndina til kynningar.
Lagt fram til kynningar og umræðu. Velferðanefnd stendur heilshugar á bak við umsókn um verkefnið. Jafnframt vísar nefndin málinu til kynningar og umræðu í Öldungaráði.
- 16. ágúst 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #832
Tillaga um þátttöku Mosfellsbæjar í tilraunaverkefninu - Förum alla leið - lögð fyrir til samþykktar.
Afgreiðsla 1587. fundar bæjarráðs lögð fram til kynningar á 832. fundi bæjarstjórnar.
- 20. júlí 2023
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1587
Tillaga um þátttöku Mosfellsbæjar í tilraunaverkefninu - Förum alla leið - lögð fyrir til samþykktar.
Bæjarráð samþykkir með 5 atkvæðum að heimila velferðarsviði þátttöku í tilraunaverkefninu Förum alla leið - samþætt þjónusta í heimahúsum.