Mál númer 202306162
- 22. nóvember 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #839
Staða tilraunaverkefnisins Förum alla leið - samþætt þjónusta í heimahúsum rædd.
Afgreiðsla 35. fundar öldungaráðs lögð fram til kynningar á 839. fundi bæjarstjórnar.
- 16. nóvember 2023
Öldungaráð Mosfellsbæjar #35
Staða tilraunaverkefnisins Förum alla leið - samþætt þjónusta í heimahúsum rædd.
Öldungaráð fagnar þátttöku sveitarfélagsins í verkefninu Förum alla leið.
- 25. október 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #837
Svar við umsókn um þátttöku í tilraunaverkefninu Förum alla leið - samþætt þjónusta í heimahúsi - lagt fyrir til kynningar.
Afgreiðsla 1597. fundar bæjarráðs samþykkt á 837. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 12. október 2023
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1597
Svar við umsókn um þátttöku í tilraunaverkefninu Förum alla leið - samþætt þjónusta í heimahúsi - lagt fyrir til kynningar.
Lagt fram. Bæjarráð lýsir eindreginni ánægju með að Mosfellsbær hafi orðið fyrir valinu í verkefninu Gott að eldast sem vonir standi til að bæti gæði þjónustu við íbúa bæjarins.
- 11. október 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #836
Máli vísað til kynningar og umræðu frá velferðarnefnd.
Fundargerð 34. fundar öldungaráðs lögð fram til kynningar á 836. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.
- 4. október 2023
Öldungaráð Mosfellsbæjar #34
Máli vísað til kynningar og umræðu frá velferðarnefnd.
Öldungaráð fagnar því að sótt hafi verið um í verkefni um samþætta þjónustu í heimahúsum - Förum alla leið. Er það von ráðsins að Mosfellsbær fái þátttöku í tilraunaverkefnið. Ráðinu þykir mikilvægt að hugsa þó um aðrar leiðir að samþættingu í þjónustu fari svo að ekki fáist þátttaka í tilraunaverkefninu.
- 30. ágúst 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #833
Umsókn Mosfellsbæjar um tilraunaverkefnið Förum alla leið - samþætt þjónusta í heimahúsum lagt fyrir nefndina til kynningar.
Afgreiðsla 11. fundar velferðarnefndar samþykkt á 833. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 22. ágúst 2023
Velferðarnefnd Mosfellsbæjar #11
Umsókn Mosfellsbæjar um tilraunaverkefnið Förum alla leið - samþætt þjónusta í heimahúsum lagt fyrir nefndina til kynningar.
Lagt fram til kynningar og umræðu. Velferðanefnd stendur heilshugar á bak við umsókn um verkefnið. Jafnframt vísar nefndin málinu til kynningar og umræðu í Öldungaráði.
- 16. ágúst 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #832
Tillaga um þátttöku Mosfellsbæjar í tilraunaverkefninu - Förum alla leið - lögð fyrir til samþykktar.
Afgreiðsla 1587. fundar bæjarráðs lögð fram til kynningar á 832. fundi bæjarstjórnar.
- 20. júlí 2023
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1587
Tillaga um þátttöku Mosfellsbæjar í tilraunaverkefninu - Förum alla leið - lögð fyrir til samþykktar.
Bæjarráð samþykkir með 5 atkvæðum að heimila velferðarsviði þátttöku í tilraunaverkefninu Förum alla leið - samþætt þjónusta í heimahúsum.