28. ágúst 2024 kl. 17:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Örvar Jóhannsson (ÖJ) forseti
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) 1. varaforseti
- Dagný Kristinsdóttir (DK) 2. varaforseti
- Valdimar Birgisson (VBi) 1. varabæjarfulltrúi
- Aldís Stefánsdóttir (ASt) aðalmaður
- Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) aðalmaður
- Hilmar Stefánsson (HS) 2. varabæjarfulltrúi
- Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
- Sævar Birgisson (SB) aðalmaður
- Brynja Hlíf Hjaltadóttir (BHH) 3. varabæjarfulltrúi
- Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
- Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði
Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður
Dagskrá fundar
Fundargerðir til staðfestingar
1. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1634202408007F
Fundargerð 1634. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 855. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
1.1. Hlégarður - umsagnarbeiðni vegna tímabundins áfengisleyfis 202408051
Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir umsögn vegna tímabundins áfengisleyfis í Hlégarði vegna hátíðarinnar Í túninu heima 30. ágúst nk.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1634. fundar bæjarráðs samþykkt á 855. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
1.2. Gjaldfrjálsar skólamáltíðir 202407100
Lagt er til að nýjar reglur um mötuneyti grunnskóla verði samþykktar. Jafnframt að gjaldskrár um mötuneyti og ávaxtabita verði felldar brott.
Niðurstaða þessa fundar:
Bæjarstjórn samþykkir með sjö atkvæðum afgreiðslu bæjarráðs á nýjum reglum um mötuneyti og gjaldskrá fyrir mötuneyti. Tillögu varðandi niðurfellingu gjaldskrár fyrir ávaxtabita er vísað til bæjarráðs að nýju. Bæjarfulltrúar D lista Sjálfstæðisflokks sitja hjá við afgreiðslu málsins.
1.3. Útboð á fjarvöktun og þjónustu bruna- og innbrotaviðvörunarkerfum 202404134
Óskað er heimildar bæjarráðs til að fara í útboð á fjarvöktun og þjónustuúttekt á bruna- og innbrotaviðvörunarkerfum ásamt þjónustuúttektum á handslökkvibúnaði hjá stofnunum Mosfellsbæjar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1634. fundar bæjarráðs samþykkt á 855. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
1.4. Endurbygging þaks á tengibyggingu leikskólans Hlíðar 202408102
Óskað er heimildar bæjarráðs til að láta endurbyggja þak og úthliðar á tengibyggingu leikskólans Hlíðar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1634. fundar bæjarráðs samþykkt á 855. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
1.5. Innheimtuþjónusta fyrir Mosfellsbæ 202408039
Lagt er til að fjármála- og áhættustýringarsviði verði heimilað að framkvæma verð- og þjónustukönnun vegna innheimtuþjónustu fyrir Mosfellsbæ.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1634. fundar bæjarráðs samþykkt á 855. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
1.6. Strætó bs. - ósk um aukaframlag 202408042
Erindi Strætó bs. þar sem óskað er eftir auknu rekstrarframlagi frá aðildarsveitarfélögum vegna hækkunar á kostnaði við aðkeyptan akstur.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1634. fundar bæjarráðs samþykkt á 855. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
1.7. Sorpa - ESA mál 202408104
Kynning á fyrirliggjandi samkomulagi um lyktir máls Eftirlitsstofnunar ESA um ríkisstyrk til handa Sorpu í formi tekjuskattsundanþágu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1634. fundar bæjarráðs samþykkt á 855. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
1.8. Styrkveiting vegna lagningar ljósleiðara til allra lögheimila utan markaðssvæða í þéttbýli 202407093
Tillaga um að sótt verði um styrk til að ljúka ljósleiðaravæðingu í þéttbýli Mosfellsbæjar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1634. fundar bæjarráðs samþykkt á 855. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
Fundargerð
2. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1635202408016F
Fundargerð 1635. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 855. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
2.1. Sorpa - ESA mál 202408104
Tillaga frá SSH um afgreiðslu máls er lýtur að ESA máli Sorpu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1635. fundar bæjarráðs samþykkt á 855. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
2.2. Uppbygging að Varmá 202311403
Tillaga um að kannaður verði áhugi markaðsaðila á tveimur þróunarverkefnum á Varmársvæði með það að markmiði að fá hæfa og áhugasama aðila til samstarfs um þróun og uppbyggingu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1635. fundar bæjarráðs samþykkt á 855. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
2.3. Þátttaka Mosfellsbæjar í verkefninu Fótbolti fyrir alla 202408173
Lagt er til að Mosfellsbær taki þátt í verkefninu Fótbolti fyrir alla og veiti styrk til að standa m.a. straum af stuðningsþjónustu við iðkendur frá hausti 2024 til ársloka 2024.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1635. fundar bæjarráðs samþykkt á 855. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
2.4. Hlégarður - umsagnarbeiðni vegna tímabundins áfengisleyfis - Pallaball Aftureldingar 202408181
Frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, beiðni um umsögn vegna umsóknar um tímabundið tækifærisleyfi vegna Pallaballs Aftureldingar þann 31. ágúst nk.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1635. fundar bæjarráðs samþykkt á 855. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
2.5. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar - viðauki 202303627
Viðauki 1 við fjárhagsáætlun 2024 lagður fram til afgreiðslu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1635. fundar bæjarráðs samþykkt á 855. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
2.6. Rekstur deilda janúar til júní 2024 202408079
Yfirlit yfir rekstur deilda janúar til júní 2024 lagt fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1635. fundar bæjarráðs samþykkt á 855. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
2.7. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar - breyting á gjaldskrám 202303627
Tillaga um lækkun á gjaldskrám leikskóla, dagforeldra og frístundaselja lögð fram til afgreiðslu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1635. fundar bæjarráðs samþykkt á 855. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
2.8. Útboð á kaupum á LED lömpum til götulýsingar 202401528
Óskað er eftir heimild bæjarráðs til að taka tilboði í uppsetningu á LED lömpum vegna endurnýjunar götulýsingar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1635. fundar bæjarráðs samþykkt á 855. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
2.9. Betri samgöngur samgöngusáttmáli 202301315
Uppfærður samgöngusáttmáli ásamt fylgigögnum lagður fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1635. fundar bæjarráðs samþykkt á 855. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- Fylgiskjal1. Viðauki við Samgöngusáttmálann ásamt framkvæmda- og fjárstreymisáætlun.pdfFylgiskjal2. Samkomulag um rekstur almenningssamgangna, stjórnskipulag og veghald.pdfFylgiskjal3. Yfirlýsing með viðauka um uppfærslu Samgöngusáttmála.pdfFylgiskjal4. Glærur frá kynningarfundi 20.08.24.pdfFylgiskjalGreinargerð viðræðuhóps_agust2024.pdfFylgiskjal1. Minnisblað samþykkt á fundi forsætisráðherra fjármála og efnahagsráðherra og innviðaráðherra með bæjarstjórum sveitarfélaganna borgarstjóra og samtök.pdfFylgiskjal2. Cowi Mannvit 2024 Capital Area Transport Pact Socioeconomic Analysis.pdfFylgiskjal3. Minnisblað rýnihóps um úrbætur á stjórnkerfi samgöngusáttmála (2024).pdfFylgiskjal4. Minnisblað um Miklubraut í jarðgöng. (2023).pdfFylgiskjal5. Betri samgöngur. Samgöngusáttmálinn. Mörkun og skilgreining framkvæmda. (2024).pdfFylgiskjal6. Uppfærð rekstraráætlun almenningssamgangna Nýtt leiðanet með Borgarlínu (2024).pdfFylgiskjal7. Forsendur rekstraráætlunar Nýs leiðanets. (2024).pdfFylgiskjalSamgongusattmali_undirritadur.pdf
3. Menningar- og lýðræðisnefnd - 20202408006F
Fundargerð 20. fundar menningar- og lýðræðisnefndar lögð fram til afgreiðslu á 855. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
3.1. Í túninu heima 2024 202408060
Drög að dagskrá bæjarhátíðarinnar Í túninu heima sem fram fer 29. ágúst - 1. september 2019 kynnt.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 20. fundar menningar- og lýðræðisnefndar bæjarráðs samþykkt á 855. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
3.2. Bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2024 202405086
Tillögur sem borist hafa lagðar fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 20. fundar menningar- og lýðræðisnefndar bæjarráðs samþykkt á 855. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
4. Velferðarnefnd Mosfellsbæjar - 21202408015F
Fundargerð 21. fundar velferðarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 855. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
4.1. Trúnaðarmálafundur 2022-2026 - 1717 202408013F
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 21. fundar velferðarnefndar samþykkt á 855. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
4.2. Lykiltölur 2024 202404149
Lykiltölur velferðarsviðs janúar-júní 2024 lagðar fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 21. fundar velferðarnefndar samþykkt á 855. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
***
Fundarhlé hófst kl. 17:40. Fundur hófst aftur kl. 17:50.***
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar tekur undir bókun velferðarnefndar og lýsir yfir þungum áhyggjum af stöðu fjölgunar barnaverndarmála og leggur ríka áherslu á að farið verði í markvissar aðgerðir í þágu forvarna í samstarfi þeirra aðila sem koma að uppeldi og velferð barna. Tillögur þess efnis liggi fyrir við framlagningu fjárhagsáætlunar.4.3. Ársskýrsla Mosfellsbæjar 2023 202406655
Ársskýrsla Mosfellsbæjar 2023 lögð fyrir til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 21. fundar velferðarnefndar samþykkt á 855. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
4.4. Farsældartún - framkvæmdir og staða 202408156
Staða uppbyggingar á lóð Farsældartúns kynnt.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 21. fundar velferðarnefndar samþykkt á 855. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
4.5. Þjónustukönnun Pant 2024 202407055
Þjónustukönnun Pant akstursþjónustu 2024 lögð fyrir til kynningar
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 21. fundar velferðarnefndar samþykkt á 855. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
4.6. Ársreikningur 2023 202407004
Ársreikningur og skýrsla stjórnar NPA miðstöðvarinnar 2023 lögð fyrir til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 21. fundar velferðarnefndar samþykkt á 855. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
4.7. Förum alla leið - samþætt þjónusta í heimahúsum - tilraunaverkefni 202306162
Staða verkefnisins lögð fyrir til kynningar og umræðu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 21. fundar velferðarnefndar samþykkt á 855. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
4.8. Matarþjónusta að Eirhömrum 202408164
Tillaga að breyttu fyrirkomulagi vegna heimsendingu matar lögð fyrir til samþykktar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 21. fundar velferðarnefndar samþykkt á 855. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
4.9. Flutningur félagsstarfs í Brúarland 202407116
Staða á flutningi félagsstarfsins í Brúarland kynnt fyrir velferðarnefnd.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 21. fundar velferðarnefndar samþykkt á 855. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
4.10. Kynningarfundur fyrir eldri borgara í Mosfellsbæ 202408194
Fyrirkomulag vegna fyrirhugaðs kynningarfundar fyrir eldri borgara 28. ágúst nk. rætt.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 21. fundar velferðarnefndar samþykkt á 855. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
5. Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar - 250202408008F
Fundargerð 250. fundar umhverfisnefndar lögð fram til afgreiðslu á 855. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
5.1. Umhverfisviðurkenningar Mosfellsbæjar 2024 202404074
Tillögur til umhverfisviðurkenninga Mosfellsbæjar teknar fyrir og farið í skoðunarferð á tilnefnda staði.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 250. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 855. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
6. Fræðslunefnd Mosfellsbæjar - 435202408010F
Fundargerð 435. fundar fræðslunefndar lögð fram til afgreiðslu á 855. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
6.1. Klörusjóður 2023 202301225
Kynning á tveimur verkefnum sem hlutu styrk úr Klörusjóði 2023
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 435. fundar fræðslunefndar samþykkt á 855. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
6.2. Skóla- og ráðgjafaþjónusta 2023-2024 202408166
Lagt fram til kynningar
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 435. fundar fræðslunefndar samþykkt á 855. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
6.3. Leikskólinn Hlaðhamrar - Endurbætur 202403189
Kynning á innra starfi og skipulagi Hlaðhamra, haustið 2024
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 435. fundar fræðslunefndar samþykkt á 855. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
6.4. Endurskoðun á skóla- og frístundaakstri 202301334
Reglur um skólaakstur kynntar
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 435. fundar fræðslunefndar samþykkt á 855. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
6.5. Starfsáætlun fræðslunefndar 2022 - 2026 202208560
Lögð fram drög að starfsáæltun fræðslunefndar 2024-2025
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 435. fundar fræðslunefndar samþykkt á 855. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
7. Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar - 614202408003F
Fundargerð 614. fundar skipulagsnefndar lögð fram til afgreiðslu á 855. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
7.1. Stækkun og breytingar á Hlíðavelli - aðal- og deiliskipulag austurhluta 202408291
Lögð er fram til kynningar og umræðu nefndar tillaga og drög að skipulagslýsingu fyrir nýtt deiliskipulag og aðalskipulagsbreytingu á austurhluta Hlíðavallar, í samræmi við afgreiðslu á 610. fundi nefndarinnar. Um er að ræða tillögu að breytingu núverandi vallar og brauta auk stækkunar íþróttasvæðisins til austurs, í aðalskipulagi. Samkvæmt lýsingu er meginmarkmið skipulagsgerðarinnar að draga úr og lágmarka hættu á líkams- og eignatjóni án þess að skerða gæði vallarins. Fyrirhugað er að gera nýjar golfbrautir utan og austan núverandi íþróttasvæðis, sem skapar svigrúm til að fækka, snúa og hliðra eldri brautum fjær húsum og öðrum útivistarstígum.
Niðurstaða þessa fundar:
Fundargerð 614. fundar skipulagsnefndar lögð fram til afgreiðslu á 855. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
7.2. Korputún 1-11 og 2-8 - deiliskipulagsbreyting 202401584
Skipulagsnefnd samþykkti á 610. fundi sínum að kynna breytingu á deiliskipulagi Korputúns samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felur fyrst og fremst í sér sameiningu reita A og B auk þess sem gerðar eru breytingar á byggingareitum á A-B og reit D. Tillagan var auglýst og gögn gerð aðgengileg á vef Mosfellsbæjar, mos.is, Skipulagsgáttinni, Lögbirtingablaðinu og Mosfellingi. Athugasemdafrestur var frá 24.05.2024 til og með 08.07.2024. Umsagnir bárust frá Reykjavíkurborg, dags. 06.06.2024, Veitum ohf, dags. 18.06.2024, Verkefnastofu Borgarlínu hjá Vegagerðinni, dags. 04.07.2024 og Heilbrigðiseftirlitinu HEF, dags. 08.07.2024.
Niðurstaða þessa fundar:
Fundargerð 614. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 855. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
7.3. Langitangi 11-13 - deiliskipulagsbreyting 202402282
Skipulagsnefnd samþykkti á 612. fundi sínum að kynna breytingu á deiliskipulagi fyrir Langatanga 11-13 í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felur fyrst og fremst í sér að aðlaga byggingaráform betur aðstæðum lands og lóðar. Jafnframt er íbúðum fjölgað um 16, byggingarmagn ofanjarðar er minnkað og heimildir auknar í bílakjallara. Í stað tveggja fjölbýla er byggingarkroppum skipt upp í þrennt, þeir færðir fjær byggð við Hamraborg, hæð hluta bygginga lækkuð, skilmálar settir um stiga- og lyftukjarna auk nýrra ákvæða um hönnun og uppbrot húsa. Tenging lóðar við Langatanga endurskoðuð, innkeyrsla bílakjallara færð og skilmálar fyrir bílastæði uppfærðir. Tillagan var auglýst og gögn gerð aðgengileg á vef Mosfellsbæjar, mos.is, Skipulagsgáttinni, Lögbirtingablaðinu og Mosfellingi. Athugasemdafrestur var frá 27.06.2024 til og með 12.08.2024. Umsagnir bárust frá Heilbrigðiseftirlitinu HEF, dags. 12.08.2024 og Sölva Davíðssyni, f.h. Festis hf, lóðarhafa að Langatanga 3, dags. 12.08.2024. Veitur ohf. og Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins gera ekki athugasemdir.
Niðurstaða þessa fundar:
Fundargerð 614. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 855. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
7.4. Athafnasvæði sunnan Fossavegar við Tungumela - nýtt deiliskipulag 202404272
Skipulagsnefnd samþykkti á 610. fundi sínum að kynna skipulagslýsingu athafnasvæðis í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Verklýsingin fjallar um nýtt athafnarsvæði 202-A, að Tungumelum, í samræmi við Aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030. Samkvæmt lýsingu er markmið deiliskipulagsins að koma fyrir fjölbreyttum atvinnulóðum og útfæra gatnakerfi með góða tengingu við Hringveg. Tillagan var auglýst og gögn gerð aðgengileg á vef Mosfellsbæjar, mos.is, Skipulagsgáttinni og Mosfellingi. Umsagnafrestur verklýsingar var frá 04.06.2024 til og með 02.07.2024. Umsagnir bárust frá Umhverfisstofnun, dags. 11.06.2024, Veitum ohf., dags. 19.06.2024, Skipulagsstofnun, dags. 24.06.2024, Helgafellsásum ehf., dags. 25.06.2024, Heilbrigðiseftirlitinu HEF, dags. 02.07.2024, Náttúrufræðistofnun Íslands, dags. 02.07.2024 og Vegagerðinni, dags. 02.07.2024.
Niðurstaða þessa fundar:
Fundargerð 614. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 855. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
7.5. Álanesskógur - deiliskipulagsbreyting Álafosskvosar 202402385
Skipulagsnefnd samþykkti á 609. fundi sínum að kynna breytingu á deiliskipulagi við Álafosskvos vegna stækkunar á mörkum deiliskipulagsins um Álanesskóg, samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Markmiðið er að skilgreina frekar áætlanir og heimildir til framkvæmda, grisjunar og viðhalds skógarins. Tillagan var auglýst og gögn gerð aðgengileg á vef Mosfellsbæjar, mos.is, Skipulagsgáttinni, Lögbirtingablaðinu og Mosfellingi Athugasemdafrestur var frá 09.05.2024 til og með 24.06.2024. Umsagnir bárust frá Umhverfisstofnun, dags. 19.06.2024 og Minjastofnun Íslands, dags. 11.07.2024.
Niðurstaða þessa fundar:
Fundargerð 614. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 855. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
7.6. Lóð fyrir lokahús milli Völu- og Víðiteigs - deiliskipulag 202402512
Skipulagsnefnd samþykkti á 609. fundi sínum að kynna nýtt skipulag fyrir lokahús Mosfellsveitna, samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Markmiðið tillögunnar er stofnun lóðar fyrir lokahús vatnsveitunnar sem falla mun að landmótun og jarðvegsmön í samræmi við teikningar og gögn. Lóðin er staðsett milli athafnasvæðis við Völuteig og íbúðabyggðar við Víðiteig. Tillagan var auglýst og gögn gerð aðgengileg á vef Mosfellsbæjar, mos.is, Skipulagsgáttinni, Lögbirtingablaðinu og Mosfellingi. Athugasemdafrestur var frá 09.05.2024 til og með 24.06.2024. Umsögn barst frá Minjastofnun Íslands, dags. 21.05.2024.
Niðurstaða þessa fundar:
Fundargerð 614. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 855. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
7.7. Laxatunga 109-115 - deiliskipulagsbreyting 202408177
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir raðhús að Laxatungu 109-115. Tillagan sýnir breytt lóðamörk og -stærðir að Laxatungu 109 og 111 í samræmi við sátt. Einnig eru breytingar á byggingarreit og lóðamörkum raðhúss 111-115 í samræmi við framkvæmdir.
Niðurstaða þessa fundar:
Fundargerð 614. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 855. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
7.8. Veðurstöð við Hlíðavöll 202406183
Borist hefur erindi frá Veðurstofu Íslands, dags. 12.08.2024, með ósk um uppsetningu sjálfvirkrar veðurstöðvar við Hlíðavöll á Blikastaðanesi. Staðsetning stöðvarinnar er valin þar sem ólíklegt er talið að gróður eða mannvirki muni taka breytingum í nálægð við stöðina. Um er að ræða 10 m hátt mastur með vindáttar- og vindhraðamæli en lofthita-, loftrakamælar og mælitækjakassi verður í tveggja metra hæð, í samræmi við gögn. Hjálagt er samþykki framkvæmdastjóra Golfklúbbs Mosfellsbæjar fyrir uppsetningunni.
Niðurstaða þessa fundar:
Fundargerð 614. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 855. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
7.9. Erindi vegna umferðaröryggis í Ástu-Sólliljugötu 202406159
Borist hefur erindi frá Öglu Björk Róbertsdóttur, f.h. íbúa við Ástu-Sólliljugötu, dags. 10.07.2024, með ósk um úrbætur á umferðaröryggi barna í götunni. Í samræmi við erindi eru tillögur í þess efnis að sett verði upp hraðahindrun.
Hjálagt er minnisblað og rýni umferðarráðgjafa EFLU verkfræðistofu vegna Ástu-Sólliljugötu.Niðurstaða þessa fundar:
Fundargerð 614. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 855. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
7.10. Desjamýri og Flugumýri - Umferðarskilti og merkingar 202408030
Lögð er fram tillaga Dóru Lindar Pálmarsdóttur, leiðtoga umhverfis og framkvæmda, dags. 07.08.2024 um umferðarskilti og -merkingar á athafnasvæði Desja- og Flugumýri. Hjálagðir eru uppdrættir og skýringarmyndir umferðarráðgjafa EFLU verkfræðistofu.
Niðurstaða þessa fundar:
Fundargerð 614. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 855. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
7.11. Í Sólvallalandi 125402 - Umsókn um byggingarleyfi - Flokkur 2 202406145
Borist hefur umsókn um byggingarleyfi frá Þorgeiri Jónssyni, f.h. 44 ehf., um stækkun húss og breytta skráningu að Sólvallalandi L125402 í samræmi við framlögð gögn. Sótt er um 33,4 m² stækkun í samræmi við gögn og að skráðu frístundahúsi verði breytt í íbúðarhús/einbýli. Erindinu var vísað til umsagnar og afgreiðslu skipulagsnefndar á 524. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þar sem ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu.
Niðurstaða þessa fundar:
Fundargerð 614. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 855. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
7.12. Fossatunga 33 - ósk um deiliskipulagsbreytingu 202408221
Borist hefur ósk í formi tillögu aðaluppdrátta frá Ragnari Magnússyni, dags. 03.04.2024, fyrir hönd lóðarhafa, um deiliskipulagsbreytingu að Fossatungu 33 í samræmi við gögn. Óskað er eftir því að stækka lóð til austurs og norðurs, breyta einnar hæðar einbýlishúsi í tveggja hæða parhús og auka byggingarmagn úr 282,4 m2 samkvæmt úthlutun, í 564,8 m2 A-B rými.
Hjálagt er minnisblað skipulagsfulltrúa um skipulag og lóðaúthlutun.Niðurstaða þessa fundar:
Fundargerð 614. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 855. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
7.13. Óskotsvegur 42 L125474 - ósk um aðalskipulagsbreytingu 202407160
Borist hefur erindi frá Ólafi Hjördísarsyni Jónssyni, f.h. landeiganda að Óskotsvegi 42, dags. 12.07.2024, með ósk um aðalskipulagsbreytingu um að breyta "óbyggðu landi" í "frístundabyggð", í samræmi við gögn.
Niðurstaða þessa fundar:
Fundargerð 614. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 855. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
7.14. Breyting á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040 - Stakar byggingar á opnum svæðum í Hólmsheiði og austanverðum Úlfarsárdal 202407189
Lögð er fram til kynningar verklýsing vegna fyrirhugaðar breytingar á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040 varðandi heimildir um byggingu stakra húsa á opnum svæðum, einkum á svæðum OP15 í Hólmsheiði og OP28 í innanverðum Úlfarsárdal. Samkvæmt lýsingu eru breytingar ekki umfangsmiklar og takmarkast fyrst og fremst við núverandi landskika innan umræddra svæða og eru í einkaeigu. Þær fela í sér að skerpt er á núverandi heimildum og réttindum lóðarhafa og húseigenda. Á svæði OP15 í Hólmsheiði, sem eru utan þéttbýlismarka Reykjavíkur og er hluti Græna trefilsins, er megin landnotkun til framtíðar útivist, frístundaiðja og skógrækt. Gögnin eru til kynningar í skipulagsgáttinni sbr. 1. og 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Umsagnafrestur verklýsingar var frá 18.07.2024 til og með 15.08.2024.
Niðurstaða þessa fundar:
Fundargerð 614. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 855. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
7.15. Breyting á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040 - Álfsnes, Esjumelar - Endur skilgreining iðnaðar- og athafnasvæða 202407190
Lögð er fram til kynningar verklýsing vegna fyrirhuguð breyting á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040 er varðar endurskoðun stefnu um iðnaðar- og athafnasvæði á umræddum svæðum lýtur að mögulegri endur skilgreiningu þeirra út frá starfsemi og hlutverki, stækkun einstakra svæða, mögulega minnkun annarra og skilgreiningu nýrra atvinnusvæða. Jafnframt er lögð fram áætlun um hvernig standa skuli að umhverfismati breytinganna.
Samkvæmt lýsingu er stefna um uppbyggingu iðnaðar- og athafnasvæða á Álfsnesi og Esjumelum í AR2040 er í takti við þá áherslu að iðnaðarstarfsemi, á eldri atvinnusvæðum sem hafa miðlæga legu, víki fyrir þéttari og blandaðri byggð. Það er í samræmi við megin markmið um sjálfbæra borgarþróun og vistvænar samgöngur, að landfrek atvinnustarfsemi þar sem fá störf eru á flatarmál lands, víki til útjaðra byggðarinnar.
Gögn eru til kynningar í skipulagsgáttinni sbr. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og lög nr. 111/2021 um umhverfismat áætlana. Umsagnafrestur verklýsingar var frá 18.07.2024 til og með 01.09.2024.Niðurstaða þessa fundar:
Fundargerð 614. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 855. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
7.16. Breyting á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040 - Kjalarnes og dreifbýl svæði 202407187
Lögð er fram til kynningar verklýsing vegna fyrirhugaðar breytingar á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040 þar sem ætlunin er að beina einkum sjónum að stefnuákvæðum aðalskipulagsins um landbúnaðarsvæði og önnur strjálbyggð svæði, opin svæði og óbyggð. Sérstök áhersla verður á Kjalarnesið, þ.m.t. Grundarhverfið. Jafnhliða því er lögð fram áætlun um hvernig standa skuli að umhverfismati breytinganna.
Samkvæmt lýsingu er grundvallar markmið væntanlegra tillagna er að skerpa á ákvæðum um þróun byggðar á Kjalarnesinu og stuðla að breytingum sem efla byggð, mannlíf og náttúru á svæðinu.
Gögn eru til kynningar í skipulagsgáttinni sbr. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og lög nr. 111/2021 um umhverfismat áætlana. Umsagnafrestur verklýsingar var frá 18.07.2024 til og með 15.09.2024Niðurstaða þessa fundar:
Fundargerð 614. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 855. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
7.17. Loftslagsstefna fyrir höfuðborgarsvæðið 202106232
Lögð er fram til kynningar skýrsla um útreikning á losun og kolefnisspori höfuðborgarsvæðisins fyrir árið 2022 ásamt skýrslu um innleiðingu á loftlagsstefnu höfuðborgarsvæðisins, sem báðar eru unnar í tengslum við innleiðingu á loftslagsstefnu höfuðborgarsvæðisins. Skýrslunni var vísað tilkynningar í skipulagsnefnd á 1631. fundi bæjarráðs.
Niðurstaða þessa fundar:
Fundargerð 614. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 855. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- FylgiskjalFylgibréf vegna bókunar frá 579. fundi stjórnar SSH.pdfFylgiskjalKolefnisspor höfuðborgarsvæðisins 2022_Maí2024.pdfFylgiskjalTillögur að aðgerðum_loftslagsstefna höfuðborgarsvæðisins_Maí 2024.pdfFylgiskjalKolefnisspor höfuðborgarsvæðisins 2022_Maí2024.pdfFylgiskjalTillögur að aðgerðum_loftslagsstefna höfuðborgarsvæðisins_Maí 2024.pdf
7.18. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 524 202406020F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Fundargerð 614. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 855. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
7.19. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 525 202406027F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Fundargerð 614. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 855. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
7.20. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 526 202407005F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Fundargerð 614. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 855. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
7.21. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 527 202407020F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Fundargerð 614. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 855. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
7.22. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 528 202408001F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Fundargerð 614. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 855. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
7.23. Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 80 202407013F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Fundargerð 614. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 855. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
7.24. Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 81 202407019F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Fundargerð 614. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 855. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
7.25. Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 82 202407022F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Fundargerð 614. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 855. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
Fundargerðir til kynningar
8. Fundargerð 47. fundar eigendafundar Strætó bs.202408169
Fundargerð 47. eigendafundar Strætó bs. lögð fram til kynningar.
Fundargerð 47. eigendafundar Strætó bs. lögð fram til kynningar á 855. fundi bæjarstjórnar.
9. Fundargerð 48. fundar eigendafundar Strætó bs.202408170
Fundargerð 48. eigendafundar Strætó bs. lögð fram til kynningar.
Fundargerð 48. eigendafundar Strætó bs. lögð fram til kynningar á 855. fundi bæjarstjórnar.
10. Fundargerð 48. eigendafundar Sorpu bs.202407134
Fundargerð 48. eigendafundar Sorpu bs. lögð fram til kynningar.
Fundargerð 48. eigendafundar Sorpu bs. lögð fram til kynningar á 855. fundi bæjarstjórnar.
11. Fundargerð 12. fundar stefnuráðs byggðarsamlaganna202408185
Fundargerð 12. fundar stefnuráðs byggðarsamlaganna lögð fram til kynningar.
Fundargerð 12. fundar stefnuráðs byggðarsamlaganna lögð fram til kynningar á 855. fundi bæjarstjórnar.
12. Fundargerð 581. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu202408260
Fundargerð 581. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu lögð fram til kynningar.
Fundargerð 581. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu lögð fram til kynningar á 855. fundi bæjarstjórnar.
13. Fundargerð 582. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu202408326
Fundargerð 582. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu lögð fram til kynningar.
Fundargerð 582. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu lögð fram til kynningar á 855. fundi bæjarstjórnar.