Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

12. október 2023 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

 • Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
 • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) varaformaður
 • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
 • Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
 • Lovísa Jónsdóttir (LJó) aðalmaður
 • Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
 • Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
 • Ómar Karl Jóhannesson skrifstofa bæjarlögmanns

Fundargerð ritaði

Ómar Karl Jóhannesson skrifstofu bæjarlögmanns


Dagskrá fundar

Almenn erindi

 • 1. Breyt­ing á sam­þykkt um gatna­gerð­ar­gjöld202309294

  Tillaga að breytingu á samþykkt um gatnagerðargjöld lögð fram.

  Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með 5 at­kvæð­um breyt­ing­ar á sam­þykkt um gatna­gerð­ar­gjöld í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi til­lögu.

  • 2. Kvísl­ar­skóli End­ur­inn­rétt­ing 1.hæð­ar, Ný­fram­kvæmd202301560

   Lögð fram tillaga um flýtingu framkvæmda innanhúss á yfirstandandi fjárhagsári með það að markmiði að lágmarka rask á skólastarf Kvíslarskóla á komandi misserum. Framvinduskýrsla verksins var einnig lögð fram til kynningar auk þess sem deildarstjóri nýframkvæmda gerði grein fyrir framvindu verksins.

   Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með 5 at­kvæð­um að heim­ila um­hverf­is­sviði að flýta fram­kvæmd­um inn­an­húss í Kvísl­ar­skóla í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi til­lögu.

   Gestir
   • Óskar Gísli Sveinsson, deildarstjóri nýframkvæmda
   • 3. Út­hlut­un lóð­ar­inn­ar Langi­hrygg­ur, L226300202302130

    Lagt er til að lóðin Langihryggur, L226300, verði auglýst til úthlutunar skv. reglum Mosfellsbæjar um úthlutun lóða og að umhverfissviði og bæjarlögmanni verði falin nánari úrvinnsla málsins.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með 5 at­kvæð­um að lóð­in Langi­hrygg­ur verði aug­lýst til út­hlut­un­ar í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi til­lögu og að um­hverf­is­sviði og bæj­ar­lög­manni verði falin nán­ari úr­vinnsla máls­ins.

   • 4. För­um alla leið - sam­þætt þjón­usta í heima­hús­um - til­rauna­verk­efni202306162

    Svar við umsókn um þátttöku í tilraunaverkefninu Förum alla leið - samþætt þjónusta í heimahúsi - lagt fyrir til kynningar.

    Lagt fram. Bæj­ar­ráð lýs­ir ein­dreg­inni ánægju með að Mos­fells­bær hafi orð­ið fyr­ir val­inu í verk­efn­inu Gott að eldast sem von­ir standi til að bæti gæði þjón­ustu við íbúa bæj­ar­ins.

    Gestir
    • Sigurbjörg Fjölnisdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs
   • 5. Kvenna­verk­fall 24. októ­ber202310182

    Bréf frá aðstandendum Kvennaverkfalls til Mosfellsbæjar lagt fram þar sem sveitarfélagið er hvatt til að styðja við baráttuna 24. október n.k. og gera konum og kvárum kleift að leggja niður störf án launaskerðingar.

    Lagt fram.

   Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 08:51