27. mars 2025 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
- Valdimar Birgisson (VBi) varamaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) varamaður
- Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
- Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði
Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Ársreikningur Mosfellsbæjar 2024202503027
Minnisblað um fyrirhugaðar afskriftir viðskiptakrafna 2024 lagt fram til kynningar.
Anna María Axelsdóttir, staðgengill sviðsstjóra fjármála- og áhættustýringarsviðs, kynnti framlagt minnisblað yfir tegund, fjárhæðir og fjölda krafna sem fyrirhugað er að afskrifa fyrir afgreiðslu ársreiknings árið 2024 að fjárhæð 13.5 m.kr.
Gestir
- Anna María Axelsdóttir, staðgengill sviðsstjóra fjármála- og áhættustýringarsviðs
2. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2025 til 2028 - viðauki 1202401260
Viðauki 1 við fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2025 lagður fram til samþykktar.
Fundarhlé hófst kl. 07:49. Fundur hófst aftur kl. 07:56.
***
Bókun D lista:
Fulltrúar D lista í bæjarráði eru sammála meirihlutanum um að skera þurfi niður í rekstri bæjarins miðað við fjárhagsstöðu hans.Hluti af þeim sparnaði og niðurskurði sem lagður er til í viðaukanum snýr að sparnaði í skólum Mosfellsbæjar um allt að 100 miljónir á árinu 2025.
Það er skoðun okkar að sú ákvörðun sé skaðleg skólastarfi í Mosfellsbæ og feli í sér skerðingu á þjónustu skólanna.Fulltrúar D lista sitja hjá við afgreiðslu málsins.
***
Fundarhlé hófst kl. 07:58. Fundur hófst aftur kl. 08:15.***
Bókun B, S og C listaBæjarráðsfulltrúar B, S og C lista minna á að í fjárhagsáætlun 2025 var sviðum Mosfellsbæjar falið að draga úr rekstrarkostnaði án þess að það leiddi til skerðingar á þjónustu eða samþykktum verkefnum.
Það má benda á að af 10 milljörðum sem kostar að reka skóla Mosfellsbæjar er hagræðing um 100 milljónir 1% af rekstrarkostnaði. Því er mótmælt að þessi hagræðing sé skaðleg skólastarfi í Mosfellsbæ.
***
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum viðauka 1 við fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar. Í viðaukanum felst 200 m.kr. tilfærsla á milli liða innan rekstraráætlunar aðalsjóðs og þjónustustöðvar. Breytingin hefur hvorki áhrif á rekstrarniðurstöðu né handbært eigið fé. Bæjarráðsfulltrúar D lista sátu hjá við atkvæðagreiðsluna.Gestir
- Anna María Axelsdóttir, staðgengill sviðsstjóra fjármála- og áhættustýringarsviðs
3. Samningar ríkis og sveitarfélaga um þjónustu við börn með fjölþættan vanda og uppbyggingu hjúkrunarheimila202503508
Samkomulag ríkis og sveitarfélaga annars vegar varðandi þjónustu við börn með fjölþættan vanda og hins vegar samkomulag um uppbyggingu hjúkrunarheimila lagt fram til kynningar.
Bæjarráð lýsir yfir sérstakri ánægju að tekist hafi samkomulag ríkis og sveitarfélaga um framangreind málefni, en þó sérstaklega að náðst hafi tímamóta samkomulag um þjónustu við börn með fjölþættan vanda.
4. Förum alla leið - samþætt þjónusta í heimahúsum202306162
Lagt er til að bæjarráð heimili undirritun annars vegar á samstarfssamningi um samþætta heimaþjónustu milli Mosfellsbæjar, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Eirar og hins vegar á nýjum þjónustusamningi um stuðningsþjónustu milli Mosfellsbæjar og Eirar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum fyrirliggjandi tillögu og felur bæjarstjóra að undirrita umrædda samninga fyrir hönd Mosfellsbæjar.
5. Varmárskóli - endurbætur 2025202503546
Óskað er heimildar bæjarráðs til að fara í endurbætur á Varmárskóla, innleiða LED lýsingu, bæta loftun í eldhúsi, bæta við flóttaleið og uppfæra salerni nemenda.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum fyrirliggjandi tillögu um endurbætur í Varmárskóla.
Gestir
- Katrín Dóra Þorsteinsdóttir, starfandi leiðtogi umhverfis og framkvæmda
6. Íþróttamiðstöðin að Varmá - endurbætur 2025202503547
Óskað er heimildar til endurbóta á Íþróttamiðstöðinni að Varmá. Endurbæturnar felast í hússtjórnarkerfi íþróttamiðstöðvar og uppsetningu hreinsikerfis við kaldan pott í Varmárlaug.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum fyrirliggjandi tillögu um endurbætur í Íþróttamiðstöðinni að Varmá.
Gestir
- Katrín Dóra Þorsteinsdóttir, starfandi leiðtogi umhverfis og framkvæmda
7. Aurora Nest, Lynghólsvegi 17 - umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis202501288
Ósk um endurupptöku máls er varðar umsögn um umsókn um rekstarleyfi fyrir gististað.
Bæjarráð synjar með fimm atkvæðum endurupptöku máls með vísan til þess að skilyrði 24. gr. stjórnsýslulaga séu ekki uppfyllt þar sem fyrri afgreiðsla máls hafi byggt á réttum og fullnægjandi upplýsingum.
8. Uppbygging á athafnasvæði sunnan Fossavegar202503152
Erindi Mosómela ehf. þar sem óskað er viðræðna um uppbyggingu atvinnulóða í landi Mosómela ehf. (F 233-1668) í Leirvogstungu.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa málinu til vinnslu bæjarstjóra.
9. Dómsmál - vegur í landi Laxness 1202110242
Úrskurður í dómsmáli er varðar veg í landi Laxnes 1.
Lagt fram og kynnt.
10. Kæra nr. 173-2024 til ÚUA vegna Suður-Reykjalands L125425202412187
Úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála lagður fram og kynntur.
Lagt fram.
11. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um skipulag haf- og strandsvæða og skipulagslögum202503398
Frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis frumvarp til laga um breytingar á lögum um skipulag haf- og strandsvæða og skipulagslögum. Umsagnarfrestur er til 27. mars nk.
Lagt fram.
12. Tillaga til þingsályktunar um borgarstefnu202503458
Frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis tillaga til þingsályktunar um borgarstefnu. Umsagnarfrestur er til 1. apríl nk.
Lagt fram.