Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

27. mars 2025 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
  • Valdimar Birgisson (VBi) varamaður
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
  • Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) varamaður
  • Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
  • Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður

Fundargerð ritaði

Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Árs­reikn­ing­ur Mos­fells­bæj­ar 2024202503027

    Minnisblað um fyrirhugaðar afskriftir viðskiptakrafna 2024 lagt fram til kynningar.

    Anna María Ax­els­dótt­ir, stað­gengill sviðs­stjóra fjár­mála- og áhættu­stýr­ing­ar­sviðs, kynnti fram­lagt minn­is­blað yfir teg­und, fjár­hæð­ir og fjölda krafna sem fyr­ir­hug­að er að af­skrifa fyr­ir af­greiðslu árs­reikn­ings árið 2024 að fjár­hæð 13.5 m.kr.

    Gestir
    • Anna María Axelsdóttir, staðgengill sviðsstjóra fjármála- og áhættustýringarsviðs
    • 2. Fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2025 til 2028 - við­auki 1202401260

      Viðauki 1 við fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2025 lagður fram til samþykktar.

      Fund­ar­hlé hófst kl. 07:49. Fund­ur hófst aft­ur kl. 07:56.

      ***
      Bók­un D lista:

      Full­trú­ar D lista í bæj­ar­ráði eru sam­mála meiri­hlut­an­um um að skera þurfi nið­ur í rekstri bæj­ar­ins mið­að við fjár­hags­stöðu hans.

      Hluti af þeim sparn­aði og nið­ur­skurði sem lagð­ur er til í við­auk­an­um snýr að sparn­aði í skól­um Mos­fells­bæj­ar um allt að 100 milj­ón­ir á ár­inu 2025.
      Það er skoð­un okk­ar að sú ákvörð­un sé skað­leg skólastarfi í Mos­fells­bæ og feli í sér skerð­ingu á þjón­ustu skól­anna.

      Full­trú­ar D lista sitja hjá við af­greiðslu máls­ins.

      ***
      Fund­ar­hlé hófst kl. 07:58. Fund­ur hófst aft­ur kl. 08:15.

      ***
      Bók­un B, S og C lista

      Bæj­ar­ráðs­full­trú­ar B, S og C lista minna á að í fjár­hags­áætlun 2025 var svið­um Mos­fells­bæj­ar fal­ið að draga úr rekstr­ar­kostn­aði án þess að það leiddi til skerð­ing­ar á þjón­ustu eða sam­þykkt­um verk­efn­um.

      Það má benda á að af 10 millj­örð­um sem kost­ar að reka skóla Mos­fells­bæj­ar er hag­ræð­ing um 100 millj­ón­ir 1% af rekstr­ar­kostn­aði. Því er mót­mælt að þessi hag­ræð­ing sé skað­leg skólastarfi í Mos­fells­bæ.

      ***
      Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um við­auka 1 við fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar. Í við­auk­an­um felst 200 m.kr. til­færsla á milli liða inn­an rekstr­aráætl­un­ar að­alsjóðs og þjón­ustu­stöðv­ar. Breyt­ing­in hef­ur hvorki áhrif á rekstr­arnið­ur­stöðu né hand­bært eig­ið fé. Bæj­ar­ráðs­full­trú­ar D lista sátu hjá við at­kvæða­greiðsl­una.

      Gestir
      • Anna María Axelsdóttir, staðgengill sviðsstjóra fjármála- og áhættustýringarsviðs
    • 3. Samn­ing­ar rík­is og sveit­ar­fé­laga um þjón­ustu við börn með fjöl­þætt­an vanda og upp­bygg­ingu hjúkr­un­ar­heim­ila202503508

      Samkomulag ríkis og sveitarfélaga annars vegar varðandi þjónustu við börn með fjölþættan vanda og hins vegar samkomulag um uppbyggingu hjúkrunarheimila lagt fram til kynningar.

      Bæj­ar­ráð lýs­ir yfir sér­stakri ánægju að tek­ist hafi sam­komulag rík­is og sveit­ar­fé­laga um fram­an­greind mál­efni, en þó sér­stak­lega að náðst hafi tíma­móta sam­komulag um þjón­ustu við börn með fjöl­þætt­an vanda.

    • 4. För­um alla leið - sam­þætt þjón­usta í heima­hús­um202306162

      Lagt er til að bæjarráð heimili undirritun annars vegar á samstarfssamningi um samþætta heimaþjónustu milli Mosfellsbæjar, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Eirar og hins vegar á nýjum þjónustusamningi um stuðningsþjónustu milli Mosfellsbæjar og Eirar.

      Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um fyr­ir­liggj­andi til­lögu og fel­ur bæj­ar­stjóra að und­ir­rita um­rædda samn­inga fyr­ir hönd Mos­fells­bæj­ar.

    • 5. Varmár­skóli - end­ur­bæt­ur 2025202503546

      Óskað er heimildar bæjarráðs til að fara í endurbætur á Varmárskóla, innleiða LED lýsingu, bæta loftun í eldhúsi, bæta við flóttaleið og uppfæra salerni nemenda.

      Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um fyr­ir­liggj­andi til­lögu um end­ur­bæt­ur í Varmár­skóla.

      Gestir
      • Katrín Dóra Þorsteinsdóttir, starfandi leiðtogi umhverfis og framkvæmda
      • 6. Íþróttamið­stöðin að Varmá - end­ur­bæt­ur 2025202503547

        Óskað er heimildar til endurbóta á Íþróttamiðstöðinni að Varmá. Endurbæturnar felast í hússtjórnarkerfi íþróttamiðstöðvar og uppsetningu hreinsikerfis við kaldan pott í Varmárlaug.

        Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um fyr­ir­liggj­andi til­lögu um end­ur­bæt­ur í Íþróttamið­stöð­inni að Varmá.

        Gestir
        • Katrín Dóra Þorsteinsdóttir, starfandi leiðtogi umhverfis og framkvæmda
        • 7. Aur­ora Nest, Lyng­hóls­vegi 17 - um­sagn­ar­beiðni vegna rekstr­ar­leyf­is202501288

          Ósk um endurupptöku máls er varðar umsögn um umsókn um rekstarleyfi fyrir gististað.

          Bæj­ar­ráð synj­ar með fimm at­kvæð­um end­urupp­töku máls með vís­an til þess að skil­yrði 24. gr. stjórn­sýslu­laga séu ekki upp­fyllt þar sem fyrri af­greiðsla máls hafi byggt á rétt­um og full­nægj­andi upp­lýs­ing­um.

        • 8. Upp­bygg­ing á at­hafna­svæði sunn­an Fossa­veg­ar202503152

          Erindi Mosómela ehf. þar sem óskað er viðræðna um uppbyggingu atvinnulóða í landi Mosómela ehf. (F 233-1668) í Leirvogstungu.

          Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að vísa mál­inu til vinnslu bæj­ar­stjóra.

        • 9. Dóms­mál - veg­ur í landi Lax­ness 1202110242

          Úrskurður í dómsmáli er varðar veg í landi Laxnes 1.

          Lagt fram og kynnt.

          • 10. Kæra nr. 173-2024 til ÚUA vegna Suð­ur-Reykjalands L125425202412187

            Úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála lagður fram og kynntur.

            Lagt fram.

            • 11. Frum­varp til laga um breyt­ingu á lög­um um skipu­lag haf- og strand­svæða og skipu­lagslög­um202503398

              Frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis frumvarp til laga um breytingar á lögum um skipulag haf- og strandsvæða og skipulagslögum. Umsagnarfrestur er til 27. mars nk.

              Lagt fram.

            • 12. Til­laga til þings­álykt­un­ar um borg­ar­stefnu202503458

              Frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis tillaga til þingsályktunar um borgarstefnu. Umsagnarfrestur er til 1. apríl nk.

              Lagt fram.

            Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:06