Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

8. maí 2024 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Örvar Jóhannsson (ÖJ) forseti
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) 1. varaforseti
  • Dagný Kristinsdóttir (DK) 2. varaforseti
  • Lovísa Jónsdóttir (LJó) aðalmaður
  • Leifur Ingi Eysteinsson (LIE) 1. varabæjarfulltrúi
  • Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) aðalmaður
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
  • Sævar Birgisson (SB) aðalmaður
  • Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) aðalmaður
  • Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
  • Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
  • Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður

Fundargerð ritaði

Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður


Dagskrá fundar

Afbrigði

  • 1. Árs­reikn­ing­ur Mos­fells­bæj­ar 2023202401557

    Síðari umræða um ársreikning Mosfellsbæjar 2023.

    For­seti bar upp árs­reikn­ing bæj­ar­ins og stofn­ana hans í einu lagi.

    Helstu nið­ur­stöð­ur eru:
    Rekstr­ar­reikn­ing­ur A og B hluta:
    Rekstr­ar­tekj­ur: 20.305 m.kr.
    Laun og launa­tengd gjöld 9.466 m.kr.
    Hækk­un líf­eyr­is­skuld­bind­ing­ar 433 m.kr.
    Ann­ar rekstr­ar­kostn­að­ur 7.721 m.kr.
    Af­skrift­ir 590 m.kr.
    Fjár­magns­gjöld 1.733 m.kr.
    Tekju­skatt­ur 20 m.kr.
    Rekstr­arnið­ur­staða já­kvæð um 341 m.kr.
    Veltufé frá rekstri 1.935 m.kr.

    Efna­hags­reikn­ing­ur A og B hluta:
    Eign­ir alls: 31.983 m.kr.
    Skuld­ir og skuld­bind­ing­ar: 24.226 m.kr.
    Eig­ið fé: 7.757m.kr.

    ***
    Bæj­ar­stjórn sam­þykk­ir sam­hljóða á 850. fundi við síð­ari um­ræðu árs­reikn­ing Mos­fells­bæj­ar fyr­ir árið 2023 sam­kvæmt 61. gr. sveit­ar­stjórn­ar­laga nr. 138/2011 og 73. gr. sam­þykkt­ar um stjórn Mos­fells­bæj­ar, sbr. og 2. töl­ul. 1. mgr. 18. gr. lag­anna og 2. töl­ul. 15. gr. sam­þykkt­ar­inn­ar.

    Sam­þykkt­inni til stað­fest­ing­ar er árs­reikn­ing­ur­inn und­ir­rit­að­ur af við­stödd­um bæj­ar­full­trú­um.

    ***
    Fund­ar­hlé hófst kl. 17:30. Fund­ur hófst aft­ur kl. 17:49.

    ***
    Bók­un B lista Fram­sókn­ar­flokks, C lista Við­reisn­ar og S lista Sam­fylk­ing­ar:
    Árs­reikn­ing­ur Mos­fells­bæj­ar 2023 ligg­ur nú fyr­ir en um er að ræða árs­reikn­ing fyrsta heila árs meiri­hluta B, S og C lista. Það er veru­lega ánægju­legt að fyrsta heila árs­reikn­ings­ári okk­ar sé skilað með rekstr­araf­gangi, það er ekki sjálf­sagt í því rekstr­ar­um­hverfi sem sveit­ar­fé­lög búa við um þess­ar mund­ir. Nið­ur­stað­an sýn­ir sterk­an rekst­ur og vand­aða áætlana­gerð þar sem sjálf­bærni, að­hald og metn­að­ar­full þjón­usta eru höfð að leið­ar­ljósi.

    Rekstr­arnið­ur­staða árs­ins er já­kvæð um 341 millj­ón króna sem er ánægju­leg­ur við­snún­ing­ur frá fyrra ári. All­ar helstu lyk­il­töl­ur eru vel ásætt­an­leg­ar. Veltufé frá rekstri er 1,9 millj­arð­ar eða um 9,5% af tekj­um. Skulda­við­mið er nú 94,5% en var 104% árið 2022.

    Verð­bólg­an hef­ur gríð­ar­leg áhrif á rekst­ur bæj­ar­ins sem sést í fjár­magns­gjöld­um sem urðu ríf­lega 1,7 millj­arð­ur eða um 400 millj­ón­um hærri en áætlan­ir gerðu ráð fyr­ir. Verð­bólgu­spá­in sem sveit­ar­fé­lög­in mið­uðu við var 5,6% en verð­bólg­an varð 7,7%.

    Launa­kostn­að­ur jókst tals­vert sem og fjöldi stöðu­gilda en hvort tveggja skýrist að stærst­um hluta af yf­ir­töku bæj­ar­ins á rekstri Skála­túns um mitt ár 2023 og af hækk­un launa­vísi­tölu og kjara­samn­ing­um.

    Um­svif bæj­ar­fé­lags­ins voru tals­verð, m.a. var unn­ið að við­gerð­um og end­ur­bót­um Kvísl­ar­skóla, leik­skóla­bygg­ingu í Helga­fells­hverfi, gervi­grasvelli, end­ur­bót­um leik­skóla­lóða og kostn­að­ar­samri gatna­gerð.
    Mos­fell­ing­um fjölg­aði um 2,4% frá fyrra ári og voru ríf­lega 13.400 í árslok 2023. Stækk­andi sveit­ar­fé­lag kall­ar á upp­bygg­ingu inn­viða og mik­il­vægt er að sinna þeirri upp­bygg­ingu jafnt og þétt í takti við íbúa­þró­un. Í verð­bólgu­um­hverfi þarf að vanda hvert skref svo sam­fé­lag okk­ar þró­ist áfram með hag­kvæmni og sjálf­bærni að leið­ar­ljósi.

    Bæj­ar­full­trú­ar B, S og C lista þakka starfs­fólki Mos­fells­bæj­ar, bæj­ar­full­trú­um og nefnd­ar­fólki fyr­ir góð störf í þágu bæj­ar­ins og starfsfólki fjármála- og áhættustýringarsviðs og endurskoðendum mikla og góða vinnu við gerð ársreiknings.

    **

    Bókun L lista Vina Mosfellsbæjar:
    Bæjarfulltrúi Vina Mosfellsbæjar þakkar fyrir góðan undirbúning og greinargóð svör við ársreikningi fyrir árið 2023. Í ársreikningnum koma fram jákvæð merki um auknar tekjur og meira jafnvægi í rekstri. Bærinn okkar er að stækka í erfiðu rekstrarumhverfi. Fram undan er enn meiri uppbygging í sveitarfélaginu sem knýr á um umtalsverða styrkingu á innviðum. Því er mikilvægt að stíga næstu skref af varkárni svo við getum staðið undir þeim fjárfestingum sem fram undan eru.

    **

    Bókun D lista Sjálfstæðisflokks:
    Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins þakka starfsfólki Mosfellsbæjar og endurskoðendum góða vinnu og greinargóðar útskýringar á ársreikningi 2023. Sjá má á ársreikningnum að rekstrarumhverfið hefur ekki verið hagstætt m.a. vegna þrálátrar verðbólgu og hárra vaxta. Jákvæð rekstrarniðurstaða er að mestu vegna hækkunar skatta, gjalda og álögum á íbúa og fyrirtæki í Mosfellsbæ, einskiptistekna af sölu byggingaréttar og hærri tekna frá Jöfnunarsjóði. Í ljósi núverandi efnahagsástands er mikilvægt að huga vel að rekstrinum og forgangsröðun framkvæmda og þjónustu.

Fundargerð

  • 2. Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar - 1623202404037F

    Fund­ar­hlé hófst kl. 17:56. Fund­ur hófst aft­ur kl. 17:59.

    ***
    Fund­ar­gerð 1623. fund­ar bæj­ar­ráðs lögð fram til af­greiðslu á 850. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

    • 3. Íþrótta- og tóm­stunda­nefnd Mos­fells­bæj­ar - 278202404033F

      Fund­ar­gerð 278. fund­ar íþrótta- og tóm­stunda­nefnd­ar lögð fram til af­greiðslu á 850. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

      • 3.1. Styrk­ir til efni­legra ung­menna 2024 202402196

        Á fund íþrótta- og tóm­stunda­nefnd­ar mæta styrk­þeg­ar og fjöl­skyld­ur þeirra og taka á móti styrkn­um.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Af­greiðsla 278. fund­ar íþrótta- og tóm­stunda­nefnd­ar sam­þykkt á 850. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

      • 3.2. Upp­bygg­ing að Varmá 202311403

        Kynn­ing á þarf­agrein­ingu vegna þjón­ustu- og að­komu­bygg­ing­ar að Varmá.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Af­greiðsla 278. fund­ar íþrótta- og tóm­stunda­nefnd­ar sam­þykkt á 850. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

      • 4. Skipu­lags­nefnd Mos­fells­bæj­ar - 610202404039F

        Fund­ar­gerð 610. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar lögð fram til af­greiðslu á 850. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

        • 4.1. Flugu­mýri at­hafna­svæði - nýtt deili­skipu­lag 201612203

          Lögð er fram til af­greiðslu upp­færð deili­skipu­lagstil­laga að at­hafna­svæði við Flugu­mýri í sam­ræmi við um­ræð­ur og af­greiðslu á 609. fundi nefnd­ar­inn­ar. Unn­ar hafa ver­ið upp­færsl­ur í anda inn­sendra at­huga­semda og breyt­ing­ar inn­færð­ar bæði í grein­ar­gerð og á upp­drátt­um. Eft­ir frek­ari rýni um­hverf­is­sviðs og hönn­uða hafa lóðas­tækk­an­ir tek­ið ein­hverj­um breyt­ing­um í sam­ræmi við gögn. Hjá­lögð eru svör við inn­send­um um­sögn­um og at­huga­semd­um.

          Niðurstaða þessa fundar:

          Af­greiðsla 610. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 850. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

        • 4.2. Dal­land L123625 - nýtt deili­skipu­lag 202303972

          Skipu­lags­nefnd sam­þykkti á 606. fundi sín­um að aug­lýsa til­lögu að deili­skipu­lagi land­bún­að­ar­svæð­is í landi Dallands skv. 40. og 41. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010. Skipu­lags­svæð­ið er í suð­ur­hluta Mos­fells­bæj­ar, norð­an við Selvatn og fyr­ir sunn­an Nesja­valla­veg, um 10,5 ha að stærð. Deili­skipu­lagstil­lag­an fel­ur í sér heim­ild til að byggja íbúð­ar­hús, hest­hús og reið- eða véla­skemmu.
          Til­lag­an var kynnt og aug­lýst á vef Mos­fells­bæj­ar, mos.is, Skipu­lags­gátt­inni, Mos­fell­ingi og Lög­birt­inga­blað­inu. At­huga­semda­frest­ur var frá 07.03.2024 til og með 22.04.2024.
          Lagð­ar eru fram til kynn­ing­ar um­sagn­ir og at­huga­semd­ir sem bár­ust frá Veit­um ohf, dags. 16.04.2024, Vega­gerð­inni, dags. 22.04.2024, Heil­brigðis­eft­ir­lit­inu HEF, dags. 22.04.2024 og Minja­stofn­un Ís­lands, dags. 30.04.2024.

          Niðurstaða þessa fundar:

          Af­greiðsla 610. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 850. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

        • 4.3. Korputún 1-11 og 2-8 - deili­skipu­lags­breyt­ing 202401584

          Lögð er fram til kynn­ing­ar til­laga að breyt­ingu og end­ur­skoð­un deili­skipu­lags að Korpu­túni í sam­ræmi við af­greiðslu 605. fund­ar nefnd­ar­inn­ar. Til­lag­an fel­ur fyrst og fremst í sér sam­ein­ingu reita A og B auk þess sem gerð­ar eru breyt­ing­ar á bygg­ing­areit­um á A-B og reit D. Sam­hliða breyt­ing­um bygg­ing­areita eru gerð­ar upp­færsl­ur á bygg­ing­ar­magni við­kom­andi reita. Marmið til­lög­unn­ar er að að­laga ein­staka þætti og reiti skipu­lags­ins þeim fyr­ir­tækj­um sem stefna á upp­bygg­ingu í Mos­fells­bæ. Breyt­ing­ar taka til grein­ar­gerð­ar og sér­skil­mála ásamt skil­mála­töflu, deili­skipu­lags­upp­drátt­ar, skýr­inga­upp­drátt­ar og skýr­ingasniðs, í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi gögn.

          Niðurstaða þessa fundar:

          Af­greiðsla 610. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 850. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

        • 4.4. At­hafna­svæði sunn­an Fossa­veg­ar við Tungu­mela - nýtt deili­skipu­lag 202404272

          Lögð er fram til kynn­ing­ar og af­greiðslu drög að til­lögu skipu­lags­lýs­ing­ar vegna nýs at­hafn­ar­svæð­is 202-A, að Tungu­mel­um, í sam­ræmi við Að­al­skipu­lagi
          Mos­fells­bæj­ar 2011-2030. Sam­kvæmt lýs­ingu er markmið deili­skipu­lags­ins að koma fyr­ir fjöl­breytt­um at­vinnu­lóð­um og út­færa gatna­kerfi með góða teng­ingu við Hring­veg.

          Niðurstaða þessa fundar:

          Af­greiðsla 610. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 850. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

        • 4.5. Selja­dals­náma - um­hverf­is­mat efnis­töku 201703003

          Lögð er fram til kynn­ing­ar til­laga að áfram­hald­andi vinnu við um­hverf­is­mat efnis­töku í Selja­dals­námu.

          Niðurstaða þessa fundar:

          Af­greiðsla 610. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 850. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

        • 4.6. Óbyggð­ar lóð­ir í eldri hverf­um 202403830

          Bæj­ar­ráð sam­þykkti á 1620. fundi sín­um að vísa til skipu­lags­nefnd­ar til­lögu um gerð deili­skipu­lags fyr­ir tvær nýj­ar óbyggð­ar lóð­ir við Stóra­teig og eina við Reykja­byggð sem eru á ódeili­skipu­lögð­um svæð­um auk tveggja nýrra lóða við Voga­tungu í jaðri nú­ver­andi byggð­ar.

          Niðurstaða þessa fundar:

          Af­greiðsla 610. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 850. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

        • 4.7. Breyt­ing á legu brauta á Hlíða­velli 202212133

          Bæj­ar­ráð sam­þykkti á 1622. fundi sín­um að vísa til skipu­lags­nefnd­ar til­lögu að breyt­ingu og stækk­un Hlíða­vall­ar um 6,4 ha í sam­ræmi við til­lögu Golf­klúbbs Mos­fells­bæj­ar sem nefn­ist 1B.

          Niðurstaða þessa fundar:

          Af­greiðsla 610. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 850. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

        • 4.8. Hrafns­höfði 7 - breyt­ing á notk­un hús­næð­is 202404325

          Borist hef­ur er­indi frá Ragn­heiði Sverr­is­dótt­ur, dags. 11.04.2024, með ósk um breytta notk­un hús­næð­is. Breyta á skráð­um bíl­skúr rað­húss í íveru­rými; þvotta­hús og tóm­stunda­her­bergi. Einn­ig er sótt um út­lits­breyt­ingu þar sem bíl­skúrs­hurð er skipt út fyr­ir glugga, í sam­ræmi við gögn.

          Niðurstaða þessa fundar:

          Af­greiðsla 610. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 850. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

        • 4.9. Reykja­veg­ur 36 - fyr­ir­spurn um ákvæði skipu­lags 202404475

          Borist hef­ur er­indi frá Man­s­ard teikni­stofu, f.h. Ís­fugls, dags. 19.04.2024, vegna skipu­lags­skil­mála og bygg­ing­ar­heim­ilda lóð­ar að Reykja­vegi 36.

          Niðurstaða þessa fundar:

          Af­greiðsla 610. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 850. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

        • 4.10. Lyng­hóls­veg­ur 24 - deili­skipu­lags­gerð frí­stunda­byggð­ar 202402394

          Borist hef­ur er­indi frá Gesti Ól­afs­syni, f.h. land­eig­enda að Lyng­hóls­vegi 24, dags. 20.02.2024, með ósk um heim­ild til skipu­lags­gerð­ar að landi L125324. Til­lag­an fel­ur í sér upp­skipt­ingu lands og stofn­un fjög­urra nýrra lóða. Gert er ráð fyr­ir mögu­leika á þrem­ur bygg­ing­ar­reit­um á hverri lóð þar sem hver reit­ur er um 190 m2 að stærð. Til­lag­an bygg­ir á heim­ild til upp­bygg­ingu íbúð­ar­húsa með léttri at­vinnu­starf­semi, í sam­ræmi við gögn.

          Niðurstaða þessa fundar:

          Af­greiðsla 610. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 850. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

        • 4.11. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 519 202404024F

          Fund­ar­gerð lögð fram til kynn­ing­ar.

          Niðurstaða þessa fundar:

          Af­greiðsla 610. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 850. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

        • 4.12. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 520 202404040F

          Fund­ar­gerð lögð fram til kynn­ing­ar.

          Niðurstaða þessa fundar:

          Af­greiðsla 610. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 850. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

        Fundargerðir til kynningar

        • 5. Öld­ungaráð Mos­fells­bæj­ar - 37202404032F

          Fund­ar­gerð 37. fund­ar öld­unga­ráðs lögð fram til kynn­ing­ar á 850. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

          • 5.1. Upp­bygg­ing að Varmá 202311403

            Kynn­ing á þarf­agrein­ingu vegna upp­bygg­ing­ar að Varmá.

            Niðurstaða þessa fundar:

            Af­greiðsla 37. fund­ar öld­unga­ráðs lögð fram til kynn­ing­ar á 850. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

          • 5.2. Þjón­usta sveit­ar­fé­laga 2023 - Gallup 202402382

            Nið­ur­stöð­ur könn­un­ar um þjón­ustu sveit­ar­fé­laga fyr­ir árið 2023 lagð­ar fram til kynn­ing­ar.

            Niðurstaða þessa fundar:

            Af­greiðsla 37. fund­ar öld­unga­ráðs lögð fram til kynn­ing­ar á 850. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

          • 5.3. För­um alla leið - sam­þætt þjón­usta í heima­hús­um - til­rauna­verk­efni 202306162

            Staða verk­efn­is Gott að eldast lögð fyr­ir öld­ungaráð til kynn­ing­ar.

            Niðurstaða þessa fundar:

            Af­greiðsla 37. fund­ar öld­unga­ráðs lögð fram til kynn­ing­ar á 850. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

          • 5.4. Lyk­il­töl­ur 2024 202404149

            Lyk­il­töl­ur vel­ferð­ar­sviðs janú­ar - mars 2024 lagð­ar fyr­ir til kynn­ing­ar.

            Niðurstaða þessa fundar:

            Af­greiðsla 37. fund­ar öld­unga­ráðs lögð fram til kynn­ing­ar á 850. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

          • 6. Fund­ar­gerð 391. fund­ar stjórn­ar Strætó bs.202405019

            Fundargerð 391. fundar stjórnar Strætó bs. lögð fram til kynningar.

            Fund­ar­gerð 391. fund­ar stjórn­ar Strætó bs. lögð fram til kynn­ing­ar á 850. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

          • 7. Fund­ar­gerð 392. fund­ar stjórn­ar Strætó202404608

            Fundargerð 392. fundar Strætó bs. lögð fram til kynningar.

            Fund­ar­gerð 392. fund­ar Strætó bs. lögð fram til kynn­ing­ar á 850. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

          • 8. Fund­ar­gerð 947. fund­ar stjórn­ar sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga202404605

            Fundargerðir 947. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.

            Fund­ar­gerð­ir 947. fund­ar stjórn­ar Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga lögð fram til kynn­ing­ar á 850. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

          • 9. Fund­ar­gerð 577. fund­ar Sam­taka sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu202404559

            Fundargerð 577. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu lögð fram til kynningar.

            Fund­ar­gerð 577. fund­ar Sam­taka sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu lögð fram til kynn­ing­ar á 850. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

          • 10. Fund­ar­gerð 23. fund­ar heil­brigð­is­nefnd­ar202404627

            Fundargerð 23. fundar heilbrigðisnefndar lögð fram til kynningar.

            Fund­ar­gerð 23. fund­ar heil­brigð­is­nefnd­ar lögð fram til kynn­ing­ar á 850. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

          Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 18:12