8. maí 2024 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Örvar Jóhannsson (ÖJ) forseti
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) 1. varaforseti
- Dagný Kristinsdóttir (DK) 2. varaforseti
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) aðalmaður
- Leifur Ingi Eysteinsson (LIE) 1. varabæjarfulltrúi
- Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) aðalmaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
- Sævar Birgisson (SB) aðalmaður
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) aðalmaður
- Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
- Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði
Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður
Dagskrá fundar
Afbrigði
1. Ársreikningur Mosfellsbæjar 2023202401557
Síðari umræða um ársreikning Mosfellsbæjar 2023.
Forseti bar upp ársreikning bæjarins og stofnana hans í einu lagi.
Helstu niðurstöður eru:
Rekstrarreikningur A og B hluta:
Rekstrartekjur: 20.305 m.kr.
Laun og launatengd gjöld 9.466 m.kr.
Hækkun lífeyrisskuldbindingar 433 m.kr.
Annar rekstrarkostnaður 7.721 m.kr.
Afskriftir 590 m.kr.
Fjármagnsgjöld 1.733 m.kr.
Tekjuskattur 20 m.kr.
Rekstrarniðurstaða jákvæð um 341 m.kr.
Veltufé frá rekstri 1.935 m.kr.Efnahagsreikningur A og B hluta:
Eignir alls: 31.983 m.kr.
Skuldir og skuldbindingar: 24.226 m.kr.
Eigið fé: 7.757m.kr.***
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða á 850. fundi við síðari umræðu ársreikning Mosfellsbæjar fyrir árið 2023 samkvæmt 61. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 73. gr. samþykktar um stjórn Mosfellsbæjar, sbr. og 2. tölul. 1. mgr. 18. gr. laganna og 2. tölul. 15. gr. samþykktarinnar.Samþykktinni til staðfestingar er ársreikningurinn undirritaður af viðstöddum bæjarfulltrúum.
***
Fundarhlé hófst kl. 17:30. Fundur hófst aftur kl. 17:49.***
Bókun B lista Framsóknarflokks, C lista Viðreisnar og S lista Samfylkingar:
Ársreikningur Mosfellsbæjar 2023 liggur nú fyrir en um er að ræða ársreikning fyrsta heila árs meirihluta B, S og C lista. Það er verulega ánægjulegt að fyrsta heila ársreikningsári okkar sé skilað með rekstrarafgangi, það er ekki sjálfsagt í því rekstrarumhverfi sem sveitarfélög búa við um þessar mundir. Niðurstaðan sýnir sterkan rekstur og vandaða áætlanagerð þar sem sjálfbærni, aðhald og metnaðarfull þjónusta eru höfð að leiðarljósi.Rekstrarniðurstaða ársins er jákvæð um 341 milljón króna sem er ánægjulegur viðsnúningur frá fyrra ári. Allar helstu lykiltölur eru vel ásættanlegar. Veltufé frá rekstri er 1,9 milljarðar eða um 9,5% af tekjum. Skuldaviðmið er nú 94,5% en var 104% árið 2022.
Verðbólgan hefur gríðarleg áhrif á rekstur bæjarins sem sést í fjármagnsgjöldum sem urðu ríflega 1,7 milljarður eða um 400 milljónum hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Verðbólguspáin sem sveitarfélögin miðuðu við var 5,6% en verðbólgan varð 7,7%.
Launakostnaður jókst talsvert sem og fjöldi stöðugilda en hvort tveggja skýrist að stærstum hluta af yfirtöku bæjarins á rekstri Skálatúns um mitt ár 2023 og af hækkun launavísitölu og kjarasamningum.
Umsvif bæjarfélagsins voru talsverð, m.a. var unnið að viðgerðum og endurbótum Kvíslarskóla, leikskólabyggingu í Helgafellshverfi, gervigrasvelli, endurbótum leikskólalóða og kostnaðarsamri gatnagerð.
Mosfellingum fjölgaði um 2,4% frá fyrra ári og voru ríflega 13.400 í árslok 2023. Stækkandi sveitarfélag kallar á uppbyggingu innviða og mikilvægt er að sinna þeirri uppbyggingu jafnt og þétt í takti við íbúaþróun. Í verðbólguumhverfi þarf að vanda hvert skref svo samfélag okkar þróist áfram með hagkvæmni og sjálfbærni að leiðarljósi.Bæjarfulltrúar B, S og C lista þakka starfsfólki Mosfellsbæjar, bæjarfulltrúum og nefndarfólki fyrir góð störf í þágu bæjarins og starfsfólki fjármála- og áhættustýringarsviðs og endurskoðendum mikla og góða vinnu við gerð ársreiknings.
**
Bókun L lista Vina Mosfellsbæjar:
Bæjarfulltrúi Vina Mosfellsbæjar þakkar fyrir góðan undirbúning og greinargóð svör við ársreikningi fyrir árið 2023. Í ársreikningnum koma fram jákvæð merki um auknar tekjur og meira jafnvægi í rekstri. Bærinn okkar er að stækka í erfiðu rekstrarumhverfi. Fram undan er enn meiri uppbygging í sveitarfélaginu sem knýr á um umtalsverða styrkingu á innviðum. Því er mikilvægt að stíga næstu skref af varkárni svo við getum staðið undir þeim fjárfestingum sem fram undan eru.**
Bókun D lista Sjálfstæðisflokks:
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins þakka starfsfólki Mosfellsbæjar og endurskoðendum góða vinnu og greinargóðar útskýringar á ársreikningi 2023. Sjá má á ársreikningnum að rekstrarumhverfið hefur ekki verið hagstætt m.a. vegna þrálátrar verðbólgu og hárra vaxta. Jákvæð rekstrarniðurstaða er að mestu vegna hækkunar skatta, gjalda og álögum á íbúa og fyrirtæki í Mosfellsbæ, einskiptistekna af sölu byggingaréttar og hærri tekna frá Jöfnunarsjóði. Í ljósi núverandi efnahagsástands er mikilvægt að huga vel að rekstrinum og forgangsröðun framkvæmda og þjónustu.
Fundargerð
2. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1623202404037F
Fundarhlé hófst kl. 17:56. Fundur hófst aftur kl. 17:59.
***
Fundargerð 1623. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 850. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.2.1. Útboð á hirðu úrgangs 202312352
Lagt er til að bæjarráð heimili umhverfissviði að ganga til samninga við lægstbjóðendur vegna útboðs á hirðu úrgangs í Mosfellsbæ.
Niðurstaða þessa fundar:
Lovísa Jónsdóttir, bæjarfulltrúi, vék af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.
***
Afgreiðsla 1623. fundar bæjarráðs samþykkt á 850. fundi bæjarstjórnar með 10 atkvæðum.2.2. Skýrsla um hátæknibrennslu 202404563
Frá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu skýrsla um hátæknibrennslu lögð fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1623. fundar bæjarráðs samþykkt á 850. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
2.3. Sjálfbærniskýrsla Strætó bs. 202404430
Frá Strætó bs. sjálfbærniskýrsla Strætó bs. 2023 lögð fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1623. fundar bæjarráðs samþykkt á 850. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
2.4. 5. áfangi Helgafellshverfis - úthlutun lóða Úugötu 202212063
Tillaga um síðari hluta úthlutunar lóða við Úugötu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1623. fundar bæjarráðs samþykkt á 850. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
2.5. Málefni tengd lóðinni Laxnes 1 202110242
Erindi Magna lögmanna fyrir hönd Þórarins Jónassonar vegna málefna er varða lóðina Laxnes 1 lagt fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1623. fundar bæjarráðs samþykkt á 850. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
2.6. Sameiginleg akstursþjónusta fatlaðs fólks frá 2020 202011053
Frá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu erindi vegna breytinga á reglum um sameiginlega akstursþjónustu fatlaðs fólks og breytingu á gjaldskrám þjónustunnar lagðar fram til afgreiðslu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1623. fundar bæjarráðs samþykkt á 850. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- FylgiskjalMOS Fylgibréf Bókun 576. fundar stjórnar SSH til afgreiðslu.pdfFylgiskjalMinnisblað lögfræðings SSH um breytingartillögur Pant dags. 24.04.2024..pdfFylgiskjalTillögur Pant til stjórnar SSH vegna gjaldskrár akstursþjónustu fatlaðs fólks.pdfFylgiskjalTillögur Pant að breytingum sameiginlegra reglna akstursþjónustu við fatlað fólk á höfuðborgarsvæðinu nr. 645,2020..pdf
2.7. Rekstur deilda janúar til desember 2023 202404603
Rekstur deilda janúar til desember 2023.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1623. fundar bæjarráðs samþykkt á 850. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
2.8. Útboð á kaupum á LED lömpum til götulýsingar 202401528
Lagt er til að bæjarráð heimili töku tilboðs í kaup á LED lömpum vegna endurnýjunar götulýsingar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1623. fundar bæjarráðs samþykkt á 850. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
2.9. Þjóðlendumál eyjar og sker 202402256
Bréf Óbyggðanefndar varðandi endurskoðun fjármála- og efnahagsráðherra á kröfum um þjóðlendur á svæði 12, eyjum og skerjum lagt fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1623. fundar bæjarráðs samþykkt á 850. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
2.10. Frumvarp til laga um verndar- og orkunýtingaráætlun (virkjunarkostir í vindorku) 202404467
Frá umhverfis- og samgöngunefnd frumvarp til laga um verndar- og orkunýtningaráætlun (virkjunaráætlun í vindorku). Umsagnarfestur er til 3. maí nk.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1623. fundar bæjarráðs samþykkt á 850. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
2.11. Frumvarp til laga um lagareldi 202404570
Frá atvinnuvegnanefnd Alþingis frumvarp til laga um lagareldi. Umsagnarfrestur er til og með 8. maí nk.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1623. fundar bæjarráðs samþykkt á 850. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
2.12. Tillaga til þingsályktunar um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu vindorku á Íslandi 202404468
Frá umhverfis- og samgöngunefnd frumvarp til laga um verndar- og orkunýtningaráætlun (virkjunaráætlun í vindorku). Umsagnarfestur er til og með 3. maí nk.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1623. fundar bæjarráðs samþykkt á 850. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
3. Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar - 278202404033F
Fundargerð 278. fundar íþrótta- og tómstundanefndar lögð fram til afgreiðslu á 850. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
3.1. Styrkir til efnilegra ungmenna 2024 202402196
Á fund íþrótta- og tómstundanefndar mæta styrkþegar og fjölskyldur þeirra og taka á móti styrknum.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 278. fundar íþrótta- og tómstundanefndar samþykkt á 850. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
3.2. Uppbygging að Varmá 202311403
Kynning á þarfagreiningu vegna þjónustu- og aðkomubyggingar að Varmá.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 278. fundar íþrótta- og tómstundanefndar samþykkt á 850. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
4. Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar - 610202404039F
Fundargerð 610. fundar skipulagsnefndar lögð fram til afgreiðslu á 850. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
4.1. Flugumýri athafnasvæði - nýtt deiliskipulag 201612203
Lögð er fram til afgreiðslu uppfærð deiliskipulagstillaga að athafnasvæði við Flugumýri í samræmi við umræður og afgreiðslu á 609. fundi nefndarinnar. Unnar hafa verið uppfærslur í anda innsendra athugasemda og breytingar innfærðar bæði í greinargerð og á uppdráttum. Eftir frekari rýni umhverfissviðs og hönnuða hafa lóðastækkanir tekið einhverjum breytingum í samræmi við gögn. Hjálögð eru svör við innsendum umsögnum og athugasemdum.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 610. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 850. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
4.2. Dalland L123625 - nýtt deiliskipulag 202303972
Skipulagsnefnd samþykkti á 606. fundi sínum að auglýsa tillögu að deiliskipulagi landbúnaðarsvæðis í landi Dallands skv. 40. og 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagssvæðið er í suðurhluta Mosfellsbæjar, norðan við Selvatn og fyrir sunnan Nesjavallaveg, um 10,5 ha að stærð. Deiliskipulagstillagan felur í sér heimild til að byggja íbúðarhús, hesthús og reið- eða vélaskemmu.
Tillagan var kynnt og auglýst á vef Mosfellsbæjar, mos.is, Skipulagsgáttinni, Mosfellingi og Lögbirtingablaðinu. Athugasemdafrestur var frá 07.03.2024 til og með 22.04.2024.
Lagðar eru fram til kynningar umsagnir og athugasemdir sem bárust frá Veitum ohf, dags. 16.04.2024, Vegagerðinni, dags. 22.04.2024, Heilbrigðiseftirlitinu HEF, dags. 22.04.2024 og Minjastofnun Íslands, dags. 30.04.2024.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 610. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 850. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- FylgiskjalUmsögn MÍ 30 apríl 2024 - Deiliskipulag Stekkur L123625.pdfFylgiskjalUmsögn HEF - Deiliskipulag landbúnaðarsvæðis í landi Dallands.pdfFylgiskjalUmsögn Vegagerðarinnar vegna tillögu að deiliskipulagi landbúnaðarsvæðis í landi Dallands.pdfFylgiskjalUmsögn Veitna vegna breytinga á deiliskipulagi Dallands í Mosfellsbæ.pdfFylgiskjalDalland-03_Dsk-02.pdf
4.3. Korputún 1-11 og 2-8 - deiliskipulagsbreyting 202401584
Lögð er fram til kynningar tillaga að breytingu og endurskoðun deiliskipulags að Korputúni í samræmi við afgreiðslu 605. fundar nefndarinnar. Tillagan felur fyrst og fremst í sér sameiningu reita A og B auk þess sem gerðar eru breytingar á byggingareitum á A-B og reit D. Samhliða breytingum byggingareita eru gerðar uppfærslur á byggingarmagni viðkomandi reita. Marmið tillögunnar er að aðlaga einstaka þætti og reiti skipulagsins þeim fyrirtækjum sem stefna á uppbyggingu í Mosfellsbæ. Breytingar taka til greinargerðar og sérskilmála ásamt skilmálatöflu, deiliskipulagsuppdráttar, skýringauppdráttar og skýringasniðs, í samræmi við fyrirliggjandi gögn.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 610. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 850. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
4.4. Athafnasvæði sunnan Fossavegar við Tungumela - nýtt deiliskipulag 202404272
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu drög að tillögu skipulagslýsingar vegna nýs athafnarsvæðis 202-A, að Tungumelum, í samræmi við Aðalskipulagi
Mosfellsbæjar 2011-2030. Samkvæmt lýsingu er markmið deiliskipulagsins að koma fyrir fjölbreyttum atvinnulóðum og útfæra gatnakerfi með góða tengingu við Hringveg.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 610. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 850. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
4.5. Seljadalsnáma - umhverfismat efnistöku 201703003
Lögð er fram til kynningar tillaga að áframhaldandi vinnu við umhverfismat efnistöku í Seljadalsnámu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 610. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 850. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
4.6. Óbyggðar lóðir í eldri hverfum 202403830
Bæjarráð samþykkti á 1620. fundi sínum að vísa til skipulagsnefndar tillögu um gerð deiliskipulags fyrir tvær nýjar óbyggðar lóðir við Stórateig og eina við Reykjabyggð sem eru á ódeiliskipulögðum svæðum auk tveggja nýrra lóða við Vogatungu í jaðri núverandi byggðar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 610. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 850. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
4.7. Breyting á legu brauta á Hlíðavelli 202212133
Bæjarráð samþykkti á 1622. fundi sínum að vísa til skipulagsnefndar tillögu að breytingu og stækkun Hlíðavallar um 6,4 ha í samræmi við tillögu Golfklúbbs Mosfellsbæjar sem nefnist 1B.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 610. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 850. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
4.8. Hrafnshöfði 7 - breyting á notkun húsnæðis 202404325
Borist hefur erindi frá Ragnheiði Sverrisdóttur, dags. 11.04.2024, með ósk um breytta notkun húsnæðis. Breyta á skráðum bílskúr raðhúss í íverurými; þvottahús og tómstundaherbergi. Einnig er sótt um útlitsbreytingu þar sem bílskúrshurð er skipt út fyrir glugga, í samræmi við gögn.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 610. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 850. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
4.9. Reykjavegur 36 - fyrirspurn um ákvæði skipulags 202404475
Borist hefur erindi frá Mansard teiknistofu, f.h. Ísfugls, dags. 19.04.2024, vegna skipulagsskilmála og byggingarheimilda lóðar að Reykjavegi 36.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 610. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 850. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
4.10. Lynghólsvegur 24 - deiliskipulagsgerð frístundabyggðar 202402394
Borist hefur erindi frá Gesti Ólafssyni, f.h. landeigenda að Lynghólsvegi 24, dags. 20.02.2024, með ósk um heimild til skipulagsgerðar að landi L125324. Tillagan felur í sér uppskiptingu lands og stofnun fjögurra nýrra lóða. Gert er ráð fyrir möguleika á þremur byggingarreitum á hverri lóð þar sem hver reitur er um 190 m2 að stærð. Tillagan byggir á heimild til uppbyggingu íbúðarhúsa með léttri atvinnustarfsemi, í samræmi við gögn.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 610. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 850. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
4.11. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 519 202404024F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 610. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 850. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
4.12. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 520 202404040F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 610. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 850. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
Fundargerðir til kynningar
5. Öldungaráð Mosfellsbæjar - 37202404032F
Fundargerð 37. fundar öldungaráðs lögð fram til kynningar á 850. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
5.1. Uppbygging að Varmá 202311403
Kynning á þarfagreiningu vegna uppbyggingar að Varmá.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 37. fundar öldungaráðs lögð fram til kynningar á 850. fundi bæjarstjórnar.
5.2. Þjónusta sveitarfélaga 2023 - Gallup 202402382
Niðurstöður könnunar um þjónustu sveitarfélaga fyrir árið 2023 lagðar fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 37. fundar öldungaráðs lögð fram til kynningar á 850. fundi bæjarstjórnar.
5.3. Förum alla leið - samþætt þjónusta í heimahúsum - tilraunaverkefni 202306162
Staða verkefnis Gott að eldast lögð fyrir öldungaráð til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 37. fundar öldungaráðs lögð fram til kynningar á 850. fundi bæjarstjórnar.
5.4. Lykiltölur 2024 202404149
Lykiltölur velferðarsviðs janúar - mars 2024 lagðar fyrir til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 37. fundar öldungaráðs lögð fram til kynningar á 850. fundi bæjarstjórnar.
6. Fundargerð 391. fundar stjórnar Strætó bs.202405019
Fundargerð 391. fundar stjórnar Strætó bs. lögð fram til kynningar.
Fundargerð 391. fundar stjórnar Strætó bs. lögð fram til kynningar á 850. fundi bæjarstjórnar.
7. Fundargerð 392. fundar stjórnar Strætó202404608
Fundargerð 392. fundar Strætó bs. lögð fram til kynningar.
Fundargerð 392. fundar Strætó bs. lögð fram til kynningar á 850. fundi bæjarstjórnar.
8. Fundargerð 947. fundar stjórnar sambands íslenskra sveitarfélaga202404605
Fundargerðir 947. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.
Fundargerðir 947. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar á 850. fundi bæjarstjórnar.
9. Fundargerð 577. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu202404559
Fundargerð 577. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu lögð fram til kynningar.
Fundargerð 577. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu lögð fram til kynningar á 850. fundi bæjarstjórnar.
10. Fundargerð 23. fundar heilbrigðisnefndar202404627
Fundargerð 23. fundar heilbrigðisnefndar lögð fram til kynningar.
Fundargerð 23. fundar heilbrigðisnefndar lögð fram til kynningar á 850. fundi bæjarstjórnar.