19. desember 2023 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) formaður
- Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
- Ölvir Karlsson (ÖK) áheyrnarfulltrúi
- Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
- Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) aðalmaður
- Brynja Hlíf Hjaltadóttir (BHH) aðalmaður
- Bjarni Ingimarsson varamaður
- Sigurbjörg Fjölnisdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs
- Kristbjörg Hjaltadóttir
Fundargerð ritaði
Kristbjörg Hjaltadóttir stjórnandi félagsþjónustu
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Fundadagskrá 2024202311032
Fundadagskrá velferðarnefndar 2024 lögð fram til samþykktar.
Samþykkt með fjórum atkvæðum.
3. Þarfagreining vegna húsnæðis fyrir félagsstarf eldri borgara202310598
Þarfagreining vegna húsnæðis lögð fyrir í kjölfar heimsóknar velferðarnefndar í Brúarland.
Aðstöðumál félagsstarfs aldraðra hafa verið til skoðunar undanfarna mánuði. Félagsstarfið hefur fengið afnot af Hlégarði vikulega síðan í júlí á þessu ári og hefur sú nýbreytni mælst vel fyrir og fjölgað hefur í hópi notenda þjónustunnar. Þá eru í farvatninu breytingar að Eirhömrum með fjölgun dagdvalarrýma sem kallað hafa á endurmat á húsnæðisþörf félagsstarfsins þar. Velferðarnefnd fól velferðarsviði að gera þarfagreiningu fyrir þessa starfsemi og fyrir fundi nefndarinnar liggur minnisblað um þá vinnu.
Velferðarnefnd telur, eftir að hafa skoðað Brúarland, að heppilegt gæti verið að búa félagsstarfi aldraðra varanlega aðstöðu í því húsi. Því óskar nefndin eftir að umhverfissviði verði falið að gera úttekt á ástandi hússins, kostnaðarmeta nauðsynlegar endurbætur og aðlögun húsnæðisins að breyttri notkun og stilla upp tímaáætlun fyrir það verkefni.
Jafnframt leggur velferðarnefnd áherslu á að aðlögun húsnæðisins verði unnin í nánu samstarfi við Félagsstarf aldraðra, FAMOS og öldungaráð Mosfellsbæjar. Þá leggur nefndin til að reynt verði að hraða þessu verkefni eins og kostur er.4. Fjárhagsaðstoð - endurskoðun á reglum 2023202311565
Fjárhagsaðstoð, endurskoðun á reglum.
Samþykkt með fimm atkvæðum.
5. Framtíðarskipulag Skálatúns202206678
Farið yfir framgang mála vegna aðilaskipta Skálatúns með velferðarnefnd.
Sviðsstjóri velferðarsviðs og leiðtogi í málaflokki fatlaðs fólks fóru yfir núverandi stöðu. Þar kom fram að yfirfærslan hefur heilt yfir gengið vel, íbúar í Skálahlíð hafa ekki fundið fyrir rofi í þjónustu auk þess sem rekstur hefur haldist innan áætlunar. Allt það starfsfólk sem hefur komið að yfirfærslunni hefur staðið sig með eindæmum vel og sameinast um að láta hlutina ganga upp.
Gestir
- Gestur Guðrúnarson
6. Starfsleyfi fyrir Skálatún202308610
Niðurstöður heilbrigðiseftirlits vegna umsókna um starfsleyfi fyrir starfsstöðvar Mosfellsbæjar í Skálahlíð lagðar fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
- FylgiskjalSkálahlíð 7b, eftirlitsskýrsla 2023.pdfFylgiskjalSkálahlíð 11, eftirlitsskýrsla 2023.pdfFylgiskjalSkálahlíð 11a, eftirlitsskýrsla 2023.pdfFylgiskjalSkálahlíð 13b, eftirlitsskýrsla 2023.pdfFylgiskjalSkálahlíð 13a, eftirlitsskýrsla 2023.pdfFylgiskjalSkálahlið 13, eftirlitsskýrsla 2023.pdfFylgiskjalSkálahlið 9, dagþjónustan Skjól, eftirlitsskýrsla.pdfFylgiskjalSvarbréf til Heilbrigðiseftirlits.pdfFylgiskjalMinnisblað með eftirlitsskýrslum í Skálahlíð.pdf
Fundargerðir til staðfestingar
7. Trúnaðarmálafundur 2022-2026 - 1669202312016F