Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

19. desember 2023 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) formaður
  • Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
  • Ölvir Karlsson (ÖK) áheyrnarfulltrúi
  • Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
  • Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) aðalmaður
  • Brynja Hlíf Hjaltadóttir (BHH) aðalmaður
  • Bjarni Ingimarsson varamaður
  • Sigurbjörg Fjölnisdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs
  • Kristbjörg Hjaltadóttir

Fundargerð ritaði

Kristbjörg Hjaltadóttir stjórnandi félagsþjónustu


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Funda­dagskrá 2024202311032

    Fundadagskrá velferðarnefndar 2024 lögð fram til samþykktar.

    Sam­þykkt með fjór­um at­kvæð­um.

  • 2. För­um alla leið - sam­þætt þjón­usta í heima­hús­um - til­rauna­verk­efni202306162

    Bjarni Ingimars­son mætti á fund.

    Staða verkefnisins kynnt og rædd ásamt núverandi stöðu á fyrirhugaðri stækkun dagdvalarinnar.

    Sviðs­stjóri vel­ferð­ar­sviðs fór yfir stöðu verk­efn­is­ins þar sem kom m.a. fram að und­ir­bún­ing­ur með hlut­að­eig­andi að­il­um er í full­um gangi og gert ráð fyr­ir að það hefj­ist á fyrri hluta næsta árs. Einn­ig upp­lýsti hún um að ver­ið sé að skoða fyr­ir­hug­aða stækk­un dagdval­ar í tengsl­um við mögu­lega breyt­ingu á hús­næði fyr­ir fé­lags­starf­ið.

    • 3. Þarf­agrein­ing vegna hús­næð­is fyr­ir fé­lags­st­arf eldri borg­ara202310598

      Þarfagreining vegna húsnæðis lögð fyrir í kjölfar heimsóknar velferðarnefndar í Brúarland.

      Að­stöðu­mál fé­lags­starfs aldr­aðra hafa ver­ið til skoð­un­ar und­an­farna mán­uði. Fé­lags­starf­ið hef­ur feng­ið af­not af Hlé­garði viku­lega síð­an í júlí á þessu ári og hef­ur sú nýbreytni mælst vel fyr­ir og fjölgað hef­ur í hópi not­enda þjón­ust­unn­ar. Þá eru í far­vatn­inu breyt­ing­ar að Eir­hömr­um með fjölg­un dagdval­ar­rýma sem kallað hafa á end­ur­mat á hús­næð­is­þörf fé­lags­starfs­ins þar. Vel­ferð­ar­nefnd fól vel­ferð­ar­sviði að gera þarf­agrein­ingu fyr­ir þessa starf­semi og fyr­ir fundi nefnd­ar­inn­ar ligg­ur minn­is­blað um þá vinnu.
      Vel­ferð­ar­nefnd tel­ur, eft­ir að hafa skoð­að Brú­ar­land, að heppi­legt gæti ver­ið að búa fé­lags­starfi aldr­aðra var­an­lega að­stöðu í því húsi. Því ósk­ar nefnd­in eft­ir að um­hverf­is­sviði verði fal­ið að gera út­tekt á ástandi húss­ins, kostn­að­ar­meta nauð­syn­leg­ar end­ur­bæt­ur og að­lög­un hús­næð­is­ins að breyttri notk­un og stilla upp tíma­áætlun fyr­ir það verk­efni.
      Jafn­framt legg­ur vel­ferð­ar­nefnd áherslu á að að­lög­un hús­næð­is­ins verði unn­in í nánu sam­starfi við Fé­lags­st­arf aldr­aðra, FAMOS og öld­ungaráð Mos­fells­bæj­ar. Þá legg­ur nefnd­in til að reynt verði að hraða þessu verk­efni eins og kost­ur er.

    • 4. Fjár­hags­að­stoð - end­ur­skoð­un á regl­um 2023202311565

      Fjárhagsaðstoð, endurskoðun á reglum.

      Sam­þykkt með fimm at­kvæð­um.

    • 5. Fram­tíð­ar­skipu­lag Skála­túns202206678

      Farið yfir framgang mála vegna aðilaskipta Skálatúns með velferðarnefnd.

      Sviðs­stjóri vel­ferð­ar­sviðs og leið­togi í mála­flokki fatl­aðs fólks fóru yfir nú­ver­andi stöðu. Þar kom fram að yf­ir­færsl­an hef­ur heilt yfir geng­ið vel, íbú­ar í Skála­hlíð hafa ekki fund­ið fyr­ir rofi í þjón­ustu auk þess sem rekst­ur hef­ur hald­ist inn­an áætl­un­ar. Allt það starfs­fólk sem hef­ur kom­ið að yf­ir­færsl­unni hef­ur stað­ið sig með ein­dæm­um vel og sam­ein­ast um að láta hlut­ina ganga upp.

      Gestir
      • Gestur Guðrúnarson
      • 6. Starfs­leyfi fyr­ir Skála­tún202308610

        Niðurstöður heilbrigðiseftirlits vegna umsókna um starfsleyfi fyrir starfsstöðvar Mosfellsbæjar í Skálahlíð lagðar fram til kynningar.

        Lagt fram til kynn­ing­ar.

        Gest­ur vék af fundi

      Fundargerðir til staðfestingar

      • 7. Trún­að­ar­mála­fund­ur 2022-2026 - 1669202312016F

        Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 08:29