11. október 2023 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) 1. varaforseti
- Dagný Kristinsdóttir (DK) 2. varaforseti
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) aðalmaður
- Aldís Stefánsdóttir (ASt) aðalmaður
- Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) aðalmaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
- Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
- Hjörtur Örn Arnarson (HÖA) 1. varabæjarfulltrúi
- Leifur Ingi Eysteinsson (LIE) 1. varabæjarfulltrúi
- Erla Edvardsdóttir (EE) 2. varabæjarfulltrúi
- Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
- Ómar Karl Jóhannesson skrifstofa bæjarlögmanns
Fundargerð ritaði
Ómar Karl Jóhannesson skrifstofu bæjarlögmanns
Dagskrá fundar
Fundargerðir til staðfestingar
1. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1595202309027F
Fundargerð 1595. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 836. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
1.1. Endurnýjun lóðaleigusamninga hesthúsa við Varmárbakka 202309636
Tillaga um að veitt verði heimild til framlengingar lóðaleigusamninga hesthúsa að Varmárbökkum til 1. júlí 2050.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1595. fundar bæjarráðs samþykkt á 836. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
1.2. Ósk Kirkjugarðs Lágafellskirkju um greiðslu á kostnaði fyrir efni og akstur vegna stígagerðar. 202012377
Erindi frá Lágafellssókn þar sem óskað er eftir að Mosfellsbær greiði kostnað við fyllingarefni í stíga og vinnu við að koma efni í stígana.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1595. fundar bæjarráðs samþykkt á 836. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
1.3. Markaðsstofa höfuðborgarsvæðisins 2024-2025 202309334
Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, kynnir starfsemi Markaðsstofunnar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1595. fundar bæjarráðs samþykkt á 836. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
1.4. Skógarreitir og græn svæði innan byggðar 202309433
Erindi frá Skógræktarfélagi Íslands með ályktun sem samþykkt var á aðalfundi félagsins um skógarreiti og græn svæði innan byggðar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1595. fundar bæjarráðs samþykkt á 836. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
1.5. Ósk um lóðir og samstarf um uppbyggingu námsmannaíbúða 202309482
Bréf frá Byggingafélagi námsmanna ses. þar sem óskað er eftir lóðum og samstarfi um uppbyggingu námsmannaíbúða.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1595. fundar bæjarráðs samþykkt á 836. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
1.6. Tillaga til þingsályktunar um réttlát græn umskipti 202309607
Frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis umsagnarbeiðni um tillögu til þingsályktunar um réttlát umskipti. Umsagnarfrestur er til 6. október nk.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1595. fundar bæjarráðs samþykkt á 836. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
Fundargerð
2. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1596202310004F
Fundargerð 1596. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 836. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
2.1. Fyrirspurn um lóðir og lóðaleigusamninga hesthúsaeigenda 202308146
Lögð er fram umbeðin umsögn sviðsstjóra umhverfissviðs vegna erindis Hestamannafélagsins Harðar dags. 31. júlí 2023 í samræmi við afgreiðslu á 1588. fundi bæjarráðs.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1596. fundar bæjarráðs samþykkt á 836. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
2.2. Erindi frá Mótomos - ósk um fjárstyrk 202309668
Erindi frá MotoMos þar sem óskað er eftir aðstoð Mosfellsbæjar við frekari uppbyggingu á svæði félagsins við Tungumela.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1596. fundar bæjarráðs samþykkt á 836. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
2.3. Kynning OR og ON á hugmyndum tengt vindorku 202305818
Fulltrúar Orkuveitu Reykjavíkur kynna vindorkukosti í nágrenni Hellisheiðar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1596. fundar bæjarráðs samþykkt á 836. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
2.4. Bréf til sveitarfélaga um innviði fyrir orkuskipti 202309660
Erindi frá Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu varðandi orkuskipti.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1596. fundar bæjarráðs samþykkt á 836. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
2.5. Tillaga til þingsályktar um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2024-2038 og aðgerðaráætlun fyrir árin 2024-2028 202309732
Frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis umsagnarbeiðni um tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2024-2038 og aðgerðaáætlun fyrir árin 2024-2028, 182. Umsagnarfrestur er til 13. október nk.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1596. fundar bæjarráðs samþykkt á 836. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
2.6. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um fasteignalán til neytenda 202309734
Frá efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um breytingu á lögum um fasteignalán til neytenda. Umsagnarfrestur er til 13. okt nk.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1596. fundar bæjarráðs samþykkt á 836. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
2.7. Þjónustustefna í byggðum og byggðarlögum sveitarfélaga 202310019
Bréf frá innviðaráðuneytinu til allra sveitarfélaga um þjónustustefnu í byggðum og byggðarlögum sveitarfélaga.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1596. fundar bæjarráðs samþykkt á 836. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
2.8. Römpum upp Ísland 202310031
Erindi frá innviðaráðuneytinu þar sem vakin er athygli á aðkomu fasteignasjóðs Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga að verkefninu Römpum upp Ísland og möguleikum sveitarfélaga á samstarfi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1596. fundar bæjarráðs samþykkt á 836. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
3. Velferðarnefnd Mosfellsbæjar - 12202309025F
Fundargerð 12. fundar velferðarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 836. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
3.1. Staða heimilislausra með fjölþættan vanda. Erindi stjórnar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu 202203436
Skýrsla verkefnis ásamt helstu tillögum kynnt fyrir velferðarnefnd. Máli frestað frá fundi velferðarnefndar 23. maí 2023.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 12. fundar velferðarnefndar samþykkt á 836. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
3.2. Beiðni um stækkun dagdvalar í Mosfellsbæ 202202075
Rökstuðningur fyrir synjun stækkunar dagdvalar í Mosfellsbæ lagður fyrir til kynningar sem og svar við endurumsókn um stækkun dagdvalar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 12. fundar velferðarnefndar samþykkt á 836. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
3.3. Fjárhags- og fjárfestingaráætlun 2024 - undirbúningur með velferðarnefnd 202305590
Farið yfir verkefni velferðarsviðs tengt fjárhagsáætlun 2024. Mál lagt fyrir að nýju.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 12. fundar velferðarnefndar samþykkt á 836. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
3.4. Uppbyggingaráætlun í málaflokki fatlaðs fólks 202209282
Drög að uppbyggingaráætlun í málaflokki fatlaðs fólks lögð fyrir að nýju til umræðu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 12. fundar velferðarnefndar samþykkt á 836. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
3.5. Jafnréttisviðurkenning Mosfellsbæjar 2023 202308782
Tillögur til jafnréttisviðurkenningar 2023 lagðar fyrir.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 12. fundar velferðarnefndar samþykkt á 836. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
3.6. Framlag ríkisins 2023 vegna barna með fjölþættan vanda og eða miklar þroska- og geðraskarnir 202309048
Bréf mennta- og barnamálaráðuneytis, varðandi áform um að veita framlag úr ríkissjóði til að standa straum af hluta kostnaðar sveitarfélaga vegna barna með fjölþættan vanda og/eða miklar þroska og geðraskanir og eru vistuð utan heimilis, lagt fram. Jafnframt er skýrsla stýrihóps um fyrirkomulag þjónustu við börn með fjölþættan vanda lögð fram til kynningar.
Máli vísað til kynningar fyrir velferðarnefnd frá bæjarráði.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 12. fundar velferðarnefndar samþykkt á 836. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
3.7. Trúnaðarmálafundur 2022-2026 - 1652 202309023F
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 12. fundar velferðarnefndar samþykkt á 836. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
4. Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar - 241202309002F
Fundargerð 241. fundar umhverfisnefndar lögð fram til afgreiðslu á 836. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
4.1. Friðland við Varmárósa, endurskoðun á mörkum 202002125
Stjórnunar- og verndaráætlun og aðgerðaráætlun lögð fyrir umhverfisnefnd til staðfestingar
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 241. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 836. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
4.2. Samræming úrgangsflokkunar á höfuðborgarsvæðinu - sóknaráætlun 202101312
Kynning á stöðu sorpflokkunar og sorphirðu
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 241. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 836. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
4.3. Stjórnsýslu- og rekstrarúttekt 202210483
Kynning bæjarstjóra á stjórnsýslu- og rekstrarúttekt hjá Mosfellsbæ
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 241. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 836. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
4.4. Ársfundur náttúruverndarnefnda sveitarfélaga og Umhverfisstofnunar 2023 202307133
Kynning og upplýsingagjöf vegna fyrirhugaðs fundar náttúruverndarnefnda þann 12. október 2023.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 241. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 836. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
4.5. Samgönguvika 2023 202309054
Lagt fyrir umhverfisnefnd minnisblað um árlega samgönguviku í Mosfellsbæ
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 241. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 836. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
5. Fræðslunefnd Mosfellsbæjar - 425202309033F
Fundargerð 425. fundar fræðslunefndar lögð fram til afgreiðslu á 836. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
5.1. Klörusjóður 2022 202202172
Kynning á verkefnum Klörusjóðs 2022
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 425. fundar fræðslunefndar samþykkt á 836. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
5.2. Starfsáætlanir leik- og grunnskóla 2023-2024 202309733
Kynning á starfsáætlunum leik- og grunnskóla 2023-24
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 425. fundar fræðslunefndar samþykkt á 836. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- FylgiskjalStarfsáætlun Helgafellskóli 2023-24.pdfFylgiskjalStarfsáætlun Lágafellsskóla 2023 - 24.pdfFylgiskjalStarfsáætlun Krikaskóla 2023-2024.pdfFylgiskjalStarfsáætlun Kvíslarskóla.pdfFylgiskjalStarfsáætlun 23-24-Varmárskóli.pdfFylgiskjalStarfsáætlun Reykjakots 2023-2024.pdfFylgiskjalStarfsáætlun Huldubergs 2023-24.pdfFylgiskjalStarfsáætlun Höfðabergs 2023-2024.pdfFylgiskjalStarfsáætlun 2023-2024 - Hlaðhamrar.pdf
5.3. Skólaskylda grunnskólabarna í Mosfellsbæ skólaárið 2023-2024 202309602
Yfirlit yfir skráningu í grunnskóla haustið 2023
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 425. fundar fræðslunefndar samþykkt á 836. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
5.4. Vettvangs- og kynnisferðir fræðslunefndar 2022 - 2026 202208563
Kynnisferð í Lágafellsskóla
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 425. fundar fræðslunefndar samþykkt á 836. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
6. Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar - 597202309026F
Fundargerð 597. fundar skipulagsnefndar lögð fram til afgreiðslu á 836. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
6.1. Dalland L123625 - nýtt deiliskipulag - endurupptökubeiðni 202303972
Lögð er fram til kynningar umsögn og samantekt stjórnsýslu Mosfellsbæjar á endurupptökubeiðni landeigenda vegna nýs deiliskipulags við Dalland, í samræmi við afgreiðslu á 593. fundi nefndarinnar. Hjálögð er að nýju endurupptökubeiðni til afgreiðslu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 597. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 836. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
6.2. Miðdalur L226500 - deiliskipulag frístundabyggðar 202203441
Lögð eru fram til kynningar drög að svörum og umsögnum innsendra athugasemda vegna kynntrar deiliskipulagstillögu tíu nýrra frístundalóða í Miðdal. Uppfærð tillaga, í samræmi við athugasemdir, lögð fram til afgreiðslu. Hjálagt er fyrirliggjandi samkomulag um aðkomumál.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 597. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 836. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
6.3. Sveinsstaðir - deiliskipulagsbreyting 202305873
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir íbúðarhúsið Sveinsstaði, innan Íb329. Tillagan felur í sér nýjan byggingarreit innan lóðar, 2 x 15 m, þar sem heimilt verður að byggja allt að 150 m² bílskúr. Hámarks vegghæð er 3,6 m, hámarks mænishæð sem liggur norður suður er 5,0 m. Deiliskipulagsbreytingin festir ekki aðkomu lóðar í sessi og gæti hún tekið breytingum á síðari stigum í samráði við landeigenda.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 597. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 836. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
6.4. Stofnun lóða undir borholur MG-35 og MG-39 í Helgadal L231750, L231751 og L231752 202309679
Borist hefur erindi frá Orkuveita Reykjavíkur, dags. 27.09.2023, með ósk um stofnun tveggja lóða, þriggja spildna, undir borholur MG-35 og MG-39 í Helgadal, í samræmi við gögn. Hjálögð er í skjölum rafræn undirritun landeigenda L231750, L231751 og L231752.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 597. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 836. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
6.5. Aðkomumerki Leirvogstunguhverfis - fyrirspurn 202309680
Erindi barst frá Elínu Guðnýju Hlöðversdóttur, f.h. íbúasamtaka Leirvogstunguhverfis, dags. 28.09.2023, vegna hugmynda um tvö ný aðkomumerki Leirvogstunguhverfis. Óskað er eftir heimild til þess að setja upp merkin, í samræmi við gögn, og að sveitarfélagið leggi til rafmagnsleiðslur og rafmagn svo lýsa megi þau upp.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 597. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 836. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
6.6. Hamrabrekkur 5 og 11 - ósk um deiliskipulagsgerð 202308601
Borist hefur erindi frá Róberti Fannari Halldórssyni, f.h. Blueberry hills ehf. landeigenda að Hamrabrekkum 5 og 11, dags. 22.8.2023, með ósk um deiliskipulagsgerð frístundabyggðar á lóðunum. Lýsing skipulagsáætlana barst frá Balsa ehf. teiknistofu og tækniþjónustu, þann 02.10.2023.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 597. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 836. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
6.7. Sundabraut - breyting á aðalskipulagi Reykjavíkur 2040 202309522
Borist hefur erindi frá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar, dags. 20.09.2023, þar sem lögð er fram til kynningar og athugasemda verklýsing vegna fyrirhugaðrar breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkur 2040. Með verklýsingunni eru boðaðar breytingar sem varða legu og útfærslu áformaðrar Sundabrautar. Verklýsingin er til kynningar og umsagna í skipulagsgáttinni, umsagnafrestur er til og með 19.10.2023.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 597. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 836. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
6.8. Sundabraut - matsáætlun 202309521
Borist hefur erindi frá Vegagerðinni, dags. 20.09.2023, þar sem tilkynnt er um kynnta matsáætlun umhverfisáhrifa um fyrirhugaða lagningu Sundabrautar. vegna fyrirhugaðrar breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkur 2040. Með verklýsingunni eru boðaðar breytingar sem varða legu og útfærslu áformaðrar Sundabrautar, verkefnið er á frumdragastigi. Matsáætlun er til kynningar og umsagna í skipulagsgáttinni, umsagnafrestur er til og með 19.10.2023.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 597. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 836. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
6.9. Hvítbók um skipulagsmál ásamt unhverfismatsskýrslu 202309685
Lögð er fram til kynningar hvítbók um skipulagsmál og umhverfisskýrsla að hálfu innviðaráðuneytisins. Hvítbók um skipulagsmál er hluti af stefnumótunarferli stjórnvalda en með henni eru sett fram drög að endurskoðun landsskipulagsstefnu 2026 sem byggir m.a. á stöðumati grænbókar. Innviðaráðherra hyggst á yfirstandandi haustþingi leggja fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um landsskipulagsstefnu til 15 ára og aðgerðaáætlun til fimm ára. Hvítbókin er í kynningu í samráðsgátt stjórnvalda með umsagnarfresti til og með 31.10.2023.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 597. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 836. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
6.10. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 505 202309031F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 597. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 836. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
Fundargerðir til kynningar
7. Öldungaráð Mosfellsbæjar - 34202309028F
Fundargerð 34. fundar öldungaráðs lögð fram til kynningar.
7.1. Fjárhags- og fjárfestingaráætlun 2024 - undirbúningur með velferðarnefnd 202305590
Vinnufundur velferðarnefndar við fjárhagsáætlun 2024 lagður fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Fundargerð 34. fundar öldungaráðs lögð fram til kynningar á 836. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.
7.2. Ársskýrsla velferðarsviðs 2022 202304053
Ársskýrsla velferðarsviðs 2022 lögð fyrir til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Fundargerð 34. fundar öldungaráðs lögð fram til kynningar á 836. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.
7.3. Förum alla leið - samþætt þjónusta í heimahúsum - tilraunaverkefni 202306162
Máli vísað til kynningar og umræðu frá velferðarnefnd.
Niðurstaða þessa fundar:
Fundargerð 34. fundar öldungaráðs lögð fram til kynningar á 836. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.
7.4. Þjónusta sveitarfélaga 2022 - Gallup 202302063
Niðurstöður þjónustukönnunar Gallup fyrir Mosfellsbæ á árinu 2022 lögð fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Fundargerð 34. fundar öldungaráðs lögð fram til kynningar á 836. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.
7.5. Beiðni um stækkun dagdvalar í Mosfellsbæ 202202075
Stækkun dagdvalar í Mosfellsbæ lögð fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Fundargerð 34. fundar öldungaráðs lögð fram til kynningar á 836. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.
8. Fundargerð 485. fundar Sorpu bs.202309606
Fundargerð 485. fundar Sorpu bs. lögð fram til kynningar á 836. fundi bæjarstjórnar.
Fundargerð 485. fundar Sorpu bs. lögð fram til kynningar á 836. fundar bæjarstjórnar.
9. Fundargerð 564. fundar stjórnar SSH202309629
Fundargerð 564. fundar stjórnar SSH lögð fram til kynningar á 836. fundi bæjarstjórnar.
Fundargerð 564. fundar stjórnar SSH lögð fram til kynningar á 836. fundi bæjarstjórnar.
10. Fundargerð 934. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga202310100
Fundargerð 934. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar á 836. fundi bæjarstjórnar.
Fundargerð 934. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar á 836. fundi bæjarstjórnar.
11. Fundargerð 17. fundar heilbrigðisnefndar202310108
Fundargerð 17. fundar heilbrigðisnefndar lögð fram til kynningar á 836. fundi bæjarstjórnar.
Fundargerð 17. fundar heilbrigðisnefndar lögð fram til kynningar á 836. fundi bæjarstjórnar.