16. nóvember 2023 kl. 16:15,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) aðalmaður
- Svala Árnadóttir (SÁ) aðalmaður
- Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) aðalmaður
- Jónas Sigurðsson (JS) aðalmaður
- Jóhanna Borghildur Magnúsdóttir (JBM) aðalmaður
- Þorsteinn Birgisson (ÞB) aðalmaður
- Jórunn Edda Hafsteinsdóttir (JEH) aðalmaður
- Elva Hjálmarsdóttir embættismaður
- Sigurbjörg Fjölnisdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs
Fundargerð ritaði
Elva Hjálmarsdóttir Ráðgjafi á velferðarsviði
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Könnun í málaflokki eldri borgara202310508
Tillaga um könnun í málaflokki eldri borgara lögð fyrir Öldungaráð til kynningar.
Öldungaráð fagnar ákvörðun um könnun í málaflokki eldri borgara og þykir mikilvægt að byrja á þjónustukönnun fyrir þá sem eru að nýta stuðningsþjónustu í sveitarfélaginu.
Gestir
- Ólafía Dögg Ásgeirsdóttir
2. Þarfagreining vegna húsnæðis fyrir félagsstarf eldri borgara202310598
Þarfagreining vegna húsnæðis fyrir félagsstarfið lögð fyrir öldungaráð til kynningar. Máli vísað frá velferðarnefnd.
Öldungaráð fagnar því að fara eigi í þarfagreiningu varðandi félagsstarf eldri borgara og hafa áhuga á því að taka þátt í slíkri greiningu.
Í samtalinu komu upp umræður varðandi húsnæðismál, mikilvægi teymisvinnu/starfshóps ólíkra hagsmunaaðila og þörf til að greina milli þess hvort verið sé að þarfagreina starfsemi þjónustumiðstöðvar eða félagsmiðstöðvar.3. Lykiltölur 2023202304012
Lykiltölur velferðarsviðs janúar til september 2023 lagðar fyrir til kynningar.
Lagt fram og kynnt.
4. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2024 til 2027202303627
Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2024 til 2027 lögð fram til kynningar.
Fjárhagsáætlun lögð fram og kynnt.