27. ágúst 2024 kl. 15:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) aðalmaður
- Svala Árnadóttir (SÁ) aðalmaður
- Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) aðalmaður
- Jónas Sigurðsson (JS) aðalmaður
- Þorsteinn Birgisson (ÞB) aðalmaður
- Jórunn Edda Hafsteinsdóttir (JEH) aðalmaður
- Guðlaug Birna Steinarsdóttir embættismaður
- Sigurbjörg Fjölnisdóttir embættismaður
- Guðleif Birna Leifsdóttir embættismaður
- Ólafur Guðmundsson 2. varamaður
Fundargerð ritaði
Guðlaug Birna Steinarsdóttir Félagsráðgjafi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Þjónustukönnun Pant 2024202407055
Þjónustukönnun Pant akstursþjónustu 2024 lögð fyrir til kynningar. Máli vísað frá velferðarnefnd.
Lagt fram.
2. Kannanir 2024202403134
Niðurstöður þjónustukönnunar heimaþjónustu fyrir 67 ára og eldri lögð fyrir til kynningar og umræðu. Máli vísað frá velferðarnefnd.
Öldungaráð lýsir yfir ánægju með framkvæmd könnunarinnar og þær jákvæðu niðurstöður sem þar koma fram og þakkar starfsfólki Mosfellsbæjar fyrir frábæra vinnu.
Gestir
- Ólafía Dögg Ásgeirsdóttir
4. Flutningur félagsstarfs í Brúarland202407116
Staða á flutningi félagsstarfsins í Brúarland kynnt. Máli vísað frá velferðarnefnd.
Öldungaráð fagnar flutningi félagsstarfsins í Brúarland.
5. Kynningarfundur fyrir eldri borgara í Mosfellsbæ202408194
Fyrirkomulag vegna fyrirhugaðs kynningarfundar fyrir eldri borgara 28. ágúst nk. rætt. Máli vísað frá velferðarnefnd.
Dagskrá og fyrirkomulag fundarins kynnt.
6. Matarþjónusta að Eirhömrum202408164
Tillaga að breyttu fyrirkomulagi vegna heimsendingu matar lögð fyrir til kynningar. Máli vísað frá velferðarnefnd.
Lagt fram og kynnt.
7. Lykiltölur 2024202404149
Lykiltölur velferðarsviðs janúar-júní 2024 kynntar.
Lagt fram og rætt.
8. Ársskýrsla Mosfellsbæjar 2023202406655
Ársskýrsla Mosfellsbæjar 2023 lögð fram.
Ársskýrsla lögð fram og kynnt. Skýrslan er vel framsett og auðskiljanleg.