Mál númer 201811119
- 15. júní 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #807
Lögð er fram til afgreiðslu breyting á aðalskipulagi fyrir Dalland í Miðdal þar sem óbyggðu landi er breytt í landbúnaðarland. Hjálögð er minjaskráning landsins og umsögn Minjastofnunar Íslands um hana og skipulagið dags. 07.06.2022.
Afgreiðsla 567. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 807. fundi bæjarstjórnar með ellefu atkvæðum.
- 10. júní 2022
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #567
Lögð er fram til afgreiðslu breyting á aðalskipulagi fyrir Dalland í Miðdal þar sem óbyggðu landi er breytt í landbúnaðarland. Hjálögð er minjaskráning landsins og umsögn Minjastofnunar Íslands um hana og skipulagið dags. 07.06.2022.
Skipulagsnefnd samþykkir breytingu á aðalskipulagi og skal hún hljóta afgreiðslu skv. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
- 6. apríl 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #802
Skipulagsnefnd samþykkti á 557. fundi sínum að auglýsa breytingu á deiliskipulagi við Dalland þar sem landbúnaðarland var stækkað. Aðalskipulagsbreytingin var auglýst í Lögbirtingarblaðinu, Mosfellingi, á vef Mosfellsbæjar og kynnt helstu umsagnaraðilum. Athugasemdafrestur var frá 03.02.2022 til og með 24.03.2022. Lagðar eru fram til kynningar umsagnir sem bárust frá Minjastofnun Íslands, dags. 08.02.2022, Vegagerðinni, dags. 14.03.2022, Veðurstofu Íslands, dags. 22.03.2022, Svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins, dags. 25.02.2022 og Náttúrufræðistofnun Íslands, dags. 22.03.2022.
Afgreiðsla 563. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 801. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 6. apríl 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #802
Skipulagsnefnd samþykkti á 557. fundi sínum að auglýsa breytingu á deiliskipulagi við Dalland þar sem landbúnaðarland var stækkað. Aðalskipulagsbreytingin var auglýst í Lögbirtingarblaðinu, Mosfellingi, á vef Mosfellsbæjar og kynnt helstu umsagnaraðilum. Athugasemdafrestur var frá 03.02.2022 til og með 24.03.2022. Lagðar eru fram til kynningar umsagnir sem bárust frá Minjastofnun Íslands, dags. 08.02.2022, Vegagerðinni, dags. 14.03.2022, Veðurstofu Íslands, dags. 22.03.2022, Svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins, dags. 25.02.2022 og Náttúrufræðistofnun Íslands, dags. 22.03.2022.
Afgreiðsla 563. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 802. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 1. apríl 2022
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #563
Skipulagsnefnd samþykkti á 557. fundi sínum að auglýsa breytingu á deiliskipulagi við Dalland þar sem landbúnaðarland var stækkað. Aðalskipulagsbreytingin var auglýst í Lögbirtingarblaðinu, Mosfellingi, á vef Mosfellsbæjar og kynnt helstu umsagnaraðilum. Athugasemdafrestur var frá 03.02.2022 til og með 24.03.2022. Lagðar eru fram til kynningar umsagnir sem bárust frá Minjastofnun Íslands, dags. 08.02.2022, Vegagerðinni, dags. 14.03.2022, Veðurstofu Íslands, dags. 22.03.2022, Svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins, dags. 25.02.2022 og Náttúrufræðistofnun Íslands, dags. 22.03.2022.
Umsagnir kynntar. Skipulagsfulltrúa falin áframhaldandi vinna máls.
Samþykkt með fimm atkvæðum. - 26. janúar 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #797
Lögð er fram að nýju til kynningar og afgreiðslu aðalskipulagsbreyting til endurauglýsingar fyrir Dalland 123625 þar sem hluti lands breytist úr óbyggðu svæði í landbúnaðarland. Skipulagslýsing vegna aðalskipulagsbreytingarinnar var kynnt frá 06.07.2020 til og með 04.08.2020. Fyrri auglýsing breytingar var kynnt frá 17.12.2020 til og með 08.02.2021. Hjálögð eru drög að svörum athugasemda við fyrri auglýsingu málsins.
Afgreiðsla 557. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 797. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 21. janúar 2022
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #557
Lögð er fram að nýju til kynningar og afgreiðslu aðalskipulagsbreyting til endurauglýsingar fyrir Dalland 123625 þar sem hluti lands breytist úr óbyggðu svæði í landbúnaðarland. Skipulagslýsing vegna aðalskipulagsbreytingarinnar var kynnt frá 06.07.2020 til og með 04.08.2020. Fyrri auglýsing breytingar var kynnt frá 17.12.2020 til og með 08.02.2021. Hjálögð eru drög að svörum athugasemda við fyrri auglýsingu málsins.
Skipulagsnefnd samþykkir að aðalskipulagsbreytingin skuli hljóta afgreiðslu skv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og síðar auglýsingu skv. 31. gr. sömu laga.
Bókun Sveins Óskars Sigurðssonar fulltrúa M-lista, Miðflokks:
Varðandi aðalskipulag þessa svæðis er einnig mikilvægt að þeir sem búa við Hafravatn og í nágrenni þess svæðis, þar sem m.a. er skipulagt frístundasvæði, fái áheyrn hjá Mosfellsbæ þegar kemur að margvíslegum réttindum þeirra. Það snýr m.a. að innviðum á svæðinu, sbr. ástands Hafravatnsvegar. - 24. febrúar 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #777
Skipulagsnefnd samþykkti á 527. fundi sínum að auglýsa aðalskipulagsbreytingu fyrir Dalland, óbyggt land. Athugasemdafrestur var frá 17.12.2020 til og með 08.02.2021. Lagðar eru fram til kynningar umsagnir og athugasemdir.
Afgreiðsla 533. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 777. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 19. febrúar 2021
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #533
Skipulagsnefnd samþykkti á 527. fundi sínum að auglýsa aðalskipulagsbreytingu fyrir Dalland, óbyggt land. Athugasemdafrestur var frá 17.12.2020 til og með 08.02.2021. Lagðar eru fram til kynningar umsagnir og athugasemdir.
Athugasemdir kynntar. Málinu vísað til frekari skoðunar og úrvinnslu hjá skipulagsfulltrúa og bæjarlögmanni.
- FylgiskjalAðalskipulagsbreyting Dalland - Tillaga.pdfFylgiskjalGunnar Dungal - Athugasemdir.pdfFylgiskjalFríða Björg Eðvarðsdóttir - Athugasemdir.pdfFylgiskjalMinjastofnun Íslands - Umsögn.pdfFylgiskjalUmhverfisstofnun - Umsögn.pdfFylgiskjalSvæðisskipulagsnefnd - Fundargerð 98..pdfFylgiskjalSkipulagsstofnun - Dalland, landbúnaðarsvæði.pdf
- 11. nóvember 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #771
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu aðalskipulagsbreyting fyrir Dalland 123625 þar sem hluti lands breytist úr óbyggðu svæði í landbúnaðarland. Skipulagslýsing vegna aðalskipulagsbreytingarinnar var kynnt frá 06.07.2020 til og með 04.08.2020.
Afgreiðsla 527. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 771. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 6. nóvember 2020
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #527
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu aðalskipulagsbreyting fyrir Dalland 123625 þar sem hluti lands breytist úr óbyggðu svæði í landbúnaðarland. Skipulagslýsing vegna aðalskipulagsbreytingarinnar var kynnt frá 06.07.2020 til og með 04.08.2020.
Skipulagsnefnd samþykkir að aðalskipulagsbreytingin hljóti afgreiðslu skv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga og auglýsingu skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
- 2. september 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #766
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar samþykkti á 517. fundi nefndarinnar að skipulagslýsing fyrir hugsanlega aðalskipulagsbreyting á Dallandi auglýst í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdafrestur var frá 06.07.2020 til og með 04.08.2020. Umsagnir bárust frá Skipulagsstofnun, dags. 29.07.2020 , Minjastofnun Íslands, dags. 19.08.2020, og Hjörleifi B. Kvaran, f.h. Gunnars B. Dungal og Þórdísar Öldu Sigurðardóttur, dags. 31.07.2020.
Afgreiðsla 521. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 766. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 28. ágúst 2020
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #521
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar samþykkti á 517. fundi nefndarinnar að skipulagslýsing fyrir hugsanlega aðalskipulagsbreyting á Dallandi auglýst í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdafrestur var frá 06.07.2020 til og með 04.08.2020. Umsagnir bárust frá Skipulagsstofnun, dags. 29.07.2020 , Minjastofnun Íslands, dags. 19.08.2020, og Hjörleifi B. Kvaran, f.h. Gunnars B. Dungal og Þórdísar Öldu Sigurðardóttur, dags. 31.07.2020.
Umsagnir eftir auglýsingu kynntar. Skipulagsfulltrúa falin áframhaldandi vinna málsins.
- 24. júní 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #764
Lögð er fram lýsing fyrir aðalskipulagsbreytingu fyrir Dalland L123625.
Afgreiðsla 517. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 764. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 19. júní 2020
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #517
Lögð er fram lýsing fyrir aðalskipulagsbreytingu fyrir Dalland L123625.
Skipulagsnefnd samþykkir að lýsingin fyrir aðalskipulagsbreytingu í Dallandi skuli kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
- 13. maí 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #761
Á 512. fundi skipulagsnefndar og á 758. fundi bæjarstjórnar var samþykkt að leggja skyldi drög að samkomulagi fyrir bæjarráð. Meðfylgjandi eru drög að samkomulagi og afsali á spildu.
Afgreiðsla 1441. fundar bæjarráðs samþykkt á 761. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 30. apríl 2020
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1441
Á 512. fundi skipulagsnefndar og á 758. fundi bæjarstjórnar var samþykkt að leggja skyldi drög að samkomulagi fyrir bæjarráð. Meðfylgjandi eru drög að samkomulagi og afsali á spildu.
Samþykkt með þremur atkvæðum bæjarráðs að fela bæjarstjóra að undirrita samning við eigendur L123625 í samræmi við þau drög sem lögð hafa verið fram sem felur í sér afsal á spilldu til Mosfellsbæjar, tillögu að breytingu á aðalskipulagi, afturköllun stjórnsýslukæru og tryggingu fyrir nýtingu vatns.
Bæjarráð felur skipulagsfulltrúa að koma með tillögu að aðalskipulagi á svæðinu og leggja fyrir skipulagsnefnd.
- 1. apríl 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #758
Lagt er fram minnisblað Esterar Petru Gunnarsdóttur, lögfræðings á Umhverfissviði, vegna Dallands. Á 508. fundi skipulagsnefndar 31. janúar 2020 samþykkti skipulagsnefnd að taka fyrir að nýju beiðni umsækjanda um breytingu aðalskipulags.
Afgreiðsla 512. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 758. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum með þeirri breytingu að drög að samkomulaginu verði lagt fyrir bæjarráð.
- 27. mars 2020
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #512
Lagt er fram minnisblað Esterar Petru Gunnarsdóttur, lögfræðings á Umhverfissviði, vegna Dallands. Á 508. fundi skipulagsnefndar 31. janúar 2020 samþykkti skipulagsnefnd að taka fyrir að nýju beiðni umsækjanda um breytingu aðalskipulags.
Minnisblaðið er kynnt og lögmanni bæjarins skal falið að ganga frá samkomulagi við málsaðila.
- 5. febrúar 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #753
Á 488. fundi skipulagsnefndar 28. júní 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd hafnar beiðni um breytingu deiliskipulags enda er ekkert deiliskipulag til staðar og nýtt deiliskipulag í samræmi við óskir bréfritara yrði í andstöðu við staðfest aðalskipulag. Skipulagsnefnd felur lögmanni Mosfellsbæjar að vinna að úrlausn kröfu bréfritara um breytingu aðalskipulags og leggja tillögu sína að lausn málsins fyrir næsta fund nefndarinnar." Lögmaður Mosfellsbæjar mætir á fundinn kl. 8:40 og gerir grein fyrir stöðu máls.
Afgreiðsla 508. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 753. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 31. janúar 2020
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #508
Á 488. fundi skipulagsnefndar 28. júní 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd hafnar beiðni um breytingu deiliskipulags enda er ekkert deiliskipulag til staðar og nýtt deiliskipulag í samræmi við óskir bréfritara yrði í andstöðu við staðfest aðalskipulag. Skipulagsnefnd felur lögmanni Mosfellsbæjar að vinna að úrlausn kröfu bréfritara um breytingu aðalskipulags og leggja tillögu sína að lausn málsins fyrir næsta fund nefndarinnar." Lögmaður Mosfellsbæjar mætir á fundinn kl. 8:40 og gerir grein fyrir stöðu máls.
Lögmaður Mosfellsbæjar gerir grein fyrir stöðu máls. Skipulagsnefnd samþykkir að taka fyrir að nýju beiðni umsækjanda um breytingu aðalskipulags.
- 13. nóvember 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #749
Krafa um leiðréttingu á landnotkun - Dalland lnr. 123625
Afgreiðsla 1419. fundar bæjarráðs samþykkt á 749. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 31. október 2019
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1419
Krafa um leiðréttingu á landnotkun - Dalland lnr. 123625
Bæjarráð hafnar erindinu með 3 atkvæðum enda hefur áður verið tekin afstaða til efnislega sama erindis og skilyrði endurupptöku ekki uppfyllt þar sem fyrri ákvörðun byggði á réttum upplýsingum.
- 15. ágúst 2019
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1408
Á 484. fundi skipulagsnefndar 10. maí 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd vísar erindinu til lögmanns bæjarins til umsagnar." Lögð fram umsögn lögmanns bæjarins.
Afgreiðsla 490. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 1408. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
- 19. júlí 2019
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #490
Á 484. fundi skipulagsnefndar 10. maí 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd vísar erindinu til lögmanns bæjarins til umsagnar." Lögð fram umsögn lögmanns bæjarins.
Bryndís Brynjarsdóttir fulltrúi VG vék af fundi við meðferð þessa erindis
Lagt fram minnisblað lögmanns Mosfellsbæjar.
Erindi bréfritara um breytingar á aðalskipulagi vísað áfram til vinnu sveitarfélagsins við endurskoðun aðalskipulags.Breyting á deiliskipulagi á ekki við þar sem deiliskipulag er ekki fyrir hendi.
Samþykkt með 3 atkvæðum, fulltrúi L-lista sat hjá. - 11. júlí 2019
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1406
Á 484. fundi skipulagsnefndar 10. maí 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd vísar erindinu til lögmanns bæjarins til umsagnar."
Afgreiðsla 488. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 1406. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
- 28. júní 2019
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #488
Á 484. fundi skipulagsnefndar 10. maí 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd vísar erindinu til lögmanns bæjarins til umsagnar."
Skipulagsnefnd hafnar beiðni um breytingu deiliskipulags enda er ekkert deiliskipulag til staðar og nýtt deiliskipulag í samræmi við óskir bréfritara yrði í andstöðu við staðfest aðalskipulag. Skipulagsnefnd felur lögmanni Mosfellsbæjar að vinna að úrlausn kröfu bréfritara um breytingu aðalskipulags og leggja tillögu sína að lausn málsins fyrir næsta fund nefndarinnar.
- 15. maí 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #739
Á 473. fundi skipulagsnefndar 7. desember 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að funda með bréfriturum." Skipulagsfulltrúi hefur fundað með bréfriturum, borist hefur viðbótarerindi.
Afgreiðsla 484. fundar skipulagsnefndr samþykkt á 739. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 10. maí 2019
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #484
Á 473. fundi skipulagsnefndar 7. desember 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að funda með bréfriturum." Skipulagsfulltrúi hefur fundað með bréfriturum, borist hefur viðbótarerindi.
Skipulagsnefnd vísar erindinu til lögmanns bæjarins til umsagnar.
- 12. desember 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #730
Borist hefur erindi frá eigendum lögbýlis Dalland landnr. 123625 dags. 8. nóvember 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir lögbýlið Dalland.
Afgreiðsla 473. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 730. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 7. desember 2018
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #473
Borist hefur erindi frá eigendum lögbýlis Dalland landnr. 123625 dags. 8. nóvember 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir lögbýlið Dalland.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að funda með bréfriturum.