10. maí 2019 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
- Margrét Guðjónsdóttir (MGu) varamaður
- Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
- Jón Pétursson aðalmaður
- Ölvir Karlsson (ÖK) áheyrnarfulltrúi
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) áheyrnarfulltrúi
- Ólafur Melsted skipulagsfulltrúi
- Tómas Guðberg Gíslason umhverfissvið
Fundargerð ritaði
Tómas G. Gíslason umhverfisstjóri
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Selvatn - ósk um gerð deiliskipulags201905022
Borist hefur erindi frá Hallgrími Ólafssyni dags. 3. maí 2019 varðandi ósk um gerð deiliskipulags við Selvatn.
Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að hefja vinnu við gerð deiliskipulags sem hefst með gerð skipulagslýsingar sbr. 40. gr. skipulagslaga.
2. Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030 - Sjómannaskólareitur og Veðurstofuh201805204
Borist hefur erindi frá Reykjavíkurborg dags. 23. apríl 2019 varðandi breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur fyrir Sjómannaskólareit.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við erindið.
3. Stórikriki 59 - breyting á deiliskipulagi201901307
Á 479. fundi skipulagsnefndar 1. mars 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi." Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi.
Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
Samþykkt með 3 atkvæðum D og V lista. Fulltrúar L og M lista sitja hjá.4. Kolviður, ósk um 12 tilraunareiti í skógrækt á Mosfellsheiði201904297
Á 483. fundi skipulagsnefnar 26. apríl 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd vísar erindinu til umsagnar umhverfisnefndar." Lagt fram minnisblað umhverfisstjóra.
Skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi byggðu á ákvæði í Aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030.
5. Í Suður Reykjalandi lnr. 125425 - Deiliskipulag201802083
Á 483. fundi skipulagsnefndar 26. apríl 2019 kynntu Ólöf Guðný Valdimarsdóttir og Björn Stefán Hallsson hugmyndir að deiliskipulagi fyrir svæðið. Umræður urðu um málið.
Skipulagsnefnd vísar erindinu til umsagnar umhverfisnefndar.
6. Breyting á deiliskipulagi - Dalland 123625201811119
Á 473. fundi skipulagsnefndar 7. desember 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að funda með bréfriturum." Skipulagsfulltrúi hefur fundað með bréfriturum, borist hefur viðbótarerindi.
Skipulagsnefnd vísar erindinu til lögmanns bæjarins til umsagnar.
7. Bjarkarholt 22a - ný dreifistöð Veitna201904318
Borist hefur erindi frá Veitum ohf. dags. 24. apríl 2019 varðandi nýja dreifistöð í Bjarkarholti 22a.
Skipulagsnefnd óskar eftir kynningu frá Veitum ohf. á næsta fundi nefndarinnar.
8. Þverholt 1/Umsókn um byggingarleyfi201902204
Byggingarfélagið Upprisa ehf. Háholti 14 sækir um leyfi til stækkunar ásamt breytinga innra skipulags og notkunar eldra húsnæðis á lóðinni Þverholt nr.1 í samræmi við framlögð gögn. Stækkun 22,2m², 73,0 m³. Byggingarfulltrúi óskar eftir umsögn skipulagsnefndar um erindið.
Umræður um málið. Málinu frestað til næsta fundar.
9. Þverholt 5 - ósk um breytingu á atvinnuhúsnæði í íbúðarhúsnæði201902118
Á 482. fundi skipulagsnefndar 29. mars 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd óskar eftir umsögn byggingarfulltrúa um málið." Lögð fram umsögn byggingarfulltrúa.
Skipulagsnefnd felur byggingarfulltrúa að afgreiða málið.
10. Leirvogstunga 35 - breyting á deiliskipulagi201812221
Á 479. fundi skipulagsnefndar 1. mars 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna erindið þegar fullnægjandi gögn hafa borist." Borist hefur viðbótarerindi.
Skipulagsnefnd vísar erindi varðandi stækkun lóðar til bæjarráðs, en óskar ennfremur eftir teikningum af innra skipulagi fasteignarinnar.
11. Laxatunga 48 - umsókn um aukainngang í hús201812205
Á 474. fundi skipulagsnefnar 16. janúar 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd synjar erindinu þar sem breyting er ekki í samræmi við skilmála gildandi deiliskipulags." Borist hefur viðbótarerindi.
Frestað vegna tímaskorts.
12. Efri-Klöpp - stækkun á húsi lnr. 125248201901118
Á 475. fundi skipulagsnefndar 11. janúar 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd óskar eftir frekari gögnum, þar sem m.a. er gerð nánari grein fyrir stærð viðbyggingar og takmörkunum með tilliti til vatnsverndar samkvæmt ákvæðum svæðisskipulags Höfuðborgarsvæðisins." Borist hafa viðbótargögn.
Frestað vegna tímaskorts.
13. Sólvellir - landþróun í landi Sólvalla201905050
Borist hefur erindi frá Sólvöllum landþróunarfélagi dags. 5. maí 2019 varðandi landþróun í landi Sólvalla. Á fundinn mættu fulltrúa Sólvalla.
Fulltrúar Sólvalla mættu á fundinn og kynntu hugmyndir sínar að landþróun í landi Sólvalla.
Umræður um málið.
Fundargerðir til kynningar
14. Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 32201905004F
14.1. Kvíslatunga 120 - breyting á deiliskipulagi 201812155
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi var grenndarkynnt með bréfi dags. 18. mars 2019 með athugasemdafresti til 16. apríl 2019. Engar athugasemdir bárust.
14.2. Vatnstankur í Úlfarsfellshlíðum 201611188
Tillaga að deiliskipulagi var auglýst frá 1. mars 2019 til og með 12. apríl 2019. Engar athugasemdir bárust.
14.3. Bjargslundur 6&8 - breyting á deiliskipulagi 201705246
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi var auglýst frá 22. febrúar til og með 5. apríl 2019. Engar athugasemdir bárust.
14.4. Í Miðdalslandi l.nr. 125323, ósk um skiptingu í 4 lóðir 201605282
Tillaga að deiliskipulagi var auglýst frá 1. mars 2019 til og með 12. apríl 2019. Engar athugasemdir bárust.
15. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 364201904031F
15.1. Efstaland 7, Umsókn um byggingarleyfi 201801025
Óðinsauga, Stórikriki 55, sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu einbýlishús á tveimur hæðum með innbyggðri bílgeymslu og auka íbúð á lóðinni Efstaland nr. 7 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: Íbúð 232,8 m², auka íbúð 79,9 m², bílgeymsla 50,8 m², 970,73 m³.
15.2. Skálahlíð 7A, Fyrirspurn um byggingarleyfi 201903104
Skálatún sækir um leyfi til að byggja við núverandi timburhús á lóðinni Skálahlíð nr.7a, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir fyrir breytingu: 92,3 m², 316,0 m³. Stærðir eftir breytingu: 116,0 m², 418,8 m³.
16. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 365201905005F
16.1. Ástu-Sólliljugata 19-21, Umsókn um byggingarleyfi. 201806287
Framkvæmdir og Ráðgjöf ehf., Laufrimi 71 Reykjavík, sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta fjölbýlishúss á lóðinni Ástu-Sólliljugata nr. 19-21, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
16.2. Hlaðgerðarkot/Umsókn um byggingarleyfi. 201606012
Samhjálp félagasamtök Hlíðarsmára 14 Kópavogi sækja um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta, ásamt uppfærði skráningartöflu, meðferðarkjarna Samhjálpar að Hlaðgerðarkoti í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
16.3. Leirutangi 24, beiðni um byggingu bílskúrs 2016081674
Guðrún Helga Steinsdóttir og Guðjón Birgir Rúnarsson Leirutanga 24 sækja um leyfi til að byggja úr steinsteypu og timbri bílskúr á lóðinni Leirutangi nr. 24, í samræmi við framlögð gögn. Umsókn um byggingarleyfi hefur verið grenndarkynnt og bárust engar athugasemdir.
Stærðir: Bílskúr 50,0 m², 183,0 m³.16.4. Vefarastræti 15-19/ byggingarleyfisumsókn. 201605042
Byggingarfélagið Bakki Þverholti 2 Mosfellsbæ sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðluppdrátta fjögurra hæða fjölbýlishús á lóðinni nr. 15-19 við Vefarastræti í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir breytast ekki.16.5. Þverholt 1/Umsókn um byggingarleyfi 201902204
Byggingarfélagið Upprisa ehf. Háholti 14 sækir um leyfi til stækkunar ásamt breytinga innra skipulags og notkunar eldra húsnæðis á lóðinni Þverholt nr.1 í samræmi við framlögð gögn. Stækkun 22,2m², 73,0 m³.
16.6. Þverholt 27, 29 og 31, Umsókn um byggingarleyfi. 201706014
Byggingarfélagið Bakki Þverholti 2 sækir um leyfi til til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta, ásamt uppfærðri skráningartöflu, 30 íbúða fjöleignahúss með bílakjallara á lóðinni nr. 27-31 við Þverholt í samræmi við framlögð gögn. Stækkun 41,8 m², minnkun rúmmáls 90,8 m³.