19. febrúar 2021 kl. 07:00,
í fjarfundi
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) aðalmaður
- Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
- Jón Pétursson aðalmaður
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) áheyrnarfulltrúi
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) áheyrnarfulltrúi
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
- Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. LeirvogstungaTungubakkar - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi202010303
Borist hafa breyttar teikningar og áætlanir fyrir fjarskiptamastur Nova við Tungubakka. Upprunalegt erindi var tekið fyrir á 516. fundi nefndarinnar. Erindinu var frestað vegna tímaskorts á 531. fundi nefndarinnar. Meðfylgjandi eru frekari samskipti við fjarskiptafyrirtækin.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við breytta útfærslu masturs og vísar fullnaðarafgreiðslu erindis til byggingarfulltrúa.
2. Brúarfljót 6-8 - atvinnuhúsnæði202101446
Borist hefur erindi frá Aðalsteini Jóhannssyni, f.h. Bull Hill Capital, dags. 25.01.2021, með ósk um vilyrði fyrir uppbyggingaráformum að Brúarfljóti 6-8. Skipulagsnefnd vísaði erindinu til frekari skoðunar hjá Umhverfissviði á síðasta fundi nefndarinnar. Umsækjandi er handhafi lóðar.
Áform um sameiningu lóða samþykkt og uppbyggingarhugmyndir við Brúarfljót 6-8 geta fallið að skilmálum gildandi deiliskipulags, með fyrirvara um vandaðan frágang. Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við erindið.
Jón Pétursson fulltrúi M-lista situr hjá.3. Breyting á aðalskipulagi - Dalland 123625201811119
Skipulagsnefnd samþykkti á 527. fundi sínum að auglýsa aðalskipulagsbreytingu fyrir Dalland, óbyggt land. Athugasemdafrestur var frá 17.12.2020 til og með 08.02.2021. Lagðar eru fram til kynningar umsagnir og athugasemdir.
Athugasemdir kynntar. Málinu vísað til frekari skoðunar og úrvinnslu hjá skipulagsfulltrúa og bæjarlögmanni.
- FylgiskjalAðalskipulagsbreyting Dalland - Tillaga.pdfFylgiskjalGunnar Dungal - Athugasemdir.pdfFylgiskjalFríða Björg Eðvarðsdóttir - Athugasemdir.pdfFylgiskjalMinjastofnun Íslands - Umsögn.pdfFylgiskjalUmhverfisstofnun - Umsögn.pdfFylgiskjalSvæðisskipulagsnefnd - Fundargerð 98..pdfFylgiskjalSkipulagsstofnun - Dalland, landbúnaðarsvæði.pdf
4. Helgadalsvegur 60 - deiliskipulag202003016
Skipulagsnefnd samþykkti á 528. fundi sínum að auglýsa nýtt deiliskipulag fyrir Helgadalsveg 60. Athugasemdafrestur var frá 17.12.2020 til og með 08.02.2021. Lagðar eru fram til kynningar umsagnir og fornleifaskýrsla. Skipulagstillaga lögð fram til afgreiðslu.
Deiliskipulagið er samþykkt og skal hljóta afgreiðslu skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
5. Brekkukot 123724 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi202011149
Skipulagsnefnd samþykkti á 530. fundi sínum að grenndarkynna byggingaráform að Brekkukoti. Athugasemdafrestur var frá 14.01.2021 til og með 15.02.2021. Lagðar eru fram til kynningar umsagnir sem og undirskriftarlisti. Gerðar hafa verið viðeigandi breytingar.
Þar sem athugasemdir hafa ekki áhrif á kynnt áform er byggingarfulltrúa heimilt að gefa út byggingarleyfi þegar umsókn samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, með síðari breytingum.
6. Bjarkarholt - Eir - breyting á deiliskipulagi202008039
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir Bjarkarholt 4-5 í samræmi við afgreiðslu nefndarinnar á 521. fundi hennar. Breytingin er sett fram á tveimur uppdráttum.
Ólafur Ingi Óskarsson áheyrnarulltrúi S-lista leggur fram tillögu um að fresta afgreiðslu málsins. Fellt með þremur atkvæðum D og V lista gegn tveimur atkvæðum L og M lista.
Bókun Ólafs Inga Óskarssonar áheyrnarulltrúa S lista: Hér er lögð fram skipulagstillaga sem felur í sér mikla breytingu á núverandi deiliskipulagi bæði hvað varðar fjölda íbúa og byggingarmagn. Það er því æskilegt áður en gengið er til afgreiðslu á þessari tillögu að nefndinni sé gefinn meiri tími til að fara yfir hana en nokkrir dagar og nokkurrar mínútna umræða í skipulagsnefnd.
Jón Pétursson fulltrúi M lista tekur undir bókun áheyrnarfulltrúa S lista.
Stefán Ómar Jónsson fulltrúi L lista tekur undir bókun áheyrnarfulltrúa S lista.
Lovísa Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi C lista tekur undir bókun áheyrnarfulltrúa S lista.Bókun fulltrúa D og V lista. Ekki er um afgreiðslu málsins að ræða á þessum fundi heldur er verið að samþykkja að auglýsa tillögu að deilskipulagsbreytingu. Málið kemur svo aftur til afgreiðslu nefdnarinnar að þegar athugasemdir liggja fyrir að auglýsingatíma loknum sem er eftir 6-8 vikur.
Skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa tillögu að deiliskipulagsbreytingu skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Áður en að endanlegri afgreiðslu skipulags kemur þarf að liggja fyrir undirritaður uppbyggingarsamningur við sveitarfélagið.
Samþykkt, fulltrúi M lista situr hjá.7. Skarhólabraut 30 - deiliskipulagsbreyting202102257
Borist hefur erindi frá Guðmundi Oddi Víðissyni, f.h. Skógræktarfélags Mosfellsbæjar, dags. 14.02.2021, með ósk um deiliskipulagsbreytingu á Skarhólabraut 30.
Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan hljóti afgreiðslu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsnefnd metur breytinguna óverulega þar sem hún telst minniháttar og með vísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga, um kynningarferli grenndarkynninga, metur skipulagsnefnd aðeins lóðarhafa, málsaðila, og sveitarfélagið hagsmunaaðila máls. Skipulagsnefnd ákveður því að falla frá kröfum um grenndarkynningu skv. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga. Breytingartillaga deiliskipulags telst því samþykkt og skal hljóta afgreiðslu skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og annast skipulagsfulltrúi staðfestingu skipulagsins.
8. Bjargslundur 6-8 - deiliskipulagsbreyting202102120
Borist hefur frá Kristni Ragnarssyni, f.h. landeiganda, dags. 15.02.2021, með ósk um deiliskipulagsbreytingu fyrir Bjargslund 6-8. Meðfylgjandi eru undirskriftir nágranna.
Frestað vegna tímaskorts
9. Grundartangi 32-36 - hækkun á þaki202004168
Borist hefur erindi frá Hildi Ýr Ottósdóttur, f.h. húseiganda Grundartanga 32-36, dags. 16.02.2021, með ósk um hækkun á þakki og nýtingu rishæðar í samræmi við gögn.
Frestað vegna tímaskorts
10. Brúarfljót 2 - aukið nýtingarhlutfall202102191
Borist hefur erindi frá Jóni Magnúsi Halldórssyni, dags. 10.02.2021, með ósk um aukið nýtingarhlutfall að Brúarfljóti 2.
Frestað vegna tímaskorts
11. Brúnás 6 - Sunnufell - deiliskipulagsbreyting202102169
Borist hefur erindi frá Axel Ketilssyni, dags. 08.02.2021, með ósk um deiliskipulagsbreytingu fyrir Brúnás 6.
Frestað vegna tímaskorts
12. Deiliskipulagsbreyting II á Esjumelum - Kæra202008350
Lögð er fram til kynningar niðurstaða Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í kæru nr. 96/2020 vegna deiliskipulagsbreytingar á Esjumelum í Reykjavík.
Frestað vegna tímaskorts
13. Borgarlínan - frumdrög að fyrstu lotu202102116
Á 1476. fundi bæjarráðs var samþykkt að skýrslan Borgarlína, 1. lota forsendur og frumdrög yrði kynnt fyrir skipulagsnefnd. Erindi barst frá Hrafnkatli Á. Proppé, forstöðumanni Borgarlínuverkefnisins, dags. 04.02.2021.
Frestað vegna tímaskorts