30. apríl 2020 kl. 07:30,
í fjarfundi
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Valdimar Birgisson (VBi) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested embættismaður
Fundargerð ritaði
Þóra M. Hjaltested lögmaður Mosfellsbæjar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Fjármögnun skv. fjárhagsáætlun 2020.201912076
Minnisblað um lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf.
Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkir með þremur atkvæðum á 1441. fundi að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 800.000.000, með lokagjalddaga þann 5. apríl 2034, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum í lánssamningi nr. 2005_34 sem bæjarráð hefur kynnt sér.
Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
Er lánið tekið til endurfjármögnunar afborgana lána og fjármögnun framkvæmda við skólabyggingar og íþrótta- og tómstundamannvirkja.
Jafnframt er Haraldi Sverrissyni, bæjarstjóra, kt. 141261-7119, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Mosfellsbæjar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.
2. Sumarstörf 2020202004287
Sumarstörf hjá Mosfellsbæ. Tímabundin átaksstörf í sumar.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum tillögu að nýjum tímabundnum átaksstörfum í sumar eins og boðið var upp á árunum 2009-2016 til að mæta þeim hópi sem er án atvinnu. Lagt er til að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun 2020 að upphæð 38,4 m.kr. til að mæta þessum kostnaði.
3. Endurskoðun skipulags og stjórnarhátta byggðasamlaga á höfuðborgarsvæðinu.202004304
Kynning frá Strategíu á fyrstu drögum að tillögum að endurskoðun á skipulagi og stjórnarháttum byggðasamlaga á höfuðborgarsvæðinu.
Helga Hlín Hákonardóttir og Guðrún Ragnarsdóttir frá Strategíu gerðu grein fyrir fyrstu drögum að tillögum að endurskoðun skipulags og stjórnarhátta byggðasamlaga á höfuðborgarsvæðinu. Í tillögunum eru kynntar helstu forsendur fyrir rekstri byggðasamlaga og á grundvelli þeirra eru lagðar fram þrjár sviðsmyndir um stjórnarhætti og skipulag byggðasamlaganna.
Gestir
- Helga Hlín Hákonardóttir frá Strategíu (HHH)
- Guðrún Ragnarsdóttir frá Strategíu (GR)
- Stefán Ómar Jónsson, bæjarfulltrúi L-lista
- Rúnar Bragi Guðlaugsson, bæjarfulltrúi D-lista
4. Æsustaðaland - ósk um gerð deiliskipulags.201905159
Lagt fyrir bæjarráð minnisblað umhverfissviðs vegna uppbyggingar á Æsustaðalandi.
Samþykkt með þremur atkvæðum bæjarráðs að fela lögmanni bæjarins og skipulagsfulltrúa að ræða við málsaðila og gera þeim grein fyrir að þau sjónarmið sem fram koma í minnisblaði varðandi fjárhagslega þætti og drög að deiliskipulagi og þurfi að vera uppfyllt til þess að af gerð samkomulags geti orðið.
5. Göngustígar Mosfellsdal.202004176
Ósk um gerð gönguleiða í Mosfellsdal.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs.
6. Kæra til Yfirfasteignamatsnefndar vegna Völuteigs 17.201912244
Máli vísað frá yfirfasteignamatsnefnd.
Frestað sökum tímaskorts.
7. Breyting á aðalskipulagi og deiliskipulagi - Dalland 123625201811119
Á 512. fundi skipulagsnefndar og á 758. fundi bæjarstjórnar var samþykkt að leggja skyldi drög að samkomulagi fyrir bæjarráð. Meðfylgjandi eru drög að samkomulagi og afsali á spildu.
Samþykkt með þremur atkvæðum bæjarráðs að fela bæjarstjóra að undirrita samning við eigendur L123625 í samræmi við þau drög sem lögð hafa verið fram sem felur í sér afsal á spilldu til Mosfellsbæjar, tillögu að breytingu á aðalskipulagi, afturköllun stjórnsýslukæru og tryggingu fyrir nýtingu vatns.
Bæjarráð felur skipulagsfulltrúa að koma með tillögu að aðalskipulagi á svæðinu og leggja fyrir skipulagsnefnd.
Gestir
- Ester Petra Gunnarsdóttir, starfsmaður umhverfissviðs
- Heiðar Örn Stefánsson, lögmaður
8. Minnkandi starfshlutfall - atvinnuleysi.202004177
Upplýsingar frá Sambandi íslenskra sveitafélaga um fjölda sem nýtt hefur minnkandi starfshlutfall og upplýsingar um hlutfall atvinnuleysis.
Frestað sökum tímaskorts.
9. Vatnstjón í Lágafellslaug.202004305
Vatnstjón varð í Lágafellslaug 25 apríl 2020. Upplýsingar veittar um stöðu.
Bæjarstjóri upplýsti að vatnstjón hefði orðið í Lágafellslaug.
10. Tillaga til þingsályktunar um forvarnir gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni - beiðni um umsögn.202004271
Tillaga til þingsályktunar um forvarnir gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni - beiðni um umsögn.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa málinu til umsagnar mannauðsstjóra sem hafi samráð við framkvæmdastjóra fjölskyldusvið og framkvæmdastjóra fræðslusviðs.