Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

30. apríl 2020 kl. 07:30,
í fjarfundi


Fundinn sátu

  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
  • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
  • Valdimar Birgisson (VBi) aðalmaður
  • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Þóra Margrét Hjaltested embættismaður

Fundargerð ritaði

Þóra M. Hjaltested lögmaður Mosfellsbæjar


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Fjár­mögn­un skv. fjár­hags­áætlun 2020.201912076

    Minnisblað um lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf.

    Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um á 1441. fundi að taka lán hjá Lána­sjóði sveit­ar­fé­laga að höf­uð­stól allt að kr. 800.000.000, með loka­gjald­daga þann 5. apríl 2034, í sam­ræmi við skil­mála að lána­samn­ingi sem liggja fyr­ir á fund­in­um í láns­samn­ingi nr. 2005_34 sem bæj­ar­ráð hef­ur kynnt sér.

    Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar sam­þykk­ir að til trygg­ing­ar lán­inu (höf­uð­stól, upp­greiðslu­gjaldi auk vaxta, drátt­ar­vaxta og kostn­að­ar), standa tekj­ur sveit­ar­fé­lags­ins, sbr. heim­ild í 2. mgr. 68. gr. sveit­ar­stjórn­ar­laga nr. 138/2011, nán­ar til­tek­ið út­svar­s­tekj­um sín­um og fram­lög­um til sveit­ar­fé­lags­ins úr Jöfn­un­ar­sjóði sveit­ar­fé­laga.

    Er lán­ið tek­ið til end­ur­fjármögn­un­ar af­borg­ana lána og fjár­mögn­un fram­kvæmda við skóla­bygg­ing­ar og íþrótta- og tóm­stunda­mann­virkja.

    Jafn­framt er Har­aldi Sverris­syni, bæj­ar­stjóra, kt. 141261-7119, veitt fullt og ótak­markað um­boð til þess f.h. Mos­fells­bæj­ar að und­ir­rita láns­samn­ing við Lána­sjóð sveit­ar­fé­laga sbr. fram­an­greint, sem og til þess að móttaka, und­ir­rita og gefa út, og af­henda hvers kyns skjöl, fyr­ir­mæli og til­kynn­ing­ar, sem tengjast lán­töku þess­ari, þ.m.t. beiðni um út­borg­un láns.

  • 2. Sum­arstörf 2020202004287

    Sumarstörf hjá Mosfellsbæ. Tímabundin átaksstörf í sumar.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um til­lögu að nýj­um tíma­bundn­um átaks­störf­um í sum­ar eins og boð­ið var upp á ár­un­um 2009-2016 til að mæta þeim hópi sem er án at­vinnu. Lagt er til að gerð­ur verði við­auki við fjár­hags­áætlun 2020 að upp­hæð 38,4 m.kr. til að mæta þess­um kostn­aði.

  • 3. End­ur­skoð­un skipu­lags og stjórn­ar­hátta byggða­sam­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.202004304

    Kynning frá Strategíu á fyrstu drögum að tillögum að endurskoðun á skipulagi og stjórnarháttum byggðasamlaga á höfuðborgarsvæðinu.

    Helga Hlín Há­kon­ar­dótt­ir og Guð­rún Ragn­ars­dótt­ir frá Strategíu gerðu grein fyr­ir fyrstu drög­um að til­lög­um að end­ur­skoð­un skipu­lags og stjórn­ar­hátta byggða­sam­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Í til­lög­un­um eru kynnt­ar helstu for­send­ur fyr­ir rekstri byggða­sam­laga og á grund­velli þeirra eru lagð­ar fram þrjár sviðs­mynd­ir um stjórn­ar­hætti og skipu­lag byggða­sam­lag­anna.

    Gestir
    • Helga Hlín Hákonardóttir frá Strategíu (HHH)
    • Guðrún Ragnarsdóttir frá Strategíu (GR)
    • Stefán Ómar Jónsson, bæjarfulltrúi L-lista
    • Rúnar Bragi Guðlaugsson, bæjarfulltrúi D-lista
    • 4. Æs­ustað­a­land - ósk um gerð deili­skipu­lags.201905159

      Lagt fyrir bæjarráð minnisblað umhverfissviðs vegna uppbyggingar á Æsustaðalandi.

      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um bæj­ar­ráðs að fela lög­manni bæj­ar­ins og skipu­lags­full­trúa að ræða við máls­að­ila og gera þeim grein fyr­ir að þau sjón­ar­mið sem fram koma í minn­is­blaði varð­andi fjár­hags­lega þætti og drög að deili­skipu­lagi og þurfi að vera upp­fyllt til þess að af gerð sam­komu­lags geti orð­ið.

    • 5. Göngu­stíg­ar Mos­fells­dal.202004176

      Ósk um gerð gönguleiða í Mosfellsdal.

      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs.

    • 6. Kæra til Yf­ir­fa­st­eigna­mats­nefnd­ar vegna Völu­teigs 17.201912244

      Máli vísað frá yfirfasteignamatsnefnd.

      Frestað sök­um tíma­skorts.

      • 7. Breyt­ing á að­al­skipu­lagi og deili­skipu­lagi - Dal­land 123625201811119

        Á 512. fundi skipulagsnefndar og á 758. fundi bæjarstjórnar var samþykkt að leggja skyldi drög að samkomulagi fyrir bæjarráð. Meðfylgjandi eru drög að samkomulagi og afsali á spildu.

        Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um bæj­ar­ráðs að fela bæj­ar­stjóra að und­ir­rita samn­ing við eig­end­ur L123625 í sam­ræmi við þau drög sem lögð hafa ver­ið fram sem fel­ur í sér af­sal á spilldu til Mos­fells­bæj­ar, til­lögu að breyt­ingu á að­al­skipu­lagi, aft­ur­köllun stjórn­sýslukæru og trygg­ingu fyr­ir nýt­ingu vatns.

        Bæj­ar­ráð fel­ur skipu­lags­full­trúa að koma með til­lögu að að­al­skipu­lagi á svæð­inu og leggja fyr­ir skipu­lags­nefnd.

        Gestir
        • Ester Petra Gunnarsdóttir, starfsmaður umhverfissviðs
        • Heiðar Örn Stefánsson, lögmaður
        • 8. Minnk­andi starfs­hlut­fall - at­vinnu­leysi.202004177

          Upplýsingar frá Sambandi íslenskra sveitafélaga um fjölda sem nýtt hefur minnkandi starfshlutfall og upplýsingar um hlutfall atvinnuleysis.

          Frestað sök­um tíma­skorts.

          • 9. Vatns­tjón í Lága­fells­laug.202004305

            Vatnstjón varð í Lágafellslaug 25 apríl 2020. Upplýsingar veittar um stöðu.

            Bæj­ar­stjóri upp­lýsti að vatns­tjón hefði orð­ið í Lága­fells­laug.

            • 10. Til­laga til þings­álykt­un­ar um for­varn­ir gegn kyn­ferð­is­legu og kyn­bundnu of­beldi og áreitni - beiðni um um­sögn.202004271

              Tillaga til þingsályktunar um forvarnir gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni - beiðni um umsögn.

              Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa mál­inu til um­sagn­ar mannauðs­stjóra sem hafi sam­ráð við fram­kvæmda­stjóra fjöl­skyldu­svið og fram­kvæmda­stjóra fræðslu­sviðs.

            Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:35