1. apríl 2022 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) aðalmaður
- Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
- Jón Pétursson aðalmaður
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) áheyrnarfulltrúi
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði
Árni Jón Sigfússon Byggingarfulltrúi
Eftirfarandi afbrigði samþykkt í upphafi fundar: Samþykkt með fimm atkvæðum að taka málið, Hamraborg - deiliskipulag, á dagskrá sem dagskrárlið nr. 1
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Hamraborg - deiliskipulag
201810282Borist hefur bréf frá Skipulagsstofnun, dags. 31.03.2022, með athugasemdum við greinargerð nýs deiliskipulags. Hjálagt er minnisblað skipulagsfulltrúa með tillögum að úrbótum greinargerðar í samræmi við ábendingar.
Bréf lagt fram og kynnt. Skipulagsnefnd samþykkir uppfærslu greinargerðar í samræmi við minnisblað og felur skipulagsfulltrúa að svara bréfi Skipulagsstofnunar.
Samþykkt með þremur atkvæðum.
Jón Pétursson fulltrúi M-lista, Miðflokks, og Stefán Ómar Jónsson fulltrúi L-lista, Vina Mosfellsbæjar, sitja hjá við afgreiðslu málsins.2. Breyting á aðalskipulagi - Dalland 123625
201811119Skipulagsnefnd samþykkti á 557. fundi sínum að auglýsa breytingu á deiliskipulagi við Dalland þar sem landbúnaðarland var stækkað. Aðalskipulagsbreytingin var auglýst í Lögbirtingarblaðinu, Mosfellingi, á vef Mosfellsbæjar og kynnt helstu umsagnaraðilum. Athugasemdafrestur var frá 03.02.2022 til og með 24.03.2022. Lagðar eru fram til kynningar umsagnir sem bárust frá Minjastofnun Íslands, dags. 08.02.2022, Vegagerðinni, dags. 14.03.2022, Veðurstofu Íslands, dags. 22.03.2022, Svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins, dags. 25.02.2022 og Náttúrufræðistofnun Íslands, dags. 22.03.2022.
Umsagnir kynntar. Skipulagsfulltrúa falin áframhaldandi vinna máls.
Samþykkt með fimm atkvæðum.3. Lækjarbotnar hliðarvegur
202203037Borist hefur erindi frá Kópavogsbæ, dags. 28.02.2022, með ósk um umsögn grenndarkynningar á framkvæmdaleyfi til Vegagerðarinnar vegna hliðarvega við Lækjarbotna samsíða Suðurlandsvegi.
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar gerir ekki athugasemd við útgáfu Kópavogsbæjar á framkvæmdaleyfi til Vegagerðarinnar. Framkvæmdin er ekki talin líkleg til þess að valda umtalsverðum neikvæðum umhverfisáhrifum enda umfang hennar ekki talið matsskylt.
Samþykkt með fimm atkvæðum.4. Suðurlandsvegur breikkun frá Bæjarhálsi að Hólmsá - ósk um umsögn
202203853Borist hefur erindi frá Skipulagsstofnun, dags. 23.03.2022, með ósk um umsögn á frummatsskýrslu mats á umhverfisáhrifum vegna breikkunar Vegagerðarinnar á Suðurlandsvegar frá Bæjarhálsi að Hólmsá. Í umsögn skal koma fram hvort umsagnaraðili hafi athugasemdir við umfjöllun í frummatsskýrslu út frá starfssviði umsagnaraðila, svo sem um gögn sem byggt er á, úrvinnslu gagna, mat á vægi og eðli umhverfisáhrifa eða framsetningu umhverfismatsskýrslu. Umsagnafrestur er til 25. apríl 2022.
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar gerir ekki athugasemd við umfjöllun um framkvæmdina sem fram kemur í frummatsskýrslu sem unnin er af Eflu verkfræðistofu. Framsetning gerir vandlega grein fyrir helstu áhrifaþáttum framkvæmdar og sérstaklega hefur verið unnið vel að rýni sjónrænna áhrifa og áhrifa á landrými.
Um 320 metra kafli framkvæmdarinnar er innan sveitarfélagamarka Mosfellsbæjar á einkalandi næst Hólmsá. Mosfellsbær mun annast útgáfu framkvæmdaleyfis á því svæði á grunni aðalskipulags Mosfellsbæjar, til Vegagerðarinnar og landeiganda, í samræmi við 13. og 15. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.
Samþykkt með fimm atkvæðum.5. Helgafellsland 1 L199954 - ósk um uppskiptingu lands
202103629Borist hefur erindi frá Ívari Pálssyni lögmanni, f.h. landeigenda Helgafellslands 1, dags. 29.03.2022, með ósk um stofnun lóðar undir íbúðarhús á landinu í samræmi við meðfylgjandi gögn.
Skipulagsnefnd heimilar uppskiptingu lands í samræmi við hnitsett gögn, skv. 1. mgr. 48. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Málinu er vísað til úrvinnslu á umhverfissviði.
Samþykkt með fimm atkvæðum.6. Miðsvæði Sunnukrika 401-M - aðalskipulagsbreyting
202203513Skipulagsnefnd samþykkti á 558. fundi sínum að kynna skipulagslýsingu fyrir aðal- og deiliskipulagsbreytingu á miðsvæði Mosfellsbæjar 401-M. Umsagnafrestur var frá 03.02.2022 til og með 21.02.2022. Lagðar eru fram til kynningar umsagnir sem bárust frá Skipulagsstofnun, dags. 10.03.2022, Minjastofnun Íslands, dags. 14.03.2022, Heilbrigðiseftirliti HEF, dags. 16.02.2022 og Svæðisskipulagsnefnd SSH, dags. 18.03.2022. Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að breyting á aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030 sem unnin er í samræmi við skipulagslýsingu og umsagnir þar sem innfærðar eru heimildir um uppbyggingu íbúða á miðsvæði Sunnukrika.
Skipulagsnefnd samþykkir að tillaga að breytingu á aðalskipulagi verði send Skipulagsstofnun til athugunar í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og síðar auglýst í samræmi við 31. gr. sömu laga.
Samþykkt með fimm atkvæðum.7. Miðsvæði Sunnukrika 401-M - deiliskipulagsbreyting
202203513Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu deiliskipulagsbreyting fyrir Sunnukrika 3-7 í Krikahverfi á miðsvæði 401-M, sem unnin er i samræmi við skipulagslýsingu og umsagnir þar sem heimilar eru íbúðir í bland við verslun og þjónustu.
Skipulagsnefnd samþykkir að tillaga að breyttu deiliskipulagi verði kynnt og auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr skipulagslaga nr. 123/2010, samhliða breytingu á aðalskipulagi sama svæðis.
Samþykkt með fjórum atkvæðum.
Jón Pétursson fulltrúi M-lista Miðflokks situr hjá við afgreiðslu málsins.8. Helgafellshverfi 5. áfangi - aðalskipulagsbreyting og nýtt deiliskipulag
201811024Lagt er fram til kynningar bréf Skipulagsstofnunar, dags. 03.03.2022, um afgreiðslu nýs deiliskipulags 5. áfanga Helgafellshverfis.
Lagt fram og kynnt.
9. Helgafellshverfi 6. áfangi - nýtt deiliskipulag
202101267Til kynningar eru fyrstu drög og hugmyndir af nýju deiliskipulagi fyrir 6. áfanga Helgafellshverfis, við Ásaveg austan Ásahverfis. Skipulagsfulltrúi kynnir tillögu Gláma-Kím arkitekta.
Skipulagsnefnd fagnar uppbyggingu sveitarfélagsins og yfirstandandi vinnu við nýtt deiliskipulag. Skipulagsfulltrúa falin áframhaldandi vinna máls.
Fundargerðir til kynningar
10. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 465
202203025FFundargerð lögð fram til kynningar.
Lagt fram og kynnt.
10.1. Brúarfljót 6 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
202106073Bull Hill Capital hf. Katrínartúni 2 Reykjavík sækja um leyfi til til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta geymsluhúsnæðis á lóðinni Brúarfljót nr. 6 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram og kynnt.
10.2. Bugðufljót 17 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
202103381BF17 ehf. Klettagarðar 4 Reykjavík sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta atvinnuhúsnæðis á lóðinni Bugðufljót nr. 17, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram og kynnt.
10.3. Gerplustræti 6-12 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
202108820Húsfélag Gerplustrætis 6-12 sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta fjölbýlishúss á lóðinni Gerplustræti nr. 6-12, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram og kynnt.
10.4. Laxatunga 70 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
202202225Mosfellsbær Þverholti 2 sækir um leyfi til að endurnýja eldhúseiningu við leiksóla á lóðinni Laxatungu nr. 70, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: 82,0 m², 219,77 m³.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram og kynnt.
10.5. Liljugata 20-24 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
202203018Byggingafélagið Bakki ehf. Þverholti 2 sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu þriggja íbúða raðhús á einni hæð á lóðinni Liljugata nr. 20-24, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir:
Hús nr. 20: Íbúð 189,9 m², 626,7 m³.
Hús nr. 22: Íbúð 189,9 m², 626,7 m³.
Hús nr. 24: Íbúð 189,9 m², 626,7 m³.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram og kynnt.
10.6. Reykjamelur 12 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
202107051Reykjamelur ehf. Engjavegi 10 sækir um leyfi til að byggja úr forsteyptum einingum einnar hæðar parhús með innbyggðum bílgeymslum á lóðinni Reykjamelur nr. 12 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir:
Hús nr. 12A 117,6 m², bílgeymsla 32,4 m², 519,5 m³.
Hús nr. 12B 117,6 m², bílgeymsla 32,4 m², 519,5 m³.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram og kynnt.
10.7. Reykjamelur 14 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
202105351Reykjamelur ehf. Engjavegi 10 sækir um leyfi til að byggja úr forsteyptum einingum einnar hæðar parhús með innbyggðum bílgeymslum á lóðinni Reykjamelur nr. 14 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir:
Hús nr. 14A 117,6 m², bílgeymsla 32,4 m², 519,5 m³.
Hús nr. 14B 117,6 m², bílgeymsla 32,4 m², 519,5 m³.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram og kynnt.