Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

28. júní 2019 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
  • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) aðalmaður
  • Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
  • Jón Pétursson aðalmaður
  • Ölvir Karlsson (ÖK) áheyrnarfulltrúi
  • Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) áheyrnarfulltrúi
  • Ólafur Melsted skipulagsfulltrúi
  • Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi

Fundargerð ritaði

Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Í Suð­ur Reykjalandi lnr. 125425 - Deili­skipu­lag201802083

    Á 484. fundi skipulagsnefndar 10. maí 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd vísar erindinu til umsagnar umhverfisnefndar." Lögð fram umsögn umhverfisnefndar.

    Skipu­lags­nefnd vís­ar er­ind­inu til fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs til skoð­un­ar og upp­lýs­ing­ar hvað inn­viði svæð­is­ins svo sem að­komu og vega­gerð, veitu­mál o.fl varð­ar.

  • 2. Heytjörn lnr. 125365 - ósk um breyt­ingu á deili­skipu­lagi201906323

    Borist hefur erindi frá Sæmundi Eiríkssyni fh. hönd landeigenda Heytjörn dags. 6. júní 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi að Heytjörn.

    Skipu­lags­nefnd heim­il­ar um­sækj­anda að leggja fram til­lögu að breyt­ingu á deili­skipu­lagi.

  • 3. Breyt­ing á deili­skipu­lagi - Dal­land 123625201811119

    Á 484. fundi skipulagsnefndar 10. maí 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd vísar erindinu til lögmanns bæjarins til umsagnar."

    Skipu­lags­nefnd hafn­ar beiðni um breyt­ingu deili­skipu­lags enda er ekk­ert deili­skipu­lag til stað­ar og nýtt deili­skipu­lag í sam­ræmi við ósk­ir bréf­rit­ara yrði í and­stöðu við stað­fest að­al­skipu­lag. Skipu­lags­nefnd fel­ur lög­manni Mos­fells­bæj­ar að vinna að úr­lausn kröfu bréf­rit­ara um breyt­ingu að­al­skipu­lags og leggja til­lögu sína að lausn máls­ins fyr­ir næsta fund nefnd­ar­inn­ar.

    • 4. Dælu­stöðv­arveg­ur 8, breyt­ing á deili­skipu­lagi201906039

      Borist hefur erindi frá Kristni Ragnarssyni fh. lóðareigenda Dælustöðvarvegar 8 dags. 4. júní 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi Dælustöðvarvegar 8.

      Skipu­lags­nefnd vís­ar er­ind­inu til um­sagn­ar um­hverf­is­nefnd­ar Mos­fells­bæj­ar til um­sagn­ar.

    • 5. Höfða­hverfi - breyt­ing á deili­skipu­lagi, göngu­stíg­ur við golf­völl201906329

      Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Höfðahverfis, göngustígur við golfvöll.

      Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir að til­lag­an verði aug­lýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga.

    • 6. Land­spilda 219270 í Mos­fells­dal, deili­skipu­lags­breyt­ing.201804008

      Á 482. fundi skipulagsefndar 29. mars 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga." Tillagan var auglýst frá 17. apríl til og með 31. maí 2019. Athugasemdir bárust.

      Skipu­lags­nefnd fel­ur skipu­lags­full­trúa að gera til­lögu að svör­um við at­huga­semd­um og leggja fram á fundi nefnd­ar.

    • 7. Reykja­mel­ur 20-22 og Asp­ar­lund­ur 11 - breyt­ing á deili­skipu­lagi201805149

      Á 487. fundi skipulagsnefndar 31. maí 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd vísar málinu til nánari skoðunar hjá framkvæmdastjóra umhverfissviðs hvað hverfisverndarsvæðið og kostnað við gatnagerð varðar." Lagt fram minnisblað framkvæmdastjóra umhverfissviðs.

      Skipu­lags­nefnd vís­ar mál­inu til um­sagn­ar um­hverf­is­nefnd­ar Mos­fells­bæj­ar.

    • 8. Flugu­mýri at­hafna­svæði - nýtt deili­skipu­lag201612203

      Á 487. fundi skipulagsnefndar 31. maí 2019 mætti fulltrúi Kanon arkitekta og kynnti tillögu að deiliskipulagi Flugumýrar. Umræður urðu um málið.

      Skipu­lags­nefnd fel­ur skipu­lags­full­trúa vinna mál­ið áfram ásamt því að kynna það fyr­ir um­hverf­is­nefnd Mos­fells­bæj­ar.

    • 9. Frí­stunda­lóð­ir við Langa­vatn, reit­ur 509-F - nýtt deili­skipu­lag.201710345

      Á 480. fundi skipulagsnefndar 15. mars 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að óska eftir umsögn Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis, Umverfisstofnunar, Náttúrufræðistofnunar Íslands og umhverfisnefndar Mosfellsbæjar sbr. meðfylgjandi erindi Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis." Lagðar fram umsagnir þessara aðila.

      Skipu­lags­nefnd fel­ur skipu­lags­full­trúa að senda mál­ið til Skipu­lags­stofn­un­ar með þeim leið­rétt­ing­um og við­bót­ar­gögn­um sem far­ið var fram á í bréfi stofn­un­ar­inn­ar dags. 5. des­em­ber 2018.

    • 10. Reykja­dal­ur 2 - ósk um skipt­ingu lóð­ar201905380

      Borist hefur erindi frá Helga Jóhannessyni hrl. fh. landeigenda Reykjadals 1 dags. 23. maí 2019 varðandi skiptingu á landi Reykjadals 1.

      Skipu­lags­nefnd vís­ar er­ind­inu til um­sagn­ar lög­manns Mos­fells­bæj­ar.

    • 11. Akr­ar - ósk um ný land­núm­ar vegna skipta á landi201906348

      Borist hefur erindi frá eigendum Akra dags. 20. maí 2019 varðandi skiptinu á landi, ný landnr.

      Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir skipt­ingu lands­ins í sam­ræmi við 48. gr. skipu­lagslaga og vís­ar úr­vinnslu máls­ins til bygg­ing­ar­full­trúa.

    • 12. Mið­dal­ur - ósk um skipt­ingu á landi lnr. 224008201906330

      Borist hefur erindi frá Tryggva Einarssyni fh. landeiganda dags. 24. júní 2019 varðandi skiptingu á landi lnr. 224008.

      Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir skipt­ingu lands­ins í sam­ræmi við 48. gr. skipu­lagslaga og vís­ar úr­vinnslu máls­ins til bygg­ing­ar­full­trúa.

    • 13. Reykja­hvoll 27 - breyt­ing á deili­skipu­lagi201906342

      Borist hefur erindi frá Gunnlaugi Johnson fh. lóðareigenda Reykjahvoli 27 dags. 24. júní 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir Reykjahvol 27.

      Skipu­lags­nefnd heim­il­ar um­sækj­anda að leggja fram til­lögu að breyt­ingu á deili­skipu­lagi.

    • 14. Bjark­ar­holt 22a - ný dreif­istöð Veitna201904318

      Á 484. fundi skipulagsnefndar 10. maí 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd óskar eftir kynningu frá Veitum ohf. á næsta fundi nefndarinnar." Á fundinn mættu fulltrúar Veitna og kynntu málið.

      Kynn­ing og um­ræð­ur um mál­ið.

    Fundargerðir til kynningar

    • 15. Af­greiðslufund­ur skipu­lags­full­trúa - 34201906002F

      Lagt fram.

      • 15.1. Þver­holt 21-23 og 25-27 - um­sókn um deili­skipu­lags­breyt­ingu 201804104

        Til­laga að breyt­ingu á deili­skipu­lagi var aug­lýst frá 20. apríl til og með 3. júni 2019. Eng­ar at­huga­semd­ir bár­ust.

      • 16. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 367201905037F

        Lagt fram.

        • 16.1. Gerplustræti 31 breyt­ing inni íbúð 0101 /Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201903489

          Sigrún Linda Þor­geirs­dótt­ir Gerplustræti 31 sæk­ir um leyfi til breyt­inga áður sam­þykktra að­al­upp­drátta vegna innra skipu­lags íbúð­ar 0101 í sam­ræmi við fram­lögð gögn.

        • 16.2. Reykja­mel­ur 7 og Asp­ar­lund­ur 9, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi. 201706319

          BBD ehf. Hlíð­arsmára 19 Kópa­vogi sæk­ir um leyfi til breyt­inga áður sam­þykktra að­a­upp­drátta par­húss á lóð­un­um Reykja­mel­ur nr. 7 og Asp­ar­lund­ur nr. 9 í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir breyt­ast ekki.

        • 16.3. Voga­tunga 5 /Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi. 201902253

          Ást­rík­ur ehf. Gvend­ar­geisla 96 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til að byggja úr for­steypt­um ein­ing­um ein­býl­is­hús með inn­byggðri bíl­geymslu á lóð­inni Voga­tunga nr. 5, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir: 305,8 m², 927,2 m³.

        • 16.4. Voga­tunga 47-51 /Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi. 201702254

          Akra­fell ehf. Þver­holti 2 sæk­ir um leyfi til breyt­inga á áður sam­þykkt­um að­al­upp­drátt­um Voga­tungu nr. 47-51 sam­kvæmt fram­lögð­um gögn­um. Stærð­ir breyt­ast ekki.

        • 17. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 368201906009F

          Lagt fram.

          • 17.1. Bugðufljót 9 /Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi. 2018084453

            Kar­ina ehf., Breiða­hvarf 5 Reykja­vík, sæk­ir um leyfi fyr­ir breyt­ingu á áður sam­þykkt­um að­al­upp­drátt­um fyr­ir Bugðufljót nr. 9 í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir breyt­ast ekki.

          • 17.2. Hraðastaða­veg­ur 17, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi. 201806054

            Kjart­an Jóns­son Dunki 371 Búð­ar­dal sæk­ir um leyfi til að breyta áður sam­þykkt­um að­al­upp­drátt­um ein­býl­is­húss á lóð­inni Hraðastaða­veg­ur nr.17, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir breyt­ast ekki.

          • 17.3. Laxa­tunga 70, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201808004

            Mos­fells­bær Þver­holti 2 sæk­ir um leyfi til að byggja úr timbri fær­an­lega kennslu­stofu á lóð­inni Laxa­tunga nr. 70, í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
            Stærð­ir: 78,6 m², 244,30 m³

          • 17.4. Leir­vogstunga 13, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi. 201903192

            Fag­verk ehf. Spóa­höfða 18 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til að byggja úr Stein­steypu og timbri ein­býl­is­hús með inn­byggðri bíl­geymslu á lóð­inni Leir­vogstunga nr. 13, í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
            Stærð­ir: 231,1 m², 856,3 m³.

          • 17.5. Þver­holt 1/Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201902204

            Bygg­ing­ar­fé­lag­ið Upprisa ehf. Há­holti 14 sæk­ir um leyfi til breyt­inga innra skipu­lags og notk­un­ar hús­næð­is ásamt því að byggja við norð­ur­hlið á lóð­inni Þver­holt nr.1 í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stækk­un 22,2 m², 86,9 m³.

          • 18. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 369201906020F

            Lagt fram.

            • 18.1. Efsta­land 7, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201801025

              Óð­insauga, Stórikriki 55, sæk­ir um leyfi til breyt­inga áður sam­þykktra að­al­upp­drátta ein­býl­is­húss á tveim­ur hæð­um með inn­byggðri bíl­geymslu og auka íbúð á lóð­inni Efsta­land nr. 7 í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir breyt­ast ekki.

            • 18.2. Helga­fells­skóli 2. og 3. áfangi, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201901423

              Mos­fells­bær Þver­holti 2 sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu 2. og 3. áfanga skóla­hús­næð­is á lóð­inni nr. 14 við Gerplustræti í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð: Jarð­hæð 2169,7 m2, 1. hæð 2579,6 m2, 2. hæð 1085,0 m2, 28243,3 m3.

            Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00