28. júní 2019 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) aðalmaður
- Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
- Jón Pétursson aðalmaður
- Ölvir Karlsson (ÖK) áheyrnarfulltrúi
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) áheyrnarfulltrúi
- Ólafur Melsted skipulagsfulltrúi
- Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði
Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Í Suður Reykjalandi lnr. 125425 - Deiliskipulag201802083
Á 484. fundi skipulagsnefndar 10. maí 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd vísar erindinu til umsagnar umhverfisnefndar." Lögð fram umsögn umhverfisnefndar.
Skipulagsnefnd vísar erindinu til framkvæmdastjóra umhverfissviðs til skoðunar og upplýsingar hvað innviði svæðisins svo sem aðkomu og vegagerð, veitumál o.fl varðar.
2. Heytjörn lnr. 125365 - ósk um breytingu á deiliskipulagi201906323
Borist hefur erindi frá Sæmundi Eiríkssyni fh. hönd landeigenda Heytjörn dags. 6. júní 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi að Heytjörn.
Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi.
3. Breyting á deiliskipulagi - Dalland 123625201811119
Á 484. fundi skipulagsnefndar 10. maí 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd vísar erindinu til lögmanns bæjarins til umsagnar."
Skipulagsnefnd hafnar beiðni um breytingu deiliskipulags enda er ekkert deiliskipulag til staðar og nýtt deiliskipulag í samræmi við óskir bréfritara yrði í andstöðu við staðfest aðalskipulag. Skipulagsnefnd felur lögmanni Mosfellsbæjar að vinna að úrlausn kröfu bréfritara um breytingu aðalskipulags og leggja tillögu sína að lausn málsins fyrir næsta fund nefndarinnar.
4. Dælustöðvarvegur 8, breyting á deiliskipulagi201906039
Borist hefur erindi frá Kristni Ragnarssyni fh. lóðareigenda Dælustöðvarvegar 8 dags. 4. júní 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi Dælustöðvarvegar 8.
Skipulagsnefnd vísar erindinu til umsagnar umhverfisnefndar Mosfellsbæjar til umsagnar.
5. Höfðahverfi - breyting á deiliskipulagi, göngustígur við golfvöll201906329
Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Höfðahverfis, göngustígur við golfvöll.
Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
6. Landspilda 219270 í Mosfellsdal, deiliskipulagsbreyting.201804008
Á 482. fundi skipulagsefndar 29. mars 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga." Tillagan var auglýst frá 17. apríl til og með 31. maí 2019. Athugasemdir bárust.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að gera tillögu að svörum við athugasemdum og leggja fram á fundi nefndar.
7. Reykjamelur 20-22 og Asparlundur 11 - breyting á deiliskipulagi201805149
Á 487. fundi skipulagsnefndar 31. maí 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd vísar málinu til nánari skoðunar hjá framkvæmdastjóra umhverfissviðs hvað hverfisverndarsvæðið og kostnað við gatnagerð varðar." Lagt fram minnisblað framkvæmdastjóra umhverfissviðs.
Skipulagsnefnd vísar málinu til umsagnar umhverfisnefndar Mosfellsbæjar.
8. Flugumýri athafnasvæði - nýtt deiliskipulag201612203
Á 487. fundi skipulagsnefndar 31. maí 2019 mætti fulltrúi Kanon arkitekta og kynnti tillögu að deiliskipulagi Flugumýrar. Umræður urðu um málið.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa vinna málið áfram ásamt því að kynna það fyrir umhverfisnefnd Mosfellsbæjar.
9. Frístundalóðir við Langavatn, reitur 509-F - nýtt deiliskipulag.201710345
Á 480. fundi skipulagsnefndar 15. mars 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að óska eftir umsögn Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis, Umverfisstofnunar, Náttúrufræðistofnunar Íslands og umhverfisnefndar Mosfellsbæjar sbr. meðfylgjandi erindi Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis." Lagðar fram umsagnir þessara aðila.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að senda málið til Skipulagsstofnunar með þeim leiðréttingum og viðbótargögnum sem farið var fram á í bréfi stofnunarinnar dags. 5. desember 2018.
10. Reykjadalur 2 - ósk um skiptingu lóðar201905380
Borist hefur erindi frá Helga Jóhannessyni hrl. fh. landeigenda Reykjadals 1 dags. 23. maí 2019 varðandi skiptingu á landi Reykjadals 1.
Skipulagsnefnd vísar erindinu til umsagnar lögmanns Mosfellsbæjar.
11. Akrar - ósk um ný landnúmar vegna skipta á landi201906348
Borist hefur erindi frá eigendum Akra dags. 20. maí 2019 varðandi skiptinu á landi, ný landnr.
Skipulagsnefnd samþykkir skiptingu landsins í samræmi við 48. gr. skipulagslaga og vísar úrvinnslu málsins til byggingarfulltrúa.
12. Miðdalur - ósk um skiptingu á landi lnr. 224008201906330
Borist hefur erindi frá Tryggva Einarssyni fh. landeiganda dags. 24. júní 2019 varðandi skiptingu á landi lnr. 224008.
Skipulagsnefnd samþykkir skiptingu landsins í samræmi við 48. gr. skipulagslaga og vísar úrvinnslu málsins til byggingarfulltrúa.
13. Reykjahvoll 27 - breyting á deiliskipulagi201906342
Borist hefur erindi frá Gunnlaugi Johnson fh. lóðareigenda Reykjahvoli 27 dags. 24. júní 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir Reykjahvol 27.
Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi.
14. Bjarkarholt 22a - ný dreifistöð Veitna201904318
Á 484. fundi skipulagsnefndar 10. maí 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd óskar eftir kynningu frá Veitum ohf. á næsta fundi nefndarinnar." Á fundinn mættu fulltrúar Veitna og kynntu málið.
Kynning og umræður um málið.
Fundargerðir til kynningar
15. Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 34201906002F
Lagt fram.
15.1. Þverholt 21-23 og 25-27 - umsókn um deiliskipulagsbreytingu 201804104
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi var auglýst frá 20. apríl til og með 3. júni 2019. Engar athugasemdir bárust.
16. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 367201905037F
Lagt fram.
16.1. Gerplustræti 31 breyting inni íbúð 0101 /Umsókn um byggingarleyfi 201903489
Sigrún Linda Þorgeirsdóttir Gerplustræti 31 sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta vegna innra skipulags íbúðar 0101 í samræmi við framlögð gögn.
16.2. Reykjamelur 7 og Asparlundur 9, Umsókn um byggingarleyfi. 201706319
BBD ehf. Hlíðarsmára 19 Kópavogi sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðauppdrátta parhúss á lóðunum Reykjamelur nr. 7 og Asparlundur nr. 9 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
16.3. Vogatunga 5 /Umsókn um byggingarleyfi. 201902253
Ástríkur ehf. Gvendargeisla 96 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr forsteyptum einingum einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni Vogatunga nr. 5, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: 305,8 m², 927,2 m³.
16.4. Vogatunga 47-51 /Umsókn um byggingarleyfi. 201702254
Akrafell ehf. Þverholti 2 sækir um leyfi til breytinga á áður samþykktum aðaluppdráttum Vogatungu nr. 47-51 samkvæmt framlögðum gögnum. Stærðir breytast ekki.
17. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 368201906009F
Lagt fram.
17.1. Bugðufljót 9 /Umsókn um byggingarleyfi. 2018084453
Karina ehf., Breiðahvarf 5 Reykjavík, sækir um leyfi fyrir breytingu á áður samþykktum aðaluppdráttum fyrir Bugðufljót nr. 9 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
17.2. Hraðastaðavegur 17, Umsókn um byggingarleyfi. 201806054
Kjartan Jónsson Dunki 371 Búðardal sækir um leyfi til að breyta áður samþykktum aðaluppdráttum einbýlishúss á lóðinni Hraðastaðavegur nr.17, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
17.3. Laxatunga 70, Umsókn um byggingarleyfi 201808004
Mosfellsbær Þverholti 2 sækir um leyfi til að byggja úr timbri færanlega kennslustofu á lóðinni Laxatunga nr. 70, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: 78,6 m², 244,30 m³17.4. Leirvogstunga 13, Umsókn um byggingarleyfi. 201903192
Fagverk ehf. Spóahöfða 18 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr Steinsteypu og timbri einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni Leirvogstunga nr. 13, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: 231,1 m², 856,3 m³.17.5. Þverholt 1/Umsókn um byggingarleyfi 201902204
Byggingarfélagið Upprisa ehf. Háholti 14 sækir um leyfi til breytinga innra skipulags og notkunar húsnæðis ásamt því að byggja við norðurhlið á lóðinni Þverholt nr.1 í samræmi við framlögð gögn. Stækkun 22,2 m², 86,9 m³.
18. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 369201906020F
Lagt fram.
18.1. Efstaland 7, Umsókn um byggingarleyfi 201801025
Óðinsauga, Stórikriki 55, sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta einbýlishúss á tveimur hæðum með innbyggðri bílgeymslu og auka íbúð á lóðinni Efstaland nr. 7 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
18.2. Helgafellsskóli 2. og 3. áfangi, Umsókn um byggingarleyfi 201901423
Mosfellsbær Þverholti 2 sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu 2. og 3. áfanga skólahúsnæðis á lóðinni nr. 14 við Gerplustræti í samræmi við framlögð gögn. Stærð: Jarðhæð 2169,7 m2, 1. hæð 2579,6 m2, 2. hæð 1085,0 m2, 28243,3 m3.