28. ágúst 2020 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) aðalmaður
- Jón Pétursson aðalmaður
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) áheyrnarfulltrúi
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) áheyrnarfulltrúi
- Sigurður B Guðmundsson varamaður
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
- Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Árni Jón Sigfússon Byggingarfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Frístundalóð í landi Miðdals - breyting á deiliskipulagi201907002
Skipulagsnefnd samþykkti á 515. fundi sínum afgreiðslu deiliskipulagsins í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Afstöðu Minjastofnunar og húsaskráningu skorti sem meðfylgjandi gögn í máli. Lögð er fram umsögn Minjastofnunar Íslands, dags. 03.07.2020. Hjálögð er greinargerð um skráningu húsa í samræmi við 37. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og reglum um skráningu menningarminja nr. 620/2019. Meðfylgjandi er samþykki Minjastofnunar fyrir skráningunni, dags. 26.08.2020. Lögð er fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis, dags. 16.07.2020. Greinargerð hefur verið lagfærð í samræmi við ábendingu. Skipulagið er lagt fram til afgreiðslu nefndarinnar.
Uppfærð deiliskipulagstillaga og húsaskráning samþykkt og skal að nýju hljóta afgreiðslu skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
2. Bjarkarholt - Eir - breyting á deiliskipulagi202008039
Borist hefur erindi í formi kynningar frá Guðjóni Magnússyni, f.h. Eirar hjúkrunarheimilis, dags. 24.08.2020, með ósk um heimild fyrir gerð á deiliskipulagsbreytingu fyrir lóðir í Bjarkarholti. Hjálagt er samþykki lóðarhafa á svæðinu vegna hugsanlegrar breytingar.
Stefán Ómar Jónsson fulltrúi L-lista víkur af fundi undir þessum dagskrárlið.
Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda, skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga að leggja fram tillögu að deiliskipulagsbreytingu, þar sem samþykki lóðarhafa liggur fyrir, í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.3. Breyting á aðalskipulagi og deiliskipulagi - Dalland 123625201811119
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar samþykkti á 517. fundi nefndarinnar að skipulagslýsing fyrir hugsanlega aðalskipulagsbreyting á Dallandi auglýst í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdafrestur var frá 06.07.2020 til og með 04.08.2020. Umsagnir bárust frá Skipulagsstofnun, dags. 29.07.2020 , Minjastofnun Íslands, dags. 19.08.2020, og Hjörleifi B. Kvaran, f.h. Gunnars B. Dungal og Þórdísar Öldu Sigurðardóttur, dags. 31.07.2020.
Umsagnir eftir auglýsingu kynntar. Skipulagsfulltrúa falin áframhaldandi vinna málsins.
4. Selvatn - ósk um gerð deiliskipulags201905022
Skipulagsnefnd voru kynntar athugasemdir Skipulagsstofnunar í málinu á 519. fundi nefndarinnar. Uppdrættir hafa verið uppfærðir í samræmi við athugasemdir Skipulagsstofnunar, dags. 19.06.2020. Hjálögð er umsögn Minjastofnunar Íslands, dags. 22.08.2020, uppdráttur hefur verið uppfærður í samræmi við ábendingu. Skipulagið er lagt fram að nýju til afgreiðslu nefndarinnar.
Deiliskipulagið er samþykkt og skal hljóta afgreiðslu skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ekki er talin þörf á endurauglýsingu deiliskipulagsbreytingar skv. 4. mgr. 41 gr. sömu laga.
5. Dalsgarður í Mosfellsdal - deiliskipulag201902075
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar samþykkti á 515. fundi nefndarinnar að deiliskipulagsbreyting fyrir gróðastöðina Dalsgarð yrði auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdafrestur var frá 04.06.2020 til og með 19.07.2020. Umsagnir bárust frá Minjastofnun Íslands, dags. 26.08.2020, Hafrannsóknarstofnun, dags. 21.07.2020, Heilbrigðiseftirliti Kjósarsvæðis, dags. 01.07.2020 og Jóni Jóhannssyni, dags. 17.07.2020. Deiliskipulag hefur verið uppfært í samræmi við athugasemdir. Skipulagið er lagt fram til afgreiðslu nefndarinnar.
Deiliskipulagið er samþykkt og skal hljóta afgreiðslu skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ekki er talin þörf á endurauglýsingu deiliskipulagsbreytingar skv. 4. mgr. 41 gr. sömu laga.
6. Heiðarhvammur - Í Miðdalslandi l.nr. 125323, ósk um skiptingu í 4 lóðir201605282
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar samþykkti á 517. fundi nefndarinnar að deiliskipulag fyrir Heiðarhvamm í landi Miðdals yrði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdafrestur var frá 06.06.2020 til og með 19.08.2020. Ein athugasemd barst frá Heilbrigðiseftirliti Kjósarsvæðis, dags. 19.08.2020, uppdráttur hefur verið uppfærður í samræmi við athugasemd. Umsögn barst frá Minjastofnun Íslands, dags. 19.08.2020. Aðrir skiluðu ekki inn umsögnum. Skipulagið er lagt fram til afgreiðslu nefndarinnar.
Deiliskipulagið er samþykkt og skal hljóta afgreiðslu skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ekki er talin þörf á endurauglýsingu deiliskipulagsbreytingar skv. 4. mgr. 41 gr. sömu laga.
7. Breytt aðkoma að Gljúfrasteini um Jónstótt202005002
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar samþykkti á 519. fundi nefndarinnar að deiliskipulagsbreyting fyrir bílastæði og nýja aðkomu að Jónstótt og Gljúfrasteini yrði auglýst í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdafrestur var frá 10.07.2020 til og með 24.08.2020. Umsagnir bárust frá Minjastofnun Íslands, dags. 23.07.2020, Kjartani Jónssyni, dags. 23.08.2020 og Vegagerðinni, dags. 26.08.2020. Veitur skiluðu ekki inn umsögn.
Skipulagsfulltrúa falin áframhaldandi vinna máls í samráði við málsaðila.
8. Reykjamelur 12-14 - deiliskipulagsbreyting202006026
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar samþykkti á 519. fundi nefndarinnar að deiliskipulagsbreyting fyrir Reykjamel 12-14 yrði auglýst í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdafrestur var frá 10.07.2020 til og með 10.08.2020. Athugasemd barst sameiginlega frá íbúum í Reykjamel 7, 8, 9, 10, 13, 15 og 17, dags. 05.08.2020.
Skipulagsnefnd tekur undir athugasemdir sem bárust er varða erfiða aðkomu lóða og tvöföldun umferðar eftir breytingu. Á þeim forsendum hafnar skipulagsnefnd auglýstri breytingu á deiliskipulagi.
9. Frístundaland við Hafravatn L125485 - ósk um byggingu sumarhúsa202007345
Borist hefur erindi frá Kristínu Norðdahl, f.h. eiganda af L125485, dags. 28.07.2020, með ósk um byggingu og viðhalds sumarhúsa á þrískiptu landi við Hafravatn.
Skipulagsnefnd getur ekki heimilað uppbyggingu frístundahúsa við norðanvert Hafravatn þar sem að slíkt er ekki í samræmi við gildandi aðalskipulag (bls. 45-46 í greinargerð). Umsækjanda er þó heimilt að byggja við núverandi eign og stækka hana upp í 90 m2. Skipulagsnefnd vísar erindi um frekari uppbyggingu til yfirstandandi vinnu við endurskoðun aðalskipulags.
10. Leirvogstunguhverfi - umferðaröryggi202006262
Lagt er fram til kynningar minnisblað verkfræðistofunnar Eflu, sem Umhverfissvið lét vinna, um umferðaröryggi og aðgerðir í Leirvogstunguhverfi vegna gatnamóta við Vogatungu 1.
Skipulagsnefnd fagnar aðgerðum í átt að bættu umferðaröryggi í Leirvogstunguhverfi. Erindinu er vísað til frekari vinnu og úrlausnar á umhverfissviði.
11. Hulduhlíð - bílastæði í götu - ábendingar202008404
Borist hefur ábending til skipulagsnefndar, sem jafnframt er umferðarnefnd, frá Guðbrandi Sigurðssyni hjá Lögreglustjóranum á Höfuðborgarsvæðinu, dags. 10.08.2020, með ábendingu um lagningu ökutækja í Hulduhlíð.
Frestað vegna tímaskorts
12. Reykjahvoll 35-39 - umferðarmál og bílastæði202008698
Borist hefur erindi til skipulagsnefndar, sem jafnframt er umferðarnefnd, frá Önnu Sigríði Vernharðsdóttur og Auðni Páli Sigurðssyni, dags. 19.20.2020, með ósk um frekari merkingar í botnlanga vegna lagningu ökutækja við Reykjahvol 35-39.
Frestað vegna tímaskorts
13. Kvíslartunga 120 - ósk um stækkun lóðar202006042
Borist hefur erindi frá Söndru Rós Jónasdóttur, dags. 03.06.2020, með ósk um stækkun lóðar í Kvíslartungu 120.
Frestað vegna tímaskorts
14. Kvíslartunga 82 - ósk um stækkun lóðar202007320
Borist hefur erindi frá Kristófer Fannari Stefánssyni, dags. 24.07.2020, með ósk um stækkun lóðar í Kvíslartungu 82.
Frestað vegna tímaskorts
15. Laxatunga 17 - ósk um stækkun lóðar202007253
Borist hefur erindi frá Elsu Margréti Elíasdóttur og Óskari Þorgils Stefánssyni, dags. 14.07.2020, með ósk um stækkun lóðar í Laxatungu 17.
Frestað vegna tímaskorts
16. Laxatunga 76 - ósk um stækkun lóðar202007054
Borist hefur erindi frá Guðjóni Jónssyni og Sigríði H. Jakobsdóttur, dags. 15.06.2020, með ósk um stækkun lóðar í Laxatungu 76.
Frestað vegna tímaskorts
17. Tilfærsla á reiðstíg - Ístakshringur202008817
Borist hefur erindi frá Hákoni Hákonarsyni, f.h. Hestamannafélagsins Harðar, dags. 24.08.2020, með ósk um tilfærslu á reiðstíg á svokölluðum Ístakshring, frá Tungubökkum að Oddsbrekkum í samræmi við hjálagða loftmynd.
Frestað vegna tímaskorts
Fundargerðir til kynningar
18. Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 43202008015F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Lagt fram og kynnt
18.1. Reykjavegur-Gangstígar og götulýsing-Gatnagerð 201912120
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar samþykkti á 516. fundi nefndarinnar að framkvæmdaleyfi fyrir göngustíg norðan við Reykjaveg, milli Reykjabyggðar og Bjargsvegs, yrði kynnt með dreifibréfi grenndarkynningar í samræmi við 44. gr. skipulagslaga sem borið var út til nærliggjandi íbúa.
Bréf var borið út í Reykjabyggð 2, 4, 6, 8, 10, 12, 14, 15 og 16.
Athugasemdafrestur var frá 10.06.2020 til og með 09.07.2020.
Engar athugasemdir bárust.