Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

19. júlí 2019 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
  • Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
  • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) aðalmaður
  • Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
  • Jón Pétursson aðalmaður
  • Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) áheyrnarfulltrúi
  • Ólafur Melsted skipulagsfulltrúi
  • Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs

Fundargerð ritaði

Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Breyt­ing á deili­skipu­lagi - Dal­land 123625201811119

    Á 484. fundi skipulagsnefndar 10. maí 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd vísar erindinu til lögmanns bæjarins til umsagnar." Lögð fram umsögn lögmanns bæjarins.

    Bryndís Brynj­ars­dótt­ir full­trúi VG vék af fundi við með­ferð þessa er­ind­is
    Lagt fram minn­is­blað lög­manns Mos­fells­bæj­ar.
    Er­indi bréf­rit­ara um breyt­ing­ar á að­al­skipu­lagi vísað áfram til vinnu sveit­ar­fé­lags­ins við end­ur­skoð­un að­al­skipu­lags.Breyt­ing á deili­skipu­lagi á ekki við þar sem deili­skipu­lag er ekki fyr­ir hendi.
    Sam­þykkt með 3 at­kvæð­um, full­trúi L-lista sat hjá.

  • 2. Völu­teig­ur 8 - breyt­ing á deili­skipu­lagi og að­al­skipu­lagi201804256

    Á 489. fundi skipulagsnefndar 5. júlí 2019 mættu Orri Árnason og Gréta Björnsdóttir frá Zeppelín arkitektum og Hjalti Gylfason frá Mannverki á fundinn og kynntu tillögu að breytingu á aðalskipulagi og deiliskipulagi lóðar við Völuteig 8. Umræður urðu um tillöguna.

    Skipu­lags­nefnd vís­ar er­ind­inu til end­ur­skoð­un­ar að­al­skipu­lags.

  • 3. Skelja­tangi 3 - breyt­ing á húsi, nýj­ar sval­ir.201907141

    Borist hefur erindi frá Sigsteini Helga Magnússyni dags. 9. júlí 2019 varðandi breytingu á húsinu að Skeljatanga 3, nýjar svalir.

    Skipu­lags­nefnd ósk­ar eft­ir um­sögn bygg­ing­ar­full­trúa um mál­ið.

  • 4. Mið­dal­ur land nr. 213970 - ósk um gerð deili­skipu­lags201711111

    Á 449. fundi skipulagsnefndar 24. nóvember 2017 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að deiliskipulagi. Nefndin synjar hinsvegar beiðni umsækjanda um bráðabirgðaleyfi fyrir sumarhúsi á lóðinni." Lögð fram skipulagslýsing.

    Lýs­ing deili­skipu­lags sam­þykkt. Skipu­lags­full­trúa fal­ið að kynna til­lög­una og afla við­eig­andi um­sagna.Sam­þykkt með fimm at­kvæð­um.

  • 5. At­vinnusvæði í landi Blikastaða201805153

    Á 1400. fundi bæjarráðs 23. maí 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Samþykkt að fela bæjarstjóra að undirrita viljayfirlýsingu um uppbyggingu á nýju atvinnuhverfi í landi Blikastaða í Mosfellsbæ." Lögð fram viljayfirlýsing.

    Skipu­lags­nefnd heim­il­ar fyr­ir sitt leyti að hafin verði vinna við gerð deili­skipu­lags fyr­ir svæð­ið.

  • 6. Sunnukriki 3 - breyt­ing á deili­skipu­lagi inn­keyrsla á lóð201907099

    Borist hefur erindi frá Guðjóni Magnússyni ark. fh. lóðarhafa dags. 5. júlí 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi að Sunnukrika 3.

    Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir að með­höndla mál­ið skv. 3. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga.Sam­þykkt með fimm at­kvæð­um.

  • 7. Frá­gang­ur á lóð­ar­mörk­um201907026

    Borist hefur erindi frá lóðarhöfum Laxatungu 102,104 og 106 dags. 27. júní 2019 varðandi frágang á lóðarmörkum milli húsa við Laxatungu og Vogatungu.

    Skipu­lags­nefnd fel­ur skipu­lags­full­trúa og bygg­ing­ar­full­trúa að funda með hús­eig­end­um varð­andi mál­ið. Sam­þykkt með fimm at­kvæð­um.

  • 8. Æs­ustað­a­land - ósk um gerð deili­skipu­lags.201905159

    Á 485. fundi skipulagsnefndar 29. maí 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að hefja vinnu við gerð deiliskipulags sem hefst með gerð skipulagslýsingar sbr. 40. gr. skipulagslaga." Lögð fram skipulagslýsing.

    Lýs­ing deili­skipu­lags sam­þykkt. Skipu­lags­full­trúa fal­ið að kynna til­lög­una og afla um­sagna. Sam­þykkt með fimm at­kvæð­um.

Fundargerðir til kynningar

  • 9. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 370201907006F

    • 9.1. Þver­holt 27-31, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201907038

      Bygg­inga­fé­lag­ið Bakki ehf. kt. 5101790219, sæk­ir um leyfi til að sam­eina mats­hluta í mats­hluta 01 og breyta rým­is­núm­er­um. Stærð­ir breyt­ast ekki.

    • 10. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 371201907020F

      • 10.1. Ásland 13/Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201712021

        Sig­urtak ehf. sæk­ir um leyfi til breyt­inga áður sam­þykktra að­al­upp­drátta ein­býl­is­húss á lóð­inni Ásland nr. 13, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir breyt­ast ekki.

      • 10.2. Ástu-Sólliljugata 9, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201904294

        JP Capital ehf, Ár­múli 38 Reykja­vík, sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu og timbri ein­býl­is­hús með inn­byggðri bíl­geymslu á lóð­inni Ástu-Sólliljugata nr. 9, í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
        Stærð­ir: 204,7 m², 777,5 m³

      • 10.3. Há­holt 13-15 / Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201906420

        Festi fast­eign­ir, Skarfagörð­um 2 Reykja­vík, sæk­ir um leyfi til að breyta innra skipu­lagi A hluta versl­un­ar­hús­næð­is á lóð­inni Há­holt nr. 13-15, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir breyt­ast ekki.

      • 10.4. Voga­tunga 60 innri­breyt­ing­ar / Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201907153

        Halldór Al­berts­son, Voga­tunga 60, heim­ili sæk­ir um leyfi til breyt­inga áður sam­þykktra að­al­upp­drátta rað­húss lóð­inni Voga­tunga nr. 60, í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
        Stækk­un 27,7 m², 71,548 m³.

      Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 08:45