19. júlí 2019 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) aðalmaður
- Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
- Jón Pétursson aðalmaður
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) áheyrnarfulltrúi
- Ólafur Melsted skipulagsfulltrúi
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
Fundargerð ritaði
Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Breyting á deiliskipulagi - Dalland 123625201811119
Á 484. fundi skipulagsnefndar 10. maí 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd vísar erindinu til lögmanns bæjarins til umsagnar." Lögð fram umsögn lögmanns bæjarins.
Bryndís Brynjarsdóttir fulltrúi VG vék af fundi við meðferð þessa erindis
Lagt fram minnisblað lögmanns Mosfellsbæjar.
Erindi bréfritara um breytingar á aðalskipulagi vísað áfram til vinnu sveitarfélagsins við endurskoðun aðalskipulags.Breyting á deiliskipulagi á ekki við þar sem deiliskipulag er ekki fyrir hendi.
Samþykkt með 3 atkvæðum, fulltrúi L-lista sat hjá.2. Völuteigur 8 - breyting á deiliskipulagi og aðalskipulagi201804256
Á 489. fundi skipulagsnefndar 5. júlí 2019 mættu Orri Árnason og Gréta Björnsdóttir frá Zeppelín arkitektum og Hjalti Gylfason frá Mannverki á fundinn og kynntu tillögu að breytingu á aðalskipulagi og deiliskipulagi lóðar við Völuteig 8. Umræður urðu um tillöguna.
Skipulagsnefnd vísar erindinu til endurskoðunar aðalskipulags.
3. Skeljatangi 3 - breyting á húsi, nýjar svalir.201907141
Borist hefur erindi frá Sigsteini Helga Magnússyni dags. 9. júlí 2019 varðandi breytingu á húsinu að Skeljatanga 3, nýjar svalir.
Skipulagsnefnd óskar eftir umsögn byggingarfulltrúa um málið.
4. Miðdalur land nr. 213970 - ósk um gerð deiliskipulags201711111
Á 449. fundi skipulagsnefndar 24. nóvember 2017 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að deiliskipulagi. Nefndin synjar hinsvegar beiðni umsækjanda um bráðabirgðaleyfi fyrir sumarhúsi á lóðinni." Lögð fram skipulagslýsing.
Lýsing deiliskipulags samþykkt. Skipulagsfulltrúa falið að kynna tillöguna og afla viðeigandi umsagna.Samþykkt með fimm atkvæðum.
5. Atvinnusvæði í landi Blikastaða201805153
Á 1400. fundi bæjarráðs 23. maí 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Samþykkt að fela bæjarstjóra að undirrita viljayfirlýsingu um uppbyggingu á nýju atvinnuhverfi í landi Blikastaða í Mosfellsbæ." Lögð fram viljayfirlýsing.
Skipulagsnefnd heimilar fyrir sitt leyti að hafin verði vinna við gerð deiliskipulags fyrir svæðið.
6. Sunnukriki 3 - breyting á deiliskipulagi innkeyrsla á lóð201907099
Borist hefur erindi frá Guðjóni Magnússyni ark. fh. lóðarhafa dags. 5. júlí 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi að Sunnukrika 3.
Skipulagsnefnd samþykkir að meðhöndla málið skv. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga.Samþykkt með fimm atkvæðum.
7. Frágangur á lóðarmörkum201907026
Borist hefur erindi frá lóðarhöfum Laxatungu 102,104 og 106 dags. 27. júní 2019 varðandi frágang á lóðarmörkum milli húsa við Laxatungu og Vogatungu.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa að funda með húseigendum varðandi málið. Samþykkt með fimm atkvæðum.
8. Æsustaðaland - ósk um gerð deiliskipulags.201905159
Á 485. fundi skipulagsnefndar 29. maí 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að hefja vinnu við gerð deiliskipulags sem hefst með gerð skipulagslýsingar sbr. 40. gr. skipulagslaga." Lögð fram skipulagslýsing.
Lýsing deiliskipulags samþykkt. Skipulagsfulltrúa falið að kynna tillöguna og afla umsagna. Samþykkt með fimm atkvæðum.
Fundargerðir til kynningar
9. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 370201907006F
9.1. Þverholt 27-31, Umsókn um byggingarleyfi 201907038
Byggingafélagið Bakki ehf. kt. 5101790219, sækir um leyfi til að sameina matshluta í matshluta 01 og breyta rýmisnúmerum. Stærðir breytast ekki.
10. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 371201907020F
10.1. Ásland 13/Umsókn um byggingarleyfi 201712021
Sigurtak ehf. sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta einbýlishúss á lóðinni Ásland nr. 13, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
10.2. Ástu-Sólliljugata 9, Umsókn um byggingarleyfi 201904294
JP Capital ehf, Ármúli 38 Reykjavík, sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu og timbri einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni Ástu-Sólliljugata nr. 9, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: 204,7 m², 777,5 m³10.3. Háholt 13-15 / Umsókn um byggingarleyfi 201906420
Festi fasteignir, Skarfagörðum 2 Reykjavík, sækir um leyfi til að breyta innra skipulagi A hluta verslunarhúsnæðis á lóðinni Háholt nr. 13-15, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
10.4. Vogatunga 60 innribreytingar / Umsókn um byggingarleyfi 201907153
Halldór Albertsson, Vogatunga 60, heimili sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta raðhúss lóðinni Vogatunga nr. 60, í samræmi við framlögð gögn.
Stækkun 27,7 m², 71,548 m³.