Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

21. janúar 2022 kl. 07:00,
í fjarfundi


Fundinn sátu

  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
  • Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
  • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) aðalmaður
  • Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
  • Lovísa Jónsdóttir (LJó) áheyrnarfulltrúi
  • Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) áheyrnarfulltrúi
  • Sveinn Óskar Sigurðsson (SÓS) varamaður
  • Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
  • Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
  • Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi

Fundargerð ritaði

Árni Jón Sigfússon Byggingarfulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Helga­fells­hverfi 5. áfangi - að­al­skipu­lags­breyt­ing og nýtt deili­skipu­lag201811024

    Skipulagsnefnd samþykkti á 542. og 552. fundum sínum að auglýsa og kynna aðalskipulagsbreytingu fyrir Helgafellshverfi og nýtt deiliskipulag 5. áfanga hverfisins. Athugasemdafrestur var frá 28.10.2021 til og með 12.12.2021. Umsagnir bárust frá Umhverfisstofnun, dags. 3.12.2021, Heilbrigðiseftirliti Kjósarsvæðis, dags. 14.01.2021, Minjastofnun Íslands, dags. 08.12.2021, Svæðisskipulagsnefnd, dags. 07.12.2021 og Veðurstofu Íslands, dags. 16.2021. Hjálögð eru svör og viðbrögð við athugasemdum og umsögnum. Lagðir eru fram til afgreiðslu uppfærir uppdrættir og greinargerð deiliskipulagsins ásamt aðalskipulagsbreytingu Helgafellshverfis.

    Skipu­lags­full­trúa fal­ið að svara at­huga­semd­um í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi drög. Deili­skipu­lag­ið er sam­þykkt og skal það síð­an hljóta af­greiðslu skv. 2. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010. Ekki er talin þörf á enduraug­lýs­ingu deili­skipu­lags­breyt­ing­ar skv. 4. mgr. 41 gr. sömu laga vegna minni­hátt­ar upp­færslu á grein­ar­gerð og upp­drætti.
    Að­al­skipu­lags­breyt­ing­in telst einn­ig sam­þykkt og skal hljóta af­greiðslu skv. 2. mgr. 32. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010.

  • 2. Helga­fells­hverfi 5. áfangi - deili­skipu­lags­breyt­ing að­komu201811024

    Lagðar eru fram til kynningar og afgreiðslu deiliskipulagsbreytingar fyrir 1. og 4. áfanga Helgafellshverfis vegna breyttrar aðkomu 5. áfanga í samræmi við kynnt og samþykkt nýtt deiliskipulag svæðisins.

    Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir að til­lög­urn­ar hljóti af­greiðslu skv. 2. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010. Skipu­lags­nefnd met­ur breyt­ing­arn­ar það óveru­leg­ar og hags­muni að­eins sveit­ar­fé­lags­ins að falla megi frá kröf­um um grennd­arkynn­ingu skv. 2. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga, með vís­an í 3. mgr. 43. og 44 gr. sömu laga um kynn­ing­ar­ferli grennd­arkynn­inga. Er það sök­um þess að deili­skipu­lags­breyt­ing­ar eru að fullu í sam­ræmi við nýtt deili­skipu­lag sem þeg­ar hef­ur hlot­ið kynn­ingu og sam­þykkt í sam­ræmi við 1. mgr. 41. gr. sömu laga. Breyt­ing­ar­til­laga deili­skipu­lags telst því sam­þykkt og skal hljóta af­greiðslu skv. 43. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010 og ann­ast skipu­lags­full­trúi stað­fest­ingu skipu­lags­ins.

  • 3. Breyt­ing á að­al­skipu­lagi - Dal­land 123625201811119

    Lögð er fram að nýju til kynningar og afgreiðslu aðalskipulagsbreyting til endurauglýsingar fyrir Dalland 123625 þar sem hluti lands breytist úr óbyggðu svæði í landbúnaðarland. Skipulagslýsing vegna aðalskipulagsbreytingarinnar var kynnt frá 06.07.2020 til og með 04.08.2020. Fyrri auglýsing breytingar var kynnt frá 17.12.2020 til og með 08.02.2021. Hjálögð eru drög að svörum athugasemda við fyrri auglýsingu málsins.

    Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir að að­al­skipu­lags­breyt­ing­in skuli hljóta af­greiðslu skv. 3. mgr. 30. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010 og síð­ar aug­lýs­ingu skv. 31. gr. sömu laga.

    Bók­un Sveins Ósk­ars Sig­urðs­son­ar full­trúa M-lista, Mið­flokks:
    Varð­andi að­al­skipu­lag þessa svæð­is er einn­ig mik­il­vægt að þeir sem búa við Hafra­vatn og í ná­grenni þess svæð­is, þar sem m.a. er skipu­lagt frí­stunda­svæði, fái áheyrn hjá Mos­fells­bæ þeg­ar kem­ur að marg­vís­leg­um rétt­ind­um þeirra. Það snýr m.a. að inn­við­um á svæð­inu, sbr. ástands Hafra­vatns­veg­ar.

  • 4. Hraðastað­a­land 1 - lóð fyr­ir dreif­istöð202111355

    Borist hefur erindi frá Veitum ohf, f.h. landeiganda, dags. 19.11.2021, með ósk um stofnun nýrrar lóðar úr landi Hraðastaða 1 L123653 vegna tilfærslu á dreifistöð í samræmi við gögn.

    Skipu­lags­nefnd heim­il­ar stofn­un lóð­ar og upp­skipt­ingu lands í sam­ræmi við hnit­sett gögn, skv. 1. mgr. 48. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010. Mál­inu er vísað til úr­vinnslu á um­hverf­is­sviði.

  • 5. Reykja­mel­ur 46 - Krók­ar - ósk um deili­skipu­lags­breyt­ingu202112395

    Borist hefur erindi frá Gunnlaugi Johnson, dags. 28.12.2021, f.h. land- og húseiganda að Krókum L123755 við Varmá, með ósk um deiliskipulagsbreytingu og uppskiptingu lóðar.

    Er­ind­inu vísað til um­sagn­ar á um­hverf­is­sviði.

  • 6. Sunnukriki 7 - ósk um íbúð­ir202112368

    Borist hefur erindi frá Guðjóni Magnússyni, dags. 22.12.2021, f.h. lóðarhafa að Sunnukrika 7, með ósk um íbúðir á efri hæðum Sunnukrika 7 innan miðsvæðis 401-M.

    Mál­inu frestað.

    Bók­un Sveins Ósk­ars Sig­urðs­son­ar full­trúa M-lista, Mið­flokks:
    Hér er um að ræða um­tals­verða breyt­ingu á gild­andi deili­skipu­lagi og þeg­ar búið að auka fjölda íbúða á svæð­inu um­fram það sem gert var ráð fyr­ir í fyrra skipu­lagi. Íbú­ar á svæð­inu verða að geta treyst þeim for­send­um sem hafa byggt kaup sín á þeg­ar áform eru um að flytja í þetta hverfi sem og önn­ur í bæj­ar­fé­lag­inu. Rétt­ar væri að fara í heild­ar­end­ur­skoð­un á aðal- og deili­skipu­lag­inu í sam­ráði við íbúa sé á ann­að borð mark­mið­ið að breyta skipu­lagi með svona af­ger­andi hætti.

  • 7. Mið­svæði Mos­fells­bæj­ar 116-M - að­al­skipu­lags­breyt­ing202201368

    Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu skipulagslýsing fyrir aðal- og deiliskipulagsbreytingu á miðsvæði Mosfellsbæjar er varðar uppbyggingu íbúða.

    Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir að kynna skuli skipu­lags­lýs­ingu fyr­ir aðal- og deili­skipu­lags­breyt­ing­ar á mið­svæði 116-M til um­sagn­ar skv. 3. mgr. 40. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010.

    • 8. Orkugarð­ur - hug­mynd­ir að upp­bygg­ingu í Reykja­hverfi202101213

      Á 1513. fundi bæjarráðs var tekin ákvörðun um að setja upp Orkugarð í Reykjahverfi í samvinnu við Veitur ohf. Á fundinum var skipulagsnefnd falið að vinna að nánari útfærslu og deiliskipulagi fyrir Orkugarðinn. Hjálögð er undirrituð viljayfirlýsing til kynningar.

      Frestað vegna tíma­skorts.

    • 9. Leir­vogstunga 35 - ósk um auka fasta­núm­er202201016

      Erindi hefur borist frá Óskari Jóhanni Sigurðssyni, dags. 03.01.2022, með ósk um deiliskipulagsbreytingu fyrir Leirvogstungu 35.

      Frestað vegna tíma­skorts.

    • 10. Króka­tjörn L125143 - ósk um gerð deili­skipu­lags202201331

      Borist hefur erindi frá, Hrafni Bjarnasyni, dags. 13.01.2022, með ósk um gerð deiliskipulags og uppskiptingu frístundalóðar við Krókatjörn L125143.

      Frestað vegna tíma­skorts.

    Fundargerð

    • 11. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 457202112007F

      Fund­ar­gerð lögð fram til kynn­ing­ar.

      • 11.1. Bratta­hlíð 24-30 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi Tré­búkki ehf. 202106095

        Tré-Búkki ehf. Suð­ur­hús­um 2 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til breyt­inga áður sam­þykktra að­al­upp­drátta fjög­ura rað­húsa á lóð­inni Bratta­hlíð nr. 24-30 í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir breyt­ast ekki.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Lagt fram og kynnt.

      • 11.2. Dverg­holt 16 Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 202111169

        Sindri Jón Grét­ars­son Dverg­holti 16 sæk­ir um leyfi til breyt­inga innra skipu­lags og burð­ar­virk­is veggja neðri hæð­ar tví­býl­is­húss á lóð­inni Dverg­holt nr. 16 í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir breyt­ast ekki.

        Nið­ur­staða af­greiðslufund­ar fel­ur í sér sam­þykkt bygg­ingaráforma í sam­ræmi við 11. gr. laga um mann­virki nr. 160 / 2010. Óheim­ilt er að hefja fram­kvæmd­ir fyrr en bygg­ing­ar­full­trúi hef­ur gef­ið út bygg­ing­ar­leyfi í sam­ræmi við 13. gr. laga um mann­virki nr. 160 / 2010.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Lagt fram og kynnt.

      • 11.3. Dælu­stöðv­arveg­ur 6 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 2021041687

        Veit­ur ohf. sækja um leyfi til lít­ils­hátt­ar út­lits­breyt­inga ut­an­hús­sklæðn­ing­ar ásamt við­haldi dælu­stöðv­ar á lóð­inni Dælu­stöðv­arveg­ur nr. 6 í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir breyt­ast ekki.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Lagt fram og kynnt.

      • 12. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 458202112018F

        Fund­ar­gerð lögð fram til kynn­ing­ar.

        • 12.1. Desja­mýri 9 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi - mats­hluti 01 202007231

          Boxhús ehf. Síðumúla 30 Reykja­vík sækja um leyfi til breyt­inga áður sam­þykktra að­al­upp­drátta mhl. 01 iðn­að­ar­hús­næð­is á lóð­inni nr. 9 við Desja­mýri í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir breyt­ast ekki.

          Niðurstaða þessa fundar:

          Lagt fram og kynnt.

        • 12.2. Bjarg­slund­ur 11 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202110139

          Reykja­mel­ur ehf. Engja­vegi 10 sæk­ir um leyfi til að byggja úr for­steypt­um ein­ing­um ein­býl­is­hús með inn­byggðri bíl­geymslu á lóð­inni Bjarg­slund­ur nr. 11 í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
          Stærð­ir: Íbúð 184,6 m², bíl­geymsla 34,5 m², 650,8 m³.

          Niðurstaða þessa fundar:

          Lagt fram og kynnt.

        • 13. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 459202201012F

          Fund­ar­gerð lögð fram til kynn­ing­ar.

          • 13.1. Ak­ur­holt 21 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202111108

            Hans Þór Jens­son Ak­ur­holti 21 sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu við­bygg­ingu á einni hæð við ein­býl­is­hús á lóð­inni Ak­ur­holt nr. 21, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi var grennd­arkynnt, grennd­arkynn­ingu lauk 2.12.2020, eng­ar at­huga­semd­ir bár­ust. Stækk­un: 50,0 m², 124,6 m³.

            Nið­ur­staða af­greiðslufund­ar fel­ur í sér sam­þykkt bygg­ingaráforma í sam­ræmi við 11. gr. laga um mann­virki nr. 160 / 2010. Óheim­ilt er að hefja fram­kvæmd­ir fyrr en bygg­ing­ar­full­trúi hef­ur gef­ið út bygg­ing­ar­leyfi í sam­ræmi við 13. gr. laga um mann­virki nr. 160 / 2010.

            Niðurstaða þessa fundar:

            Lagt fram og kynnt.

          • 13.2. Bergrún­argata 7-9 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202110230

            Oddný Guðna­dótt­ir Bergrún­ar­götu 9 sæk­ir um leyfi til breyt­inga áður sam­þykktra að­al­upp­drátta par­húss á lóð­inni Bergrún­argata nr. 7-9 í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir breyt­ast ekki

            Niðurstaða þessa fundar:

            Lagt fram og kynnt.

          • 13.3. Brú­arfljót 2, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 202011137

            E18, Loga­fold 32, sæk­ir um leyfi til breyt­inga áður sam­þykktra að­al­upp­drátta á mhl. 04 at­vinnu­hús­næð­is á lóð­inni Brú­arfljót nr. 2, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir breyt­ast ekki.

            Niðurstaða þessa fundar:

            Lagt fram og kynnt.

          • 13.4. Helga­dals­veg­ur 60 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202107128

            Jens Páll Haf­steins­son Köldulind 6 Kópa­vogi sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu, timbri og gleri ein­býl­is­hús með inn­byggðri bíl­geymslu á lóð­inni Helga­dals­veg­ur nr. 60, í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
            Stærð­ir: Íbúð 352,5 m², bíl­geymsla 45,5 m², 1.843,9 m³.

            Nið­ur­staða af­greiðslufund­ar fel­ur í sér sam­þykkt bygg­ingaráforma í sam­ræmi við 11. gr. laga um mann­virki nr. 160 / 2010. Óheim­ilt er að hefja fram­kvæmd­ir fyrr en bygg­ing­ar­full­trúi hef­ur gef­ið út bygg­ing­ar­leyfi í sam­ræmi við 13. gr. laga um mann­virki nr. 160 / 2010.

            Niðurstaða þessa fundar:

            Lagt fram og kynnt.

          • 13.5. Liljugata 14-18 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202111353

            Bygg­inga­fé­lag­ið Bakki ehf. Þver­holti 2 sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu þriggja íbúða rað­hús á einni hæð á lóð­inni Liljugata nr. 14-18, í sam­ræmi við fram­lögð gögn.

            Stærð­ir hús nr. 14: Íbúð 190,5 m², 666,8 m³.
            Stærð­ir hús nr. 16: Íbúð 189,9 m², 664,7 m³.
            Stærð­ir hús nr. 18: Íbúð 189,8 m², 664,3 m³.

            Nið­ur­staða af­greiðslufund­ar fel­ur í sér sam­þykkt bygg­ingaráforma í sam­ræmi við 11. gr. laga um mann­virki nr. 160 / 2010. Óheim­ilt er að hefja fram­kvæmd­ir fyrr en bygg­ing­ar­full­trúi hef­ur gef­ið út bygg­ing­ar­leyfi í sam­ræmi við 13. gr. laga um mann­virki nr. 160 / 2010.

            Niðurstaða þessa fundar:

            Lagt fram og kynnt.

          • 14. Af­greiðslufund­ur skipu­lags­full­trúa - 56202201002F

            Fund­ar­gerð lögð fram til kynn­ing­ar.

            • 14.1. Ak­ur­holt 5 - Fyr­ir­spurn til bygg­ing­ar­full­trúa 202108388

              Skipu­lags­nefnd sam­þykkti á 549. fundi sín­um að grennd­arkynna bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi fyr­ir stækk­un húss að Ak­ur­holti 5 í sam­ræmi við 1. og 2. mgr. 44. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010. Áformin voru kynnt með kynn­ing­ar­bréfi og gögn­um sem send voru til aðliggj­andi húsa, Ak­ur­holts 3 og 7.
              At­huga­semda­frest­ur var frá 23.11.2021 til og með 22.12.2021. Eng­ar at­huga­semd­ir bár­ust.

              Niðurstaða þessa fundar:

              Lagt fram og kynnt.

            • 14.2. Byggð­ar­holt 35 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202105010

              Skipu­lags­nefnd sam­þykkti á 551. fundi sín­um að grennd­arkynna bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi fyr­ir stækk­un húss að Byggð­ar­holti 35 í sam­ræmi við 1. og 2. mgr. 44. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010. Áformin voru kynnt með kynn­ing­ar­bréfi og gögn­um sem send voru til aðliggj­andi húsa, Byggð­ar­holts 25, 27, 37, 39, 41 og Bratt­ar­holts 7. Gögn voru að­gengi­leg á vef.
              At­huga­semda­frest­ur var frá 19.11.2021 til og með 20.12.2021. Eng­ar at­huga­semd­ir bár­ust.

              Niðurstaða þessa fundar:

              Lagt fram og kynnt.

            • 14.3. Arn­ar­tangi 50 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202110041

              Skipu­lags­nefnd sam­þykkti á 554. fundi sín­um að grennd­arkynna bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi fyr­ir þeg­ar byggða stækk­un húss að Arn­ar­tanga 50 í sam­ræmi við 1. og 2. mgr. 44. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010. Áformin voru kynnt með kynn­ing­ar­bréfi og gögn­um sem send voru til aðliggj­andi húsa, Arn­ar­tanga 42, 44, 46, 47, 48 og 52. Gögn voru að­gengi­leg á vef.
              At­huga­semda­frest­ur var frá 30.11.2021 til og með 30.12.2021. Eng­ar at­huga­semd­ir bár­ust.

              Niðurstaða þessa fundar:

              Lagt fram og kynnt.

            • 14.4. Uglugata 40-46 - deili­skipu­lags­breyt­ing 202103039

              Skipu­lags­nefnd sam­þykkti á 551. fundi sín­um að aug­lýsa deili­skipu­lags­breyt­ingu fyr­ir lóð­ina Uglu­götu 40-46 1. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010. Breyt­ing­in var kynnt í Lög­birt­ing­ar­blað­inu, Mos­fell­ingi og á vef, mos.is. Bréf voru send á um­sagnar­að­ila og hús­fé­laga aðliggj­andi fjöl­býla að Uglu­götu 32, 34, 36, 38, 48 og 50.
              Deili­skipu­lags­breyt­ing­in er fram­sett á upp­drætti í mæli­kvarð­an­um 1:1000. Sex ein­inga tveggja hæða rað­húsi er breytt í átta ein­inga fjöl­býli.
              At­huga­semda­frest­ur var frá 28.10.2021 til og með 12.12.2021. Eng­ar at­huga­semd­ir bár­ust.

              Niðurstaða þessa fundar:

              Lagt fram og kynnt.

            Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00