21. janúar 2022 kl. 07:00,
í fjarfundi
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) aðalmaður
- Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) áheyrnarfulltrúi
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) áheyrnarfulltrúi
- Sveinn Óskar Sigurðsson (SÓS) varamaður
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
- Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði
Árni Jón Sigfússon Byggingarfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Helgafellshverfi 5. áfangi - aðalskipulagsbreyting og nýtt deiliskipulag201811024
Skipulagsnefnd samþykkti á 542. og 552. fundum sínum að auglýsa og kynna aðalskipulagsbreytingu fyrir Helgafellshverfi og nýtt deiliskipulag 5. áfanga hverfisins. Athugasemdafrestur var frá 28.10.2021 til og með 12.12.2021. Umsagnir bárust frá Umhverfisstofnun, dags. 3.12.2021, Heilbrigðiseftirliti Kjósarsvæðis, dags. 14.01.2021, Minjastofnun Íslands, dags. 08.12.2021, Svæðisskipulagsnefnd, dags. 07.12.2021 og Veðurstofu Íslands, dags. 16.2021. Hjálögð eru svör og viðbrögð við athugasemdum og umsögnum. Lagðir eru fram til afgreiðslu uppfærir uppdrættir og greinargerð deiliskipulagsins ásamt aðalskipulagsbreytingu Helgafellshverfis.
Skipulagsfulltrúa falið að svara athugasemdum í samræmi við fyrirliggjandi drög. Deiliskipulagið er samþykkt og skal það síðan hljóta afgreiðslu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ekki er talin þörf á endurauglýsingu deiliskipulagsbreytingar skv. 4. mgr. 41 gr. sömu laga vegna minniháttar uppfærslu á greinargerð og uppdrætti.
Aðalskipulagsbreytingin telst einnig samþykkt og skal hljóta afgreiðslu skv. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.- FylgiskjalSamantekt á umsögnum.pdfFylgiskjalHelgafellshverfi 5. áfangi - greinagerð skipulags.pdfFylgiskjal5. áfangi uppdráttur.pdfFylgiskjal5. áfangi skýringaruppdráttur.pdfFylgiskjalAðalskipulagsbreyting Helgafells.pdfFylgiskjalVeðurstofa Íslands - Umsögn.pdfFylgiskjalHeilbrigðiseftirlit - Umsögn.pdfFylgiskjalSvæðisskipulagsnefnd - Umsögn.pdfFylgiskjalUmhverfisstofnun - umsögn.pdfFylgiskjalMinjastofnun Íslands - umsögn.pdf
2. Helgafellshverfi 5. áfangi - deiliskipulagsbreyting aðkomu201811024
Lagðar eru fram til kynningar og afgreiðslu deiliskipulagsbreytingar fyrir 1. og 4. áfanga Helgafellshverfis vegna breyttrar aðkomu 5. áfanga í samræmi við kynnt og samþykkt nýtt deiliskipulag svæðisins.
Skipulagsnefnd samþykkir að tillögurnar hljóti afgreiðslu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsnefnd metur breytingarnar það óverulegar og hagsmuni aðeins sveitarfélagsins að falla megi frá kröfum um grenndarkynningu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga, með vísan í 3. mgr. 43. og 44 gr. sömu laga um kynningarferli grenndarkynninga. Er það sökum þess að deiliskipulagsbreytingar eru að fullu í samræmi við nýtt deiliskipulag sem þegar hefur hlotið kynningu og samþykkt í samræmi við 1. mgr. 41. gr. sömu laga. Breytingartillaga deiliskipulags telst því samþykkt og skal hljóta afgreiðslu skv. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og annast skipulagsfulltrúi staðfestingu skipulagsins.
3. Breyting á aðalskipulagi - Dalland 123625201811119
Lögð er fram að nýju til kynningar og afgreiðslu aðalskipulagsbreyting til endurauglýsingar fyrir Dalland 123625 þar sem hluti lands breytist úr óbyggðu svæði í landbúnaðarland. Skipulagslýsing vegna aðalskipulagsbreytingarinnar var kynnt frá 06.07.2020 til og með 04.08.2020. Fyrri auglýsing breytingar var kynnt frá 17.12.2020 til og með 08.02.2021. Hjálögð eru drög að svörum athugasemda við fyrri auglýsingu málsins.
Skipulagsnefnd samþykkir að aðalskipulagsbreytingin skuli hljóta afgreiðslu skv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og síðar auglýsingu skv. 31. gr. sömu laga.
Bókun Sveins Óskars Sigurðssonar fulltrúa M-lista, Miðflokks:
Varðandi aðalskipulag þessa svæðis er einnig mikilvægt að þeir sem búa við Hafravatn og í nágrenni þess svæðis, þar sem m.a. er skipulagt frístundasvæði, fái áheyrn hjá Mosfellsbæ þegar kemur að margvíslegum réttindum þeirra. Það snýr m.a. að innviðum á svæðinu, sbr. ástands Hafravatnsvegar.4. Hraðastaðaland 1 - lóð fyrir dreifistöð202111355
Borist hefur erindi frá Veitum ohf, f.h. landeiganda, dags. 19.11.2021, með ósk um stofnun nýrrar lóðar úr landi Hraðastaða 1 L123653 vegna tilfærslu á dreifistöð í samræmi við gögn.
Skipulagsnefnd heimilar stofnun lóðar og uppskiptingu lands í samræmi við hnitsett gögn, skv. 1. mgr. 48. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Málinu er vísað til úrvinnslu á umhverfissviði.
5. Reykjamelur 46 - Krókar - ósk um deiliskipulagsbreytingu202112395
Borist hefur erindi frá Gunnlaugi Johnson, dags. 28.12.2021, f.h. land- og húseiganda að Krókum L123755 við Varmá, með ósk um deiliskipulagsbreytingu og uppskiptingu lóðar.
Erindinu vísað til umsagnar á umhverfissviði.
6. Sunnukriki 7 - ósk um íbúðir202112368
Borist hefur erindi frá Guðjóni Magnússyni, dags. 22.12.2021, f.h. lóðarhafa að Sunnukrika 7, með ósk um íbúðir á efri hæðum Sunnukrika 7 innan miðsvæðis 401-M.
Málinu frestað.
Bókun Sveins Óskars Sigurðssonar fulltrúa M-lista, Miðflokks:
Hér er um að ræða umtalsverða breytingu á gildandi deiliskipulagi og þegar búið að auka fjölda íbúða á svæðinu umfram það sem gert var ráð fyrir í fyrra skipulagi. Íbúar á svæðinu verða að geta treyst þeim forsendum sem hafa byggt kaup sín á þegar áform eru um að flytja í þetta hverfi sem og önnur í bæjarfélaginu. Réttar væri að fara í heildarendurskoðun á aðal- og deiliskipulaginu í samráði við íbúa sé á annað borð markmiðið að breyta skipulagi með svona afgerandi hætti.7. Miðsvæði Mosfellsbæjar 116-M - aðalskipulagsbreyting202201368
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu skipulagslýsing fyrir aðal- og deiliskipulagsbreytingu á miðsvæði Mosfellsbæjar er varðar uppbyggingu íbúða.
Skipulagsnefnd samþykkir að kynna skuli skipulagslýsingu fyrir aðal- og deiliskipulagsbreytingar á miðsvæði 116-M til umsagnar skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
8. Orkugarður - hugmyndir að uppbyggingu í Reykjahverfi202101213
Á 1513. fundi bæjarráðs var tekin ákvörðun um að setja upp Orkugarð í Reykjahverfi í samvinnu við Veitur ohf. Á fundinum var skipulagsnefnd falið að vinna að nánari útfærslu og deiliskipulagi fyrir Orkugarðinn. Hjálögð er undirrituð viljayfirlýsing til kynningar.
Frestað vegna tímaskorts.
9. Leirvogstunga 35 - ósk um auka fastanúmer202201016
Erindi hefur borist frá Óskari Jóhanni Sigurðssyni, dags. 03.01.2022, með ósk um deiliskipulagsbreytingu fyrir Leirvogstungu 35.
Frestað vegna tímaskorts.
10. Krókatjörn L125143 - ósk um gerð deiliskipulags202201331
Borist hefur erindi frá, Hrafni Bjarnasyni, dags. 13.01.2022, með ósk um gerð deiliskipulags og uppskiptingu frístundalóðar við Krókatjörn L125143.
Frestað vegna tímaskorts.
Fundargerð
11. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 457202112007F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
11.1. Brattahlíð 24-30 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi Trébúkki ehf. 202106095
Tré-Búkki ehf. Suðurhúsum 2 Reykjavík sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta fjögura raðhúsa á lóðinni Brattahlíð nr. 24-30 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram og kynnt.
11.2. Dvergholt 16 Umsókn um byggingarleyfi 202111169
Sindri Jón Grétarsson Dvergholti 16 sækir um leyfi til breytinga innra skipulags og burðarvirkis veggja neðri hæðar tvíbýlishúss á lóðinni Dvergholt nr. 16 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
Niðurstaða afgreiðslufundar felur í sér samþykkt byggingaráforma í samræmi við 11. gr. laga um mannvirki nr. 160 / 2010. Óheimilt er að hefja framkvæmdir fyrr en byggingarfulltrúi hefur gefið út byggingarleyfi í samræmi við 13. gr. laga um mannvirki nr. 160 / 2010.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram og kynnt.
11.3. Dælustöðvarvegur 6 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 2021041687
Veitur ohf. sækja um leyfi til lítilsháttar útlitsbreytinga utanhússklæðningar ásamt viðhaldi dælustöðvar á lóðinni Dælustöðvarvegur nr. 6 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram og kynnt.
12. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 458202112018F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
12.1. Desjamýri 9 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi - matshluti 01 202007231
Boxhús ehf. Síðumúla 30 Reykjavík sækja um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta mhl. 01 iðnaðarhúsnæðis á lóðinni nr. 9 við Desjamýri í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram og kynnt.
12.2. Bjargslundur 11 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202110139
Reykjamelur ehf. Engjavegi 10 sækir um leyfi til að byggja úr forsteyptum einingum einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni Bjargslundur nr. 11 í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: Íbúð 184,6 m², bílgeymsla 34,5 m², 650,8 m³.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram og kynnt.
13. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 459202201012F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
13.1. Akurholt 21 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202111108
Hans Þór Jensson Akurholti 21 sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu viðbyggingu á einni hæð við einbýlishús á lóðinni Akurholt nr. 21, í samræmi við framlögð gögn. Umsókn um byggingarleyfi var grenndarkynnt, grenndarkynningu lauk 2.12.2020, engar athugasemdir bárust. Stækkun: 50,0 m², 124,6 m³.
Niðurstaða afgreiðslufundar felur í sér samþykkt byggingaráforma í samræmi við 11. gr. laga um mannvirki nr. 160 / 2010. Óheimilt er að hefja framkvæmdir fyrr en byggingarfulltrúi hefur gefið út byggingarleyfi í samræmi við 13. gr. laga um mannvirki nr. 160 / 2010.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram og kynnt.
13.2. Bergrúnargata 7-9 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202110230
Oddný Guðnadóttir Bergrúnargötu 9 sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta parhúss á lóðinni Bergrúnargata nr. 7-9 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram og kynnt.
13.3. Brúarfljót 2, umsókn um byggingarleyfi 202011137
E18, Logafold 32, sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta á mhl. 04 atvinnuhúsnæðis á lóðinni Brúarfljót nr. 2, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram og kynnt.
13.4. Helgadalsvegur 60 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202107128
Jens Páll Hafsteinsson Köldulind 6 Kópavogi sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu, timbri og gleri einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni Helgadalsvegur nr. 60, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: Íbúð 352,5 m², bílgeymsla 45,5 m², 1.843,9 m³.Niðurstaða afgreiðslufundar felur í sér samþykkt byggingaráforma í samræmi við 11. gr. laga um mannvirki nr. 160 / 2010. Óheimilt er að hefja framkvæmdir fyrr en byggingarfulltrúi hefur gefið út byggingarleyfi í samræmi við 13. gr. laga um mannvirki nr. 160 / 2010.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram og kynnt.
13.5. Liljugata 14-18 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202111353
Byggingafélagið Bakki ehf. Þverholti 2 sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu þriggja íbúða raðhús á einni hæð á lóðinni Liljugata nr. 14-18, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir hús nr. 14: Íbúð 190,5 m², 666,8 m³.
Stærðir hús nr. 16: Íbúð 189,9 m², 664,7 m³.
Stærðir hús nr. 18: Íbúð 189,8 m², 664,3 m³.Niðurstaða afgreiðslufundar felur í sér samþykkt byggingaráforma í samræmi við 11. gr. laga um mannvirki nr. 160 / 2010. Óheimilt er að hefja framkvæmdir fyrr en byggingarfulltrúi hefur gefið út byggingarleyfi í samræmi við 13. gr. laga um mannvirki nr. 160 / 2010.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram og kynnt.
14. Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 56202201002F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
14.1. Akurholt 5 - Fyrirspurn til byggingarfulltrúa 202108388
Skipulagsnefnd samþykkti á 549. fundi sínum að grenndarkynna byggingaráform og byggingarleyfi fyrir stækkun húss að Akurholti 5 í samræmi við 1. og 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Áformin voru kynnt með kynningarbréfi og gögnum sem send voru til aðliggjandi húsa, Akurholts 3 og 7.
Athugasemdafrestur var frá 23.11.2021 til og með 22.12.2021. Engar athugasemdir bárust.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram og kynnt.
14.2. Byggðarholt 35 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202105010
Skipulagsnefnd samþykkti á 551. fundi sínum að grenndarkynna byggingaráform og byggingarleyfi fyrir stækkun húss að Byggðarholti 35 í samræmi við 1. og 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Áformin voru kynnt með kynningarbréfi og gögnum sem send voru til aðliggjandi húsa, Byggðarholts 25, 27, 37, 39, 41 og Brattarholts 7. Gögn voru aðgengileg á vef.
Athugasemdafrestur var frá 19.11.2021 til og með 20.12.2021. Engar athugasemdir bárust.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram og kynnt.
14.3. Arnartangi 50 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202110041
Skipulagsnefnd samþykkti á 554. fundi sínum að grenndarkynna byggingaráform og byggingarleyfi fyrir þegar byggða stækkun húss að Arnartanga 50 í samræmi við 1. og 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Áformin voru kynnt með kynningarbréfi og gögnum sem send voru til aðliggjandi húsa, Arnartanga 42, 44, 46, 47, 48 og 52. Gögn voru aðgengileg á vef.
Athugasemdafrestur var frá 30.11.2021 til og með 30.12.2021. Engar athugasemdir bárust.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram og kynnt.
14.4. Uglugata 40-46 - deiliskipulagsbreyting 202103039
Skipulagsnefnd samþykkti á 551. fundi sínum að auglýsa deiliskipulagsbreytingu fyrir lóðina Uglugötu 40-46 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin var kynnt í Lögbirtingarblaðinu, Mosfellingi og á vef, mos.is. Bréf voru send á umsagnaraðila og húsfélaga aðliggjandi fjölbýla að Uglugötu 32, 34, 36, 38, 48 og 50.
Deiliskipulagsbreytingin er framsett á uppdrætti í mælikvarðanum 1:1000. Sex eininga tveggja hæða raðhúsi er breytt í átta eininga fjölbýli.
Athugasemdafrestur var frá 28.10.2021 til og með 12.12.2021. Engar athugasemdir bárust.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram og kynnt.