31. janúar 2020 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) aðalmaður
- Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
- Jón Pétursson aðalmaður
- Ölvir Karlsson (ÖK) áheyrnarfulltrúi
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) áheyrnarfulltrúi
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði
Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Lóðamál Reykjahvols 35 og réttarstaða lóðanna Reykjahvoll 37 og 39201708283
Lögð fyrir gögn frá Guðmundi Lárussyni með ósk um breytta afmörkun lóða við Reykjahvol 39 og 41
Óskað verði frekari gagna frá umsækjanda í samræmi við framlagðar athugasemdir embættis skipulagsfulltrúa til þess að hægt sé að afgreiða málið.
2. Æsustaðaland - ósk um gerð deiliskipulags.201905159
Fyrir liggur deiliskipulagstillaga sem umsækjendur hafa látið vinna. Taka þarf afstöðu til uppbyggingar á umræddu svæði s.s. aðkoma að lóðum og uppbyggingu veitna.
Gerð samkomulags um mögulega uppbyggingu á Æsustaðalandi er vísað til bæjarráðs vegna aðkomu, veitna og annarrar innviðauppbyggingar.
3. Þrastarhöfði 20 - stækkun á húsi201910003
Borist hefur erindi frá Elíasi Víðissyni dags. 30. september 2019 varðandi breytingu á húsinu að Þrastarhöfða 20.
Skipulagsnefnd synjar erindinu þar sem fyrirhuguð breyting er ekki í samræmi við gildandi deiliskipulagsskilmála.
4. Suðurá - skipting eignar og ný fasteignanúmer201912008
Borist hefur erindi frá Consensa fh. landeiganda Suðurá varðandi skiptingu lands og stofnun nýrra fasteignanúmera.
Skipulagsnefnd synjar erindinu þar sem ekki eru fyrir hendi skipulagslegar forsendur sem heimila fyrirhugaða skiptingu lands.
5. Í Miðdalslandi l.nr. 125323, ósk um skiptingu í 4 lóðir201605282
Bréf Skipulagssofnunar með athugasemdum við auglýst deiliskipulag lagt fram til kynningar.
Skipulagsnefnd fer þess á leit við umsækjanda að brugðist verði við athugasemdum Skipulagsstofnunar.
6. Kvíslartunga 5 - breyting á deiliskipulagi201909368
Deiliskipulagsbreyting v/Kvíslartungu 5. Nýjar teikningar lagðar fyrir skipulagsnefnd.
Skipulagsnefnd heimilar að tillagan verði auglýst samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga með fyrirvara um samkomulag um auka kostnað vegna gatnagerðar og byggingarréttar. Fulltrúi M lista situr hjá.
7. Blikastaðaland - Deiliskipulag verslunar- og þjónustusvæðis og athafnasvæðis201908379
Lögð fram umsögn Fiskistofu vegna áhrifa fyrirhugaðs athafnasvæðis í Blikastaðalandi á Úlfarsá.
Lagt fram
8. Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins - tillaga að breytingu á svæðisskipulagi.201901121
Ósk um staðfestingu Mosfellsbæjar á breytingu á svæðisskipulaginu Höfuðborgarsvæðið 2040 /málsnr. 1712001
Stefán Ómar Jónsson fulltrúi L lista í skipulagsnefnd Jón Pétursson fulltrúi M lista í skipulagsnefnd leggja fram eftirfarandi tillögu um viljayfirlýsingu vegna lagningu og legu Sundabrautar:
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar samþykkir að beina því til bæjarstjórnar, að bæjarstjóra verði nú þegar falið, að kanna hjá sveitarfélögunum sem aðild eiga að svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins, hvort þau ásamt ríkisvaldinu séu tilbúin til þess að gera með sér viljayfirlýsingu um lagningu og legu Sundabrautar.
Tillaga þessi hvílir á þegar gerðum samþykktum skipulagsnefndar (497. fundur), bæjarstjórnar (747. fundur) og bæjarráðs (1429. fundur), sóknaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2020-2024 (bls. 34), sem allar lúta að því að Sundabraut komist á dagskrá sem fyrst. Tillagan ætti því að vera auðsamþykkt.
Skipulagsnefnd samþykkir að fresta afgreiðslu svæðisskipulagsins á meðan að bæjarstjóri kannar afstöðu sveitarfélaganna og ríkisvaldsins til gerðar fyrrnefndrar viljayfirlýsingar.
(Tillögu þessari fylgir greinargerð og drög að texta viljayfirlýsingar.)Tillagan er felld af meirhluta D og V lista þar sem Sundabraut er ekki hluti af breytingu svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins 2040.
Bókun Fulltrúa L- og M lista: Fulltrúar L- og M lista í skipulagsnefnd benda á að málefni Sundabrautar eru samofnin þeim viljayfirlýsingum og skýrslum sem hafa verið gerðar varðandi samgöngumál á höfuðborgarsvæðinu eins og fram kemur í greinargerð með tillögu þeirri sem nú hefur verið felld.
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar staðfestir fyrirliggjandi breytingu á svæðisskipulagi Höfuðborgarsvæðið 2040 þar sem vaxatarmörk á Álfsnesi eru færð út. Samþykkt með þremur atkvæðum D og V lista, fulltrúar L og M lista greiða atkvæði á móti.
- Fylgiskjal1. A1234-100-U01-Svæðisskipulag-VaxtarmörkÁlfsnes-til staðfestingar.pdfFylgiskjal2. A1234-101-D02-Álfsnes-Umhverfisskýrsla til staðfestingar.pdfFylgiskjal3. A1234-103-U01-Svæðisskipulag-umsagnir og svör.pdfFylgiskjal4. Umsagnir-7.pdfFylgiskjalLokaafgreiðsla á breytingu á svæðisskipulaginu Höfuðborgarsvæðið 2040 /málsnr. 1712001 -MOS.pdfFylgiskjalLokaafgreiðsla á breytingu á svæðisskipulaginu Höfuðborgarsvæðið 2040 -MOS.pdfFylgiskjalViljayfirlýsing Sundabraut.pdf
9. Bílastæði og leikvöllur Lækjarhlíð202001342
Lögð fyrir skipulagsnefnd tillaga að fjölgun bílastæða við Lækjarhlíð og endurbótum á leiksvæði
Frestað vegna tímaskorts.
10. Ný umferðarlög 2020201912242
Ný umferðarlög kynnt
Frestað vegna tímaskorts.
11. Breyting á aðalskipulagi og deiliskipulagi - Dalland 123625201811119
Á 488. fundi skipulagsnefndar 28. júní 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd hafnar beiðni um breytingu deiliskipulags enda er ekkert deiliskipulag til staðar og nýtt deiliskipulag í samræmi við óskir bréfritara yrði í andstöðu við staðfest aðalskipulag. Skipulagsnefnd felur lögmanni Mosfellsbæjar að vinna að úrlausn kröfu bréfritara um breytingu aðalskipulags og leggja tillögu sína að lausn málsins fyrir næsta fund nefndarinnar." Lögmaður Mosfellsbæjar mætir á fundinn kl. 8:40 og gerir grein fyrir stöðu máls.
Lögmaður Mosfellsbæjar gerir grein fyrir stöðu máls. Skipulagsnefnd samþykkir að taka fyrir að nýju beiðni umsækjanda um breytingu aðalskipulags.