Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

31. janúar 2020 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

 • Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
 • Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
 • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) aðalmaður
 • Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
 • Jón Pétursson aðalmaður
 • Ölvir Karlsson (ÖK) áheyrnarfulltrúi
 • Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) áheyrnarfulltrúi
 • Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
 • Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi

Fundargerð ritaði

Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

 • 1. Lóða­mál Reykja­hvols 35 og rétt­ar­staða lóð­anna Reykja­hvoll 37 og 39201708283

  Lögð fyrir gögn frá Guðmundi Lárussyni með ósk um breytta afmörkun lóða við Reykjahvol 39 og 41

  Óskað verði frek­ari gagna frá um­sækj­anda í sam­ræmi við fram­lagð­ar at­huga­semd­ir embætt­is skipu­lags­full­trúa til þess að hægt sé að af­greiða mál­ið.

 • 2. Æs­ustað­a­land - ósk um gerð deili­skipu­lags.201905159

  Fyrir liggur deiliskipulagstillaga sem umsækjendur hafa látið vinna. Taka þarf afstöðu til uppbyggingar á umræddu svæði s.s. aðkoma að lóðum og uppbyggingu veitna.

  Gerð sam­komu­lags um mögu­lega upp­bygg­ingu á Æs­ustaðalandi er vísað til bæj­ar­ráðs vegna að­komu, veitna og annarr­ar inn­við­a­upp­bygg­ing­ar.

 • 3. Þrast­ar­höfði 20 - stækk­un á húsi201910003

  Borist hefur erindi frá Elíasi Víðissyni dags. 30. september 2019 varðandi breytingu á húsinu að Þrastarhöfða 20.

  Skipu­lags­nefnd synj­ar er­ind­inu þar sem fyr­ir­hug­uð breyt­ing er ekki í sam­ræmi við gild­andi deili­skipu­lags­skil­mála.

 • 4. Suð­urá - skipt­ing eign­ar og ný fast­eigna­núm­er201912008

  Borist hefur erindi frá Consensa fh. landeiganda Suðurá varðandi skiptingu lands og stofnun nýrra fasteignanúmera.

  Skipu­lags­nefnd synj­ar er­ind­inu þar sem ekki eru fyr­ir hendi skipu­lags­leg­ar for­send­ur sem heim­ila fyr­ir­hug­aða skipt­ingu lands.

  • 5. Í Mið­dalslandi l.nr. 125323, ósk um skipt­ingu í 4 lóð­ir201605282

   Bréf Skipulagssofnunar með athugasemdum við auglýst deiliskipulag lagt fram til kynningar.

   Skipu­lags­nefnd fer þess á leit við um­sækj­anda að brugð­ist verði við at­huga­semd­um Skipu­lags­stofn­un­ar.

  • 6. Kvísl­artunga 5 - breyt­ing á deili­skipu­lagi201909368

   Deiliskipulagsbreyting v/Kvíslartungu 5. Nýjar teikningar lagðar fyrir skipulagsnefnd.

   Skipu­lags­nefnd heim­il­ar að til­lag­an verði aug­lýst sam­kvæmt 1. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga með fyr­ir­vara um sam­komulag um auka kostn­að vegna gatna­gerð­ar og bygg­ing­ar­rétt­ar. Full­trúi M lista sit­ur hjá.

  • 7. Blikastað­a­land - Deili­skipu­lag versl­un­ar- og þjón­ustu­svæð­is og at­hafna­svæð­is201908379

   Lögð fram umsögn Fiskistofu vegna áhrifa fyrirhugaðs athafnasvæðis í Blikastaðalandi á Úlfarsá.

   Lagt fram

  • 8. Svæð­is­skipu­lag höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins - til­laga að breyt­ingu á svæð­is­skipu­lagi.201901121

   Ósk um staðfestingu Mosfellsbæjar á breytingu á svæðisskipulaginu Höfuðborgarsvæðið 2040 /málsnr. 1712001

   Stefán Ómar Jóns­son full­trúi L lista í skipu­lags­nefnd Jón Pét­urs­son full­trúi M lista í skipu­lags­nefnd leggja fram eft­ir­far­andi til­lögu um vilja­yf­ir­lýs­ingu vegna lagn­ingu og legu Sunda­braut­ar:
   Skipu­lags­nefnd Mos­fells­bæj­ar sam­þykk­ir að beina því til bæj­ar­stjórn­ar, að bæj­ar­stjóra verði nú þeg­ar fal­ið, að kanna hjá sveit­ar­fé­lög­un­um sem að­ild eiga að svæð­is­skipu­lagi höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins, hvort þau ásamt rík­is­vald­inu séu til­bú­in til þess að gera með sér vilja­yf­ir­lýs­ingu um lagn­ingu og legu Sunda­braut­ar.
   Til­laga þessi hvíl­ir á þeg­ar gerð­um sam­þykkt­um skipu­lags­nefnd­ar (497. fund­ur), bæj­ar­stjórn­ar (747. fund­ur) og bæj­ar­ráðs (1429. fund­ur), sókn­aráætlun höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins 2020-2024 (bls. 34), sem all­ar lúta að því að Sunda­braut kom­ist á dagskrá sem fyrst. Til­lag­an ætti því að vera auð­sam­þykkt.
   Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir að fresta af­greiðslu svæð­is­skipu­lags­ins á með­an að bæj­ar­stjóri kann­ar af­stöðu sveit­ar­fé­lag­anna og rík­is­valds­ins til gerð­ar fyrr­nefndr­ar vilja­yf­ir­lýs­ing­ar.
   (Til­lögu þess­ari fylg­ir grein­ar­gerð og drög að texta vilja­yf­ir­lýs­ing­ar.)

   Til­lag­an er felld af meir­hluta D og V lista þar sem Sunda­braut er ekki hluti af breyt­ingu svæð­is­skipu­lags höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins 2040.

   Bók­un Full­trúa L- og M lista: Full­trú­ar L- og M lista í skipu­lags­nefnd benda á að mál­efni Sunda­braut­ar eru samofn­in þeim vilja­yf­ir­lýs­ing­um og skýrsl­um sem hafa ver­ið gerð­ar varð­andi sam­göngu­mál á höf­uð­borg­ar­svæð­inu eins og fram kem­ur í grein­ar­gerð með til­lögu þeirri sem nú hef­ur ver­ið felld.

   Skipu­lags­nefnd Mos­fells­bæj­ar stað­fest­ir fyr­ir­liggj­andi breyt­ingu á svæð­is­skipu­lagi Höf­uð­borg­ar­svæð­ið 2040 þar sem vaxat­ar­mörk á Álfs­nesi eru færð út. Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um D og V lista, full­trú­ar L og M lista greiða at­kvæði á móti.

  • 9. Bíla­stæði og leik­völl­ur Lækj­ar­hlíð202001342

   Lögð fyrir skipulagsnefnd tillaga að fjölgun bílastæða við Lækjarhlíð og endurbótum á leiksvæði

   Frestað vegna tíma­skorts.

  • 10. Ný um­ferð­ar­lög 2020201912242

   Ný umferðarlög kynnt

   Frestað vegna tíma­skorts.

  • 11. Breyt­ing á að­al­skipu­lagi og deili­skipu­lagi - Dal­land 123625201811119

   Á 488. fundi skipulagsnefndar 28. júní 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd hafnar beiðni um breytingu deiliskipulags enda er ekkert deiliskipulag til staðar og nýtt deiliskipulag í samræmi við óskir bréfritara yrði í andstöðu við staðfest aðalskipulag. Skipulagsnefnd felur lögmanni Mosfellsbæjar að vinna að úrlausn kröfu bréfritara um breytingu aðalskipulags og leggja tillögu sína að lausn málsins fyrir næsta fund nefndarinnar." Lögmaður Mosfellsbæjar mætir á fundinn kl. 8:40 og gerir grein fyrir stöðu máls.

   Lög­mað­ur Mos­fells­bæj­ar ger­ir grein fyr­ir stöðu máls. Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir að taka fyr­ir að nýju beiðni um­sækj­anda um breyt­ingu að­al­skipu­lags.

   Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:20